Skilnaður er ólíkt ferðalag einstaklinga Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. apríl 2019 10:00 Að skilja er stórt verkefni sem tekur mikinn toll á einstaklinginn, fyrrverandi parið, börnin sem og aðra nána ættingja. vísir/getty Skilnaðir eru nokkuð tíðir hér á landi. Það er sárt að slíta samvistum við maka sinn, sér í lagi þegar börn eru í spilinu og við tekur erfitt ferli. Þegar leiðir skilja leggur fólk upp í ólíkt ferðalag og fer það eftir því hver átti frumkvæði að skilnaðinum og hverjar voru ástæðurnar. Þetta segja Hrefna Hugosdóttir og Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingar hjá fyrirtækinu Auðnast, sem þjónustar fólk og fyrirtæki um allt er varðar heilsutengda þætti. Aðilinn sem ekki vildi skilja ferðast fyrst með höfnun í farteskinu og reynir jafnvel ítrekað að leita skýringa á því hvað fór úrskeiðis. Það getur haft mikil áhrif á sjálfsmyndina. Í kjölfarið kemur oft reiði og loks vonleysi en síðan fer að birta til og allt horfir til betri vegar. Mikilvægt er að leyfa sér að fara í gegnum þann tilfinningarússíbana sem skilnaður er, að upplifa allar óþægilegu tilfinningarnar. Sú leið er líklegust til þess að ná jafnvægi og sáttum á endanum. Aðilinn sem hafði frumkvæðið að skilnaðinum hefur yfirleitt mikið samviskubit yfir því að hafa brotið upp einingu. Sá fyllist gjarnan sjálfsásökunum og efasemdum um hvort ákvörðunin hafi verið rétt. Þóknun og tilhneiging til að láta undan kröfum fyrrverandi maka, í þeim tilgangi að bæta fyrir samviskubitið, er algengt og verður oft til þess að það hallar á þann sem vildi skilja þegar kemur að úrvinnslu og praktískum málum. „Eitt af því sem ratar oft inn á borð Auðnast er skilnaður og afleiðingar í kjölfar skilnaðar. Staðreyndin er nefnilega sú að þegar fólk skilur hefur það tímabundin áhrif á öll hlutverk lífsins, og þótt makahlutverkið sé kvatt þarf áfram að sinna foreldrahlutverki og starfshlutverki svo fátt eitt sé nefnt. Auðnast sérhæfir sig í fjölskyldu- og parameðferð sem og öðru sem tengist einkalífinu,“ segir Ragnhildur. „Algengustu árekstrarnir í skilnaði eru samskiptalegs eðlis. Maki fer til að mynda að gefa sér hugsanir hins aðilans og ætla honum ákveðinn tilgang. Staðreyndin er hins vegar sú að ólíkar tilfinningar eru ríkjandi hjá báðum aðilum sem leiðir til þess að túlkun, afstaða og viðbrögð í samskiptum litast af því. Praktískir þættir valda því miður oft árekstrum því tilfinningaleg viðbrögð eru ekki langt undan. Ástæðan fyrir praktískum árekstrum í samskiptum er einnig sú að við skilnað er oft margt ósagt og skortir oft farveg fyrir slík samskipti. Annar aðilinn vill ræða málin og eiga uppgjör á meðan hinn vill horfa til framtíðar.“ Þegar fólk hefur ákveðið að leiðir skilji er mikilvægt að sýna sjálfum sér umburðarlyndi og skilning og sömuleiðis fyrrverandi maka. „Að skilja er stórt verkefni sem tekur mikinn toll af einstaklingnum, parinu fyrrverandi, börnunum og öðrum nánum ættingjum,“ segir Ragnhildur. „Ef börn eru á heimilinu skiptir máli að undirbúa vel samtal og framkvæmd í kjölfar þess. Þó ber að hafa í huga að börn eru misjöfn og á ólíkum aldri og því fer úrvinnsla fram með ólíkum hætti.“ Fólk þarf að huga vel að grunnþörfum sínum. Það er nánast undantekningarlaust að svona ferli komi verulega niður á svefni og matarlyst minnkar oft. Sumir reyna að hafa sem mest fyrir stafni til að dreifa huganum á meðan aðrir upplifa lamandi tilfinningu og aðgerðaleysi. „Hér þarf að hlúa að grunnþörfum á raunhæfan hátt. Sofa þegar tækifæri gefst til og borða það sem mann langar í. Hér skiptir tími miklu máli því hann læknar hjartasár,“ segir Ragnhildur. Gott sé að kortleggja stuðning úr nánasta umhverfi. „Hverjir eru líklegir til að reynast manni vel? Það eru ekki endilega þeir sem eru fyrstir með ráðin heldur frekar þeir sem hlusta án þess að dæma og leyfa þeim sem er að skilja að fara í gegnum öldur og dali. Fólk hefur ríka tilhneigingu til að mynda sér skoðun eða vita hvað er öðrum fyrir bestu. Það er yfirleitt ekki heillavænlegt á þessu stigi máls,“ segir Hrefna. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir að margir praktískir þættir eru fyrirferðarmiklir og geta reynst erfiðir þegar tilfinningar eru sterkar. „Það sem við getum ráðlagt fólki sem er að skilja er að leita til fagaðila. Vinir og ættingjar eru vissulega frábært stuðningsnet þegar kemur að umhyggju og praktískum þáttum en þegar kemur að tilfinningalegri úrvinnslu er betra að leita til fagaðila.“ Nýverið tóku í gildi ný lög í Danmörku þar sem barnið er í forgrunni við skilnað, fagleg ráðgjöf hjá hinu opinbera stendur foreldrunum sem standa frammi fyrir skilnaði til boða. „Við Íslendingar ættum að fjárfesta í þessu.“Barnið þurfi svigrúm Algengasta áhyggjuefni foreldra sem hafa tekið ákvörðun um að skilja eru börnin þeirra. Hvernig það snerti þau, líðan þeirra og viðbrögð og hvernig þau takast á við slíkar breytingar. Slíkar áhyggjur valda því oft að foreldrið reynir að hughreysta, laga og jafnvel lofa án þess að átta sig á því hvað barninu er mikilvægast. „Börn eru ólík, fjölskyldur eru ólíkar og foreldrar ná misgóðum tengslum við börnin sín. Systkini upplifa skilnað með mjög ólíkum hætti. Foreldrar þurfa að axla ábyrgð, sýna stöðugleika í samskiptum og gefa barninu svigrúm til að átta sig á breyttum aðstæðum. Það er meðal annars gert með stuðningi og áheyrn,“ segir Ragnhildur. „Þegar kemur að unglingum og ungu fólki er mjög mikilvægt að foreldrar séu ekki að gera þau að sínum trúnaðarvinum og ætlast til að þau myndi sér skoðun á hinu foreldrinu. Hér þarf hver og einn í fjölskyldunni að fá svigrúm til að vinna úr breytingunum á mismiklum hraða.“ Eðlilegt er fyrir barn að fara í gegnum sorgarferli þegar foreldrar skilja. Í raun má segja að það sé engin ein leið sem er best því allt fer þetta eftir aldri og persónugerð barnsins sem og því samskiptamynstri sem hefur verið ríkjandi í fjölskyldunni. „Ef við byrjum að skoða þetta út frá praktískum þáttum er best að upplýsa barnið þegar ákvörðunin hefur verið tekin og komin vissa í frekari framvindu. Út frá tilfinningalegu sjónarmiði er best að ræða við barnið á yfirvegaðan hátt án þess þó að gera lítið úr tilfinningum foreldra. Þetta er yfirleitt sorglegur atburður og þurfum við svigrúm til að upplifa og meðtaka, bæði foreldrar og börn. Mikilvægast er að foreldrar séu móttækilegir fyrir spurningum og tilfinningum barna sinna – þau þurfa sinn tíma,“ segir Hrefna. Hrefna og Ragnhildur nefna að það þurfi að leita uppi vísbendingar hjá barninu, því oft eigi börnin erfitt með að segja frá eða segja hvað þau eru að upplifa. Það sé fólki eðlislægt að taka tillit til annarra og oft fara börnin að taka of mikið tillit til foreldra þar sem þau upplifa vanlíðan foreldra sinna. Þá segja þær að nærsamfélag barnsins þurfi að vera eftirlitsaðili og fylgjast með breyttri hegðun og líðan barns. „Við hvetjum foreldra sem eru að ganga í gegnum skilnað til að upplýsa kennara barnsins, þjálfara, skólahjúkrunarfræðing og foreldra vina, svo fátt eitt sé nefnt, um breytingarnar hjá barninu. Birtingarmynd vanlíðunar hjá börnum er misjöfn en getur komið fram í erfiðum tilfinningum líkt og depurð, reiði, sorg og söknuði. Einnig getur hegðunarmynstur breyst og komið niður á námsárangri, félagslegri þátttöku og almennum samskiptum,“ segir Ragnhildur.Sumir eiga það til að hanga í ástlausu hjónabandi til þess eins að hlífa börnum sínum. Er það hollt? „Þegar börn eru ung og skuldbindingar miklar finnst okkur að fólk eigi að vanda vel ákvörðun sína um að fara í sundur. Allt of margir gefast upp of fljótt, án þess að leggja á sig tíma, vinnu og einhug við að endurskapa það sem áður var gott,“ segir Hrefna. „Hafandi sagt það er líka allt of algengt að fólk hangi í samböndum til að brjóta ekki upp fjölskyldumynstur en axlar ábyrgð á þeim óheilbrigðu samskiptum sem eiga sér jafnvel stað fyrir framan börnin. Börnin okkar læra nefnilega á parsambönd, ástúð og umhyggju í gegnum félagsmótun og eru þar foreldrar fremstir í flokki. Við spyrjum því oft fólk; hvernig fyrirmynd ert þú fyrir börnin þín þegar kemur að því að vera maki, í ástarsambandi, þegar eitthvað bjátar á og svo framvegis.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Skilnaðir eru nokkuð tíðir hér á landi. Það er sárt að slíta samvistum við maka sinn, sér í lagi þegar börn eru í spilinu og við tekur erfitt ferli. Þegar leiðir skilja leggur fólk upp í ólíkt ferðalag og fer það eftir því hver átti frumkvæði að skilnaðinum og hverjar voru ástæðurnar. Þetta segja Hrefna Hugosdóttir og Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingar hjá fyrirtækinu Auðnast, sem þjónustar fólk og fyrirtæki um allt er varðar heilsutengda þætti. Aðilinn sem ekki vildi skilja ferðast fyrst með höfnun í farteskinu og reynir jafnvel ítrekað að leita skýringa á því hvað fór úrskeiðis. Það getur haft mikil áhrif á sjálfsmyndina. Í kjölfarið kemur oft reiði og loks vonleysi en síðan fer að birta til og allt horfir til betri vegar. Mikilvægt er að leyfa sér að fara í gegnum þann tilfinningarússíbana sem skilnaður er, að upplifa allar óþægilegu tilfinningarnar. Sú leið er líklegust til þess að ná jafnvægi og sáttum á endanum. Aðilinn sem hafði frumkvæðið að skilnaðinum hefur yfirleitt mikið samviskubit yfir því að hafa brotið upp einingu. Sá fyllist gjarnan sjálfsásökunum og efasemdum um hvort ákvörðunin hafi verið rétt. Þóknun og tilhneiging til að láta undan kröfum fyrrverandi maka, í þeim tilgangi að bæta fyrir samviskubitið, er algengt og verður oft til þess að það hallar á þann sem vildi skilja þegar kemur að úrvinnslu og praktískum málum. „Eitt af því sem ratar oft inn á borð Auðnast er skilnaður og afleiðingar í kjölfar skilnaðar. Staðreyndin er nefnilega sú að þegar fólk skilur hefur það tímabundin áhrif á öll hlutverk lífsins, og þótt makahlutverkið sé kvatt þarf áfram að sinna foreldrahlutverki og starfshlutverki svo fátt eitt sé nefnt. Auðnast sérhæfir sig í fjölskyldu- og parameðferð sem og öðru sem tengist einkalífinu,“ segir Ragnhildur. „Algengustu árekstrarnir í skilnaði eru samskiptalegs eðlis. Maki fer til að mynda að gefa sér hugsanir hins aðilans og ætla honum ákveðinn tilgang. Staðreyndin er hins vegar sú að ólíkar tilfinningar eru ríkjandi hjá báðum aðilum sem leiðir til þess að túlkun, afstaða og viðbrögð í samskiptum litast af því. Praktískir þættir valda því miður oft árekstrum því tilfinningaleg viðbrögð eru ekki langt undan. Ástæðan fyrir praktískum árekstrum í samskiptum er einnig sú að við skilnað er oft margt ósagt og skortir oft farveg fyrir slík samskipti. Annar aðilinn vill ræða málin og eiga uppgjör á meðan hinn vill horfa til framtíðar.“ Þegar fólk hefur ákveðið að leiðir skilji er mikilvægt að sýna sjálfum sér umburðarlyndi og skilning og sömuleiðis fyrrverandi maka. „Að skilja er stórt verkefni sem tekur mikinn toll af einstaklingnum, parinu fyrrverandi, börnunum og öðrum nánum ættingjum,“ segir Ragnhildur. „Ef börn eru á heimilinu skiptir máli að undirbúa vel samtal og framkvæmd í kjölfar þess. Þó ber að hafa í huga að börn eru misjöfn og á ólíkum aldri og því fer úrvinnsla fram með ólíkum hætti.“ Fólk þarf að huga vel að grunnþörfum sínum. Það er nánast undantekningarlaust að svona ferli komi verulega niður á svefni og matarlyst minnkar oft. Sumir reyna að hafa sem mest fyrir stafni til að dreifa huganum á meðan aðrir upplifa lamandi tilfinningu og aðgerðaleysi. „Hér þarf að hlúa að grunnþörfum á raunhæfan hátt. Sofa þegar tækifæri gefst til og borða það sem mann langar í. Hér skiptir tími miklu máli því hann læknar hjartasár,“ segir Ragnhildur. Gott sé að kortleggja stuðning úr nánasta umhverfi. „Hverjir eru líklegir til að reynast manni vel? Það eru ekki endilega þeir sem eru fyrstir með ráðin heldur frekar þeir sem hlusta án þess að dæma og leyfa þeim sem er að skilja að fara í gegnum öldur og dali. Fólk hefur ríka tilhneigingu til að mynda sér skoðun eða vita hvað er öðrum fyrir bestu. Það er yfirleitt ekki heillavænlegt á þessu stigi máls,“ segir Hrefna. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir að margir praktískir þættir eru fyrirferðarmiklir og geta reynst erfiðir þegar tilfinningar eru sterkar. „Það sem við getum ráðlagt fólki sem er að skilja er að leita til fagaðila. Vinir og ættingjar eru vissulega frábært stuðningsnet þegar kemur að umhyggju og praktískum þáttum en þegar kemur að tilfinningalegri úrvinnslu er betra að leita til fagaðila.“ Nýverið tóku í gildi ný lög í Danmörku þar sem barnið er í forgrunni við skilnað, fagleg ráðgjöf hjá hinu opinbera stendur foreldrunum sem standa frammi fyrir skilnaði til boða. „Við Íslendingar ættum að fjárfesta í þessu.“Barnið þurfi svigrúm Algengasta áhyggjuefni foreldra sem hafa tekið ákvörðun um að skilja eru börnin þeirra. Hvernig það snerti þau, líðan þeirra og viðbrögð og hvernig þau takast á við slíkar breytingar. Slíkar áhyggjur valda því oft að foreldrið reynir að hughreysta, laga og jafnvel lofa án þess að átta sig á því hvað barninu er mikilvægast. „Börn eru ólík, fjölskyldur eru ólíkar og foreldrar ná misgóðum tengslum við börnin sín. Systkini upplifa skilnað með mjög ólíkum hætti. Foreldrar þurfa að axla ábyrgð, sýna stöðugleika í samskiptum og gefa barninu svigrúm til að átta sig á breyttum aðstæðum. Það er meðal annars gert með stuðningi og áheyrn,“ segir Ragnhildur. „Þegar kemur að unglingum og ungu fólki er mjög mikilvægt að foreldrar séu ekki að gera þau að sínum trúnaðarvinum og ætlast til að þau myndi sér skoðun á hinu foreldrinu. Hér þarf hver og einn í fjölskyldunni að fá svigrúm til að vinna úr breytingunum á mismiklum hraða.“ Eðlilegt er fyrir barn að fara í gegnum sorgarferli þegar foreldrar skilja. Í raun má segja að það sé engin ein leið sem er best því allt fer þetta eftir aldri og persónugerð barnsins sem og því samskiptamynstri sem hefur verið ríkjandi í fjölskyldunni. „Ef við byrjum að skoða þetta út frá praktískum þáttum er best að upplýsa barnið þegar ákvörðunin hefur verið tekin og komin vissa í frekari framvindu. Út frá tilfinningalegu sjónarmiði er best að ræða við barnið á yfirvegaðan hátt án þess þó að gera lítið úr tilfinningum foreldra. Þetta er yfirleitt sorglegur atburður og þurfum við svigrúm til að upplifa og meðtaka, bæði foreldrar og börn. Mikilvægast er að foreldrar séu móttækilegir fyrir spurningum og tilfinningum barna sinna – þau þurfa sinn tíma,“ segir Hrefna. Hrefna og Ragnhildur nefna að það þurfi að leita uppi vísbendingar hjá barninu, því oft eigi börnin erfitt með að segja frá eða segja hvað þau eru að upplifa. Það sé fólki eðlislægt að taka tillit til annarra og oft fara börnin að taka of mikið tillit til foreldra þar sem þau upplifa vanlíðan foreldra sinna. Þá segja þær að nærsamfélag barnsins þurfi að vera eftirlitsaðili og fylgjast með breyttri hegðun og líðan barns. „Við hvetjum foreldra sem eru að ganga í gegnum skilnað til að upplýsa kennara barnsins, þjálfara, skólahjúkrunarfræðing og foreldra vina, svo fátt eitt sé nefnt, um breytingarnar hjá barninu. Birtingarmynd vanlíðunar hjá börnum er misjöfn en getur komið fram í erfiðum tilfinningum líkt og depurð, reiði, sorg og söknuði. Einnig getur hegðunarmynstur breyst og komið niður á námsárangri, félagslegri þátttöku og almennum samskiptum,“ segir Ragnhildur.Sumir eiga það til að hanga í ástlausu hjónabandi til þess eins að hlífa börnum sínum. Er það hollt? „Þegar börn eru ung og skuldbindingar miklar finnst okkur að fólk eigi að vanda vel ákvörðun sína um að fara í sundur. Allt of margir gefast upp of fljótt, án þess að leggja á sig tíma, vinnu og einhug við að endurskapa það sem áður var gott,“ segir Hrefna. „Hafandi sagt það er líka allt of algengt að fólk hangi í samböndum til að brjóta ekki upp fjölskyldumynstur en axlar ábyrgð á þeim óheilbrigðu samskiptum sem eiga sér jafnvel stað fyrir framan börnin. Börnin okkar læra nefnilega á parsambönd, ástúð og umhyggju í gegnum félagsmótun og eru þar foreldrar fremstir í flokki. Við spyrjum því oft fólk; hvernig fyrirmynd ert þú fyrir börnin þín þegar kemur að því að vera maki, í ástarsambandi, þegar eitthvað bjátar á og svo framvegis.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira