Leggur fram breytta bólusetningartillögu: „Eftir hverju er verið að bíða?“ Andri Eysteinsson skrifar 13. apríl 2019 10:42 Hildur Björnsdóttir hefur lagt tillöguna fram í þriðja sinn. Samsett/Getty/Aðsend Bólusetningar hafa verið mikið í umræðunni eftir að mislingasmit voru greind í sjö einstaklingum víða um land. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem vill sjá úrbætur í bólusetningum og hefur barist fyrir bólusetningarskyldu í leikskólum borgarinnar. Hildur hefur nú lagt fram tillögu þess efnis til borgarstjórnar í þriðja sinn. „Ég lagði þessa tillögu fram í haust og hún er felld með þeim rökum að það séu engar aðstæður uppi hérlendis sem kalli á svona aðgerðir. Í lengri tíma höfum við vitað af því að það geisi mislingafaraldur í Evrópu, svo förum við að heyra af tilfellum erlendis. Þá finnst manni vera komnar upp þessar aðstæður sem borgarstjórnarmeirihlutinn var að kalla eftir,“ sagði Hildur í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. Hildur segist hafa lagt tillöguna fram öðru sinni, hún hafi aftur verið felld. „ Ég átta mig eiginlega ekki á forsendunum, þau eru greinilega ekki reiðubúin til að grípa til þessara aðgerða. Þau hafa notað þau rök að þau vilji ekki jaðarsetja börn en tillagan gerði nú ráð fyrir því að gætt yrði að því,“ sagði Hildur spurð að hvaða rökum borgarstjórnarmeirihluti hafi haft fyrir því að hafna tillögu Hildar öðru sinni.„Eftir hverju er verið að bíða?“ Eins og áður segir breytti Hildur tillögu sinni áður en hún var lögð fram í þriðja sinn. „Í millitíðinni berst erindi frá sóttvarnarlækni þar sem hann leggur það til að borgir leiti eftir samstarfi við heilsugæsluna til að auka þátttöku barna í bólusetningum. Þá legg ég fram þá tillögu að borgin leitist eftir slíku samstarfi og reyni þá að fá hjúkrunarfræðinga inn á leikskólanna eins og tíðkast í grunnskólanum. Þannig að bólusetningarnar yrði framkvæmdar inni á leikskólanum, auðvitað að gefnu samþykki foreldra,“ sagði Hildur. Tillagan veiti aukna þjónustu, til að mynda við foreldra. Hildur segir að með tillögunni séu þau börn sem ekki eru bólusett vegna gleymsku foreldra, en ekki vegna andstöðu þeirra við bólusetningar, bólusett á leikskólanum. „Þetta kerfi gæti gripið þau börn“ „Markmiðið er alltaf að auka þátttöku í bólusetningum og tryggja þetta hjarðónæmi sem við reynum að ná fram með góðri tíðni bólusetninga. Ég held við getum náð því markmiði með þessari tillögu. Maður veltir því stundum fyrir sér eftir hverju er verið að bíða, hversu mörg tilfelli þarf til þess að við teljum aðstæður vera uppi til að grípa til aðgerða?,“ sagði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Reykjavík Síðdegis í gær. Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almennings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Mislingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rockland. 28. mars 2019 06:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Bólusetningar hafa verið mikið í umræðunni eftir að mislingasmit voru greind í sjö einstaklingum víða um land. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem vill sjá úrbætur í bólusetningum og hefur barist fyrir bólusetningarskyldu í leikskólum borgarinnar. Hildur hefur nú lagt fram tillögu þess efnis til borgarstjórnar í þriðja sinn. „Ég lagði þessa tillögu fram í haust og hún er felld með þeim rökum að það séu engar aðstæður uppi hérlendis sem kalli á svona aðgerðir. Í lengri tíma höfum við vitað af því að það geisi mislingafaraldur í Evrópu, svo förum við að heyra af tilfellum erlendis. Þá finnst manni vera komnar upp þessar aðstæður sem borgarstjórnarmeirihlutinn var að kalla eftir,“ sagði Hildur í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. Hildur segist hafa lagt tillöguna fram öðru sinni, hún hafi aftur verið felld. „ Ég átta mig eiginlega ekki á forsendunum, þau eru greinilega ekki reiðubúin til að grípa til þessara aðgerða. Þau hafa notað þau rök að þau vilji ekki jaðarsetja börn en tillagan gerði nú ráð fyrir því að gætt yrði að því,“ sagði Hildur spurð að hvaða rökum borgarstjórnarmeirihluti hafi haft fyrir því að hafna tillögu Hildar öðru sinni.„Eftir hverju er verið að bíða?“ Eins og áður segir breytti Hildur tillögu sinni áður en hún var lögð fram í þriðja sinn. „Í millitíðinni berst erindi frá sóttvarnarlækni þar sem hann leggur það til að borgir leiti eftir samstarfi við heilsugæsluna til að auka þátttöku barna í bólusetningum. Þá legg ég fram þá tillögu að borgin leitist eftir slíku samstarfi og reyni þá að fá hjúkrunarfræðinga inn á leikskólanna eins og tíðkast í grunnskólanum. Þannig að bólusetningarnar yrði framkvæmdar inni á leikskólanum, auðvitað að gefnu samþykki foreldra,“ sagði Hildur. Tillagan veiti aukna þjónustu, til að mynda við foreldra. Hildur segir að með tillögunni séu þau börn sem ekki eru bólusett vegna gleymsku foreldra, en ekki vegna andstöðu þeirra við bólusetningar, bólusett á leikskólanum. „Þetta kerfi gæti gripið þau börn“ „Markmiðið er alltaf að auka þátttöku í bólusetningum og tryggja þetta hjarðónæmi sem við reynum að ná fram með góðri tíðni bólusetninga. Ég held við getum náð því markmiði með þessari tillögu. Maður veltir því stundum fyrir sér eftir hverju er verið að bíða, hversu mörg tilfelli þarf til þess að við teljum aðstæður vera uppi til að grípa til aðgerða?,“ sagði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Reykjavík Síðdegis í gær.
Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almennings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Mislingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rockland. 28. mars 2019 06:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00
Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almennings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Mislingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rockland. 28. mars 2019 06:00
Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30