Heyrði kallað „Mayday“ í annað sinn á þrjátíu ára ferli Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2019 21:45 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Skjáskot/Stöð 2 Í annað sinn á þrjátíu ára starfsferli heyrði framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar kallað „Mayday“ í stjórnstöðinni. Mikill viðbúnaður var þegar togbáturinn Dagur SK varð vélarvana fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á sveimi yfir skipinu en björgunarsveitinni barst tilkynning rétt fyrir klukkan 14 í dag eftir að leki kom upp í skipi þar sem fimm manns voru um borð. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. Fimmtán mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins að þeir hefðu náð stjórn á lekanum. Viðbragði var þó haldið áfram og meðal annars farið með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. „Þegar kallað er Mayday þá þýðir það neyð og þá þýðir ekkert annað en að setja allt á fullt. Það var gert í þessu tilviki. Smám saman fór áhöfnin að ná stjórn á lekanum og um hálftíma síðar var ljóst að þeir höfðu komist fyrir lekann og voru byrjaðir að dæla sjó úr vélarrúminu. Þá var smám saman dregið úr útkallinu,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði dró svo bátinn til hafnar og komu þeir í land á fimmta tímanum. Öllum skipverjum heilsast vel. „Ég er búin að vera starfandi hjá Landhelgisgæslunni í yfir þrjátíu ár. Þetta er í annað skiptið á mínu ferli sem ég heyri kallað „Mayday“. Við erum mjög sáttir við það vegna þess að þetta er alþjóðlegt uppkall þegar um neyð er að ræða. Þetta gerði það að verkum að allt fór á fullt hér til að byrja með. Það er svo alltaf hægt að draga úr útkallinu eftir því sem hlutirnir skána,“ segir Ásgrímur. Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður eftir að leki kom að togbáti Fimm manns um borð í skipinu. 21. mars 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Í annað sinn á þrjátíu ára starfsferli heyrði framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar kallað „Mayday“ í stjórnstöðinni. Mikill viðbúnaður var þegar togbáturinn Dagur SK varð vélarvana fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á sveimi yfir skipinu en björgunarsveitinni barst tilkynning rétt fyrir klukkan 14 í dag eftir að leki kom upp í skipi þar sem fimm manns voru um borð. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. Fimmtán mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins að þeir hefðu náð stjórn á lekanum. Viðbragði var þó haldið áfram og meðal annars farið með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. „Þegar kallað er Mayday þá þýðir það neyð og þá þýðir ekkert annað en að setja allt á fullt. Það var gert í þessu tilviki. Smám saman fór áhöfnin að ná stjórn á lekanum og um hálftíma síðar var ljóst að þeir höfðu komist fyrir lekann og voru byrjaðir að dæla sjó úr vélarrúminu. Þá var smám saman dregið úr útkallinu,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði dró svo bátinn til hafnar og komu þeir í land á fimmta tímanum. Öllum skipverjum heilsast vel. „Ég er búin að vera starfandi hjá Landhelgisgæslunni í yfir þrjátíu ár. Þetta er í annað skiptið á mínu ferli sem ég heyri kallað „Mayday“. Við erum mjög sáttir við það vegna þess að þetta er alþjóðlegt uppkall þegar um neyð er að ræða. Þetta gerði það að verkum að allt fór á fullt hér til að byrja með. Það er svo alltaf hægt að draga úr útkallinu eftir því sem hlutirnir skána,“ segir Ásgrímur.
Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður eftir að leki kom að togbáti Fimm manns um borð í skipinu. 21. mars 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira