Sjómannafélag Íslands vill hunsa úrskurð Félagsdóms Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2019 09:41 Bergur Þorkelsson var á síðasta aðalfundi kjörinn formaður SÍ og ráðgert er að hann taki við af Jónasi Garðarssyni á næsta aðalfundi. Foringjar SÍ hafa engin áform uppi um að hvika frá þeim fyrirætlunum. visir/vilhelm Þrátt fyrir afgerandi úrskurð Félagsdóms, þar sem brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr SÍ var dæmdur ólögmætur og að hún hafi kjörgengi hefur Sjómannafélag Íslands engar fyrirætlanir um að endurtaka kosningar sem fram fóru á síðasta aðalfundi sem haldinn var í desember á síðasta ári. Þar var Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, sjálfkjörinn formaður eftir að listi Heiðveigar Maríu Einarsdóttur var úrskurðaður ógildur af hálfu foringja félagsins.Ætla sér ekki að endurtaka kosningarnar Jónas Þór Jónasson lögmaður Sjómannafélags Íslands hefur svarað erindi sjómannanna Arnars Leós Árnasonar og Sigurðar Þórðar Jónssonar sem kröfðust í ljósi úrskurðarins að kosningarnar yrðu endurteknar. Stjórn SÍ hefur engin slík áform uppi.Lögmaður SÍ hefur vísað erindi Sigurður Þórðar og Arnars Leós til föðurhúsanna. Kosningar verða ekki endurteknar.„Þó svo að í dómi Félagsdóms hafi margnefnd 3ja ára regla verið talin andstæð 1. málslið 1. málsgreinar 2. greinar laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þá standa eftir tveir annmarkar á mótframboðinu, sem leiða eftir sem áður til ólögmæti þess. Er engin heimild í lögum félagsins til þess að endurupptaka og/eða breyta framangreindum bindandi úrskurði kjörstjórnar og þar sem framangreindar forsendur hans eru óbreyttar stendur niðurstaða úrskurðarins um úrslit stjórnarkosninga í félaginu,“ segir meðal annars í bréfi sem Jónas Þór undirritar fyrir hönd kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands.Mikil ólga meðal sjómanna Verulegar ólgu gætir meðal sjómanna sem Vísir hefur rætt við auk þeirra Arnars Leós og Sigurðar Þórðar og þeir farnir að velta því fyrir sér hverju valdi því að menn þverskallist við að opna dyr sínar? Hverju sé verið að leyna? Ekki er orðum aukið að þeir sem Vísir hefur rætt við séu reiðir. Þá hafa sjómenn þungar áhyggjur af því að félagið sé búið að mála sig út í horn, ekkert annað félag sjái fyrir sér að geta átt með því samleið til dæmis vegna kjaraviðræðna, svo mjög hafi það traðkað á lýðræðislegum sjónarmiðum.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar. Þær undirbúa nú aðra kæru á hendur félaginu.visir/vilhelmVísir sendi Bergi Þorkelssyni fyrirspurn fyrr í þessum mánuði í kjölfar þess að SÍ sendu Heiðveigu Maríu bréf og buðu henni að koma aftur í félagið nokkuð sem hún hafnaði alfarið á þeim forsendum að hún líti svo á að brottrekstur hennar hafi verið ólögmætur. Þar er meðal annars spurt hvort til greina komi af hálfu félagsins að endurtaka kosningarnar sem Félagsdómur hefur dæmt ólöglegar? En, Bergur hefur ekki komið því við að svara. Nú liggur hins vegar fyrir að foringjar félagsins hafa ekki hugsað sér að líta til úrskurðar Félagsdóms í neinu því sem nýr að hugsanlegu endurnýjuðu stjórnarkjöri.Önnur kæra á hendur SÍ í farvatninu Vísir ræddi við Kolbrúnu Garðarsdóttur, lögmann Heiðveigar Maríu, og hún segist hafa sent félaginu bréf sem stílað er á Jónas Þór lögmann. Þar segir meðal annars að afar mikilvægt sé að hann geri forsvarsmönnum félagsins grein fyrir því að „dómur Félagsdóms um ólögmæti 3 ára takmörkunar til kjörgengis felur í sér að kjörgengi var almennt ekki til staðar fyrir ótilgreindan hóp félagsmanna og það eitt þýðir að kosningarnar verði að auglýsa að nýju og öllum gefinn kostur á að bjóða sig fram. Lög félagsins girða ekki fyrir að hægt er að kalla saman aukaaðalfund og ná sátt um dagsetningar og annað varðandi málið.“ Kolbrún segir að nú stefni allt í að Sjómannafélag Íslands verði kært aftur til Félagsdóms, það sé nú til skoðunar. Dómsmál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Stjórnsýsla Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Með skottið fullt af próteini Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Þrátt fyrir afgerandi úrskurð Félagsdóms, þar sem brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr SÍ var dæmdur ólögmætur og að hún hafi kjörgengi hefur Sjómannafélag Íslands engar fyrirætlanir um að endurtaka kosningar sem fram fóru á síðasta aðalfundi sem haldinn var í desember á síðasta ári. Þar var Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, sjálfkjörinn formaður eftir að listi Heiðveigar Maríu Einarsdóttur var úrskurðaður ógildur af hálfu foringja félagsins.Ætla sér ekki að endurtaka kosningarnar Jónas Þór Jónasson lögmaður Sjómannafélags Íslands hefur svarað erindi sjómannanna Arnars Leós Árnasonar og Sigurðar Þórðar Jónssonar sem kröfðust í ljósi úrskurðarins að kosningarnar yrðu endurteknar. Stjórn SÍ hefur engin slík áform uppi.Lögmaður SÍ hefur vísað erindi Sigurður Þórðar og Arnars Leós til föðurhúsanna. Kosningar verða ekki endurteknar.„Þó svo að í dómi Félagsdóms hafi margnefnd 3ja ára regla verið talin andstæð 1. málslið 1. málsgreinar 2. greinar laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þá standa eftir tveir annmarkar á mótframboðinu, sem leiða eftir sem áður til ólögmæti þess. Er engin heimild í lögum félagsins til þess að endurupptaka og/eða breyta framangreindum bindandi úrskurði kjörstjórnar og þar sem framangreindar forsendur hans eru óbreyttar stendur niðurstaða úrskurðarins um úrslit stjórnarkosninga í félaginu,“ segir meðal annars í bréfi sem Jónas Þór undirritar fyrir hönd kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands.Mikil ólga meðal sjómanna Verulegar ólgu gætir meðal sjómanna sem Vísir hefur rætt við auk þeirra Arnars Leós og Sigurðar Þórðar og þeir farnir að velta því fyrir sér hverju valdi því að menn þverskallist við að opna dyr sínar? Hverju sé verið að leyna? Ekki er orðum aukið að þeir sem Vísir hefur rætt við séu reiðir. Þá hafa sjómenn þungar áhyggjur af því að félagið sé búið að mála sig út í horn, ekkert annað félag sjái fyrir sér að geta átt með því samleið til dæmis vegna kjaraviðræðna, svo mjög hafi það traðkað á lýðræðislegum sjónarmiðum.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar. Þær undirbúa nú aðra kæru á hendur félaginu.visir/vilhelmVísir sendi Bergi Þorkelssyni fyrirspurn fyrr í þessum mánuði í kjölfar þess að SÍ sendu Heiðveigu Maríu bréf og buðu henni að koma aftur í félagið nokkuð sem hún hafnaði alfarið á þeim forsendum að hún líti svo á að brottrekstur hennar hafi verið ólögmætur. Þar er meðal annars spurt hvort til greina komi af hálfu félagsins að endurtaka kosningarnar sem Félagsdómur hefur dæmt ólöglegar? En, Bergur hefur ekki komið því við að svara. Nú liggur hins vegar fyrir að foringjar félagsins hafa ekki hugsað sér að líta til úrskurðar Félagsdóms í neinu því sem nýr að hugsanlegu endurnýjuðu stjórnarkjöri.Önnur kæra á hendur SÍ í farvatninu Vísir ræddi við Kolbrúnu Garðarsdóttur, lögmann Heiðveigar Maríu, og hún segist hafa sent félaginu bréf sem stílað er á Jónas Þór lögmann. Þar segir meðal annars að afar mikilvægt sé að hann geri forsvarsmönnum félagsins grein fyrir því að „dómur Félagsdóms um ólögmæti 3 ára takmörkunar til kjörgengis felur í sér að kjörgengi var almennt ekki til staðar fyrir ótilgreindan hóp félagsmanna og það eitt þýðir að kosningarnar verði að auglýsa að nýju og öllum gefinn kostur á að bjóða sig fram. Lög félagsins girða ekki fyrir að hægt er að kalla saman aukaaðalfund og ná sátt um dagsetningar og annað varðandi málið.“ Kolbrún segir að nú stefni allt í að Sjómannafélag Íslands verði kært aftur til Félagsdóms, það sé nú til skoðunar.
Dómsmál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Stjórnsýsla Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Með skottið fullt af próteini Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46
Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00
Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43