Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW Andri Eysteinsson skrifar 18. apríl 2019 10:28 TF-GPA var tekin í notkun samhliða TF-GMA vélar WOW Air.. WOW Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið greinir frá. Flugvél WOW Air sem félagið hafði á leigu frá flugvélaleigunni ALC (Air Lease Corporation), TF-GPA, var því kyrrsett í Keflavík frá 18. mars til 28.mars, dagsins sem WOW var lýst gjaldþrota. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Isavia hafi, eftir fall WOW Air, krafið ALC um greiðslu skuldar WOW Air, sem þá nam tæpum 2 milljörðum króna. Þá hafi Isavia og WOW Air ekki greint ALC frá samkomulagi félaganna á milli og kom málið því ALC í opna skjöldu. ALC mun hafa haldið því fram að haldsréttur Isavia væri bundið við umráðarétt WOW Air yfir flugvélinni sem fallið hafi niður við fall flugfélagsins. Nú stefnir Isavia að því að selja vélina, sem þekkt var undir nafninu TF-GPA á meðan hún var til umráða WOW, á uppboði, fallist ALC ekki til þess að greiða skuld WOW Air við Keflavíkurflugvöll innan ákveðinna tímamarka. Heimildir Morgunblaðsins herma að ALC leitist nú sátta við Isavia til að félagið geti endurheimt vélina en næstu leigutakar hennar bíða eftir því að fá lyklavöldin að vélinni sem er að gerðinni Airbus A321-211. Flugvélaleigan ALC hefur áður verið krafin um greiðslu á skuld flugfélaga en aldrei mun félagið hafa verið gert ábyrgt fyrir skuldum sem safnast hafi upp á svo löngu tímabili. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia fundar með eigendum WOW-vélarinnar í dag Viðræður Isavia og fulltrúa eiganda flugvélar, sem WOW air var með á leigu og var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli, hefjast í dag. 1. apríl 2019 13:16 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Sjá meira
Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið greinir frá. Flugvél WOW Air sem félagið hafði á leigu frá flugvélaleigunni ALC (Air Lease Corporation), TF-GPA, var því kyrrsett í Keflavík frá 18. mars til 28.mars, dagsins sem WOW var lýst gjaldþrota. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Isavia hafi, eftir fall WOW Air, krafið ALC um greiðslu skuldar WOW Air, sem þá nam tæpum 2 milljörðum króna. Þá hafi Isavia og WOW Air ekki greint ALC frá samkomulagi félaganna á milli og kom málið því ALC í opna skjöldu. ALC mun hafa haldið því fram að haldsréttur Isavia væri bundið við umráðarétt WOW Air yfir flugvélinni sem fallið hafi niður við fall flugfélagsins. Nú stefnir Isavia að því að selja vélina, sem þekkt var undir nafninu TF-GPA á meðan hún var til umráða WOW, á uppboði, fallist ALC ekki til þess að greiða skuld WOW Air við Keflavíkurflugvöll innan ákveðinna tímamarka. Heimildir Morgunblaðsins herma að ALC leitist nú sátta við Isavia til að félagið geti endurheimt vélina en næstu leigutakar hennar bíða eftir því að fá lyklavöldin að vélinni sem er að gerðinni Airbus A321-211. Flugvélaleigan ALC hefur áður verið krafin um greiðslu á skuld flugfélaga en aldrei mun félagið hafa verið gert ábyrgt fyrir skuldum sem safnast hafi upp á svo löngu tímabili.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia fundar með eigendum WOW-vélarinnar í dag Viðræður Isavia og fulltrúa eiganda flugvélar, sem WOW air var með á leigu og var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli, hefjast í dag. 1. apríl 2019 13:16 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Sjá meira
Isavia fundar með eigendum WOW-vélarinnar í dag Viðræður Isavia og fulltrúa eiganda flugvélar, sem WOW air var með á leigu og var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli, hefjast í dag. 1. apríl 2019 13:16