Hæstiréttur synjar um málskot vegna óvissu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. apríl 2019 07:15 Hæstiréttur synjaði beiðnum um málskot vegna óvissu. Fréttablaðið/Eyþór Hæstiréttur mun ekki fjalla efnislega um mál sem vísað hefur verið til réttarins á grundvelli nýs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um skipun dómara við Landsrétt fyrr en fyrir liggur hver endanleg niðurstaða málsins verður í Strassborg. „Þessi afstaða Hæstaréttar er í sjálfu sér skiljanleg,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður eins þriggja manna sem synjað var um áfrýjunarleyfi í gær. „Maðurinn var samt saklaus dæmdur,“ bætir Einar Gautur við en beiðni mannsins byggði einnig á þeirri forsendu að dómur Landsréttar hefði verið bersýnilega rangur. Hæstiréttur hafnaði í gær þremur beiðnum um ómerkingu dóma Landsréttar. Byggt var á því í beiðnunum að annmarkar hefðu verið á skipan dómaranna sem brytu í bága við ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð. Í tveimur málanna hafði Arnfríður Einarsdóttur setið í dómi en í einu tilviki Ásmundur Einarsson. Bæði voru þau meðal þeirra fjögurra dómara sem ráðherra bætti á fimmtán manna lista dómaraefna án þess að gæta réttra málsmeðferðarreglna. Fram kemur að ákæruvaldið telji efni til að verða við beiðnum um ómerkingu en Hæstiréttur synjar beiðnunum hins vegar á þeim grundvelli að dómur hafi þegar verið kveðinn upp í Hæstarétti um sama sakarefni. Í dómi MDE er vísað til umrædds dóms Hæstaréttar og túlkun hans á ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð gagnrýnd. Í ákvörðununum segir að ekki verði tekin afstaða til dóms MDE fyrr en endanlegur dómur hafi verið kveðinn upp eða niðurstaðan látin standa óröskuð við endurskoðun. „Ótækt er, vegna þessa álitaefnis eins út af fyrir sig, að heimila í þessu sakamáli áfrýjun sem fyrirsjáanlega hefði þá afleiðingu að hér fyrir dómi yrði að fresta því um ótiltekinn tíma án þess að nokkru verði nú slegið föstu um hvert vægi þessa álitaefnis kynni að verða.“ Fram kemur einnig hjá Hæstarétti að alls óvíst sé hvenær málinu verði endanlega lokið ytra. Þeir sem til þekkja telja að allt að tvö ár geti liðið þar til niðurstaða efri deildar liggi fyrir, verði fallist á að taka málið til endurskoðunar í efri deild MDE. Þeir, sem synjað var um áfrýjunarleyfi í dag, munu ekki eiga annan kost á að æskja áfrýjunarleyfis hjá Hæstarétti að nýju, en Hæstiréttur veitir þó þá leiðbeiningu í niðurlagi ákvörðunarinnar. „Kæmi á síðari stigum til þess að dómur Landsréttar í öðru máli yrði fyrir Hæstarétti ómerktur vegna atvika hliðstæðum þeim sem hér eru uppi, gæti leyfisbeiðandi jafnframt eftir atvikum leitað endurupptöku málsins fyrir Landsrétti.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Hæstiréttur mun ekki fjalla efnislega um mál sem vísað hefur verið til réttarins á grundvelli nýs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um skipun dómara við Landsrétt fyrr en fyrir liggur hver endanleg niðurstaða málsins verður í Strassborg. „Þessi afstaða Hæstaréttar er í sjálfu sér skiljanleg,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður eins þriggja manna sem synjað var um áfrýjunarleyfi í gær. „Maðurinn var samt saklaus dæmdur,“ bætir Einar Gautur við en beiðni mannsins byggði einnig á þeirri forsendu að dómur Landsréttar hefði verið bersýnilega rangur. Hæstiréttur hafnaði í gær þremur beiðnum um ómerkingu dóma Landsréttar. Byggt var á því í beiðnunum að annmarkar hefðu verið á skipan dómaranna sem brytu í bága við ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð. Í tveimur málanna hafði Arnfríður Einarsdóttur setið í dómi en í einu tilviki Ásmundur Einarsson. Bæði voru þau meðal þeirra fjögurra dómara sem ráðherra bætti á fimmtán manna lista dómaraefna án þess að gæta réttra málsmeðferðarreglna. Fram kemur að ákæruvaldið telji efni til að verða við beiðnum um ómerkingu en Hæstiréttur synjar beiðnunum hins vegar á þeim grundvelli að dómur hafi þegar verið kveðinn upp í Hæstarétti um sama sakarefni. Í dómi MDE er vísað til umrædds dóms Hæstaréttar og túlkun hans á ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð gagnrýnd. Í ákvörðununum segir að ekki verði tekin afstaða til dóms MDE fyrr en endanlegur dómur hafi verið kveðinn upp eða niðurstaðan látin standa óröskuð við endurskoðun. „Ótækt er, vegna þessa álitaefnis eins út af fyrir sig, að heimila í þessu sakamáli áfrýjun sem fyrirsjáanlega hefði þá afleiðingu að hér fyrir dómi yrði að fresta því um ótiltekinn tíma án þess að nokkru verði nú slegið föstu um hvert vægi þessa álitaefnis kynni að verða.“ Fram kemur einnig hjá Hæstarétti að alls óvíst sé hvenær málinu verði endanlega lokið ytra. Þeir sem til þekkja telja að allt að tvö ár geti liðið þar til niðurstaða efri deildar liggi fyrir, verði fallist á að taka málið til endurskoðunar í efri deild MDE. Þeir, sem synjað var um áfrýjunarleyfi í dag, munu ekki eiga annan kost á að æskja áfrýjunarleyfis hjá Hæstarétti að nýju, en Hæstiréttur veitir þó þá leiðbeiningu í niðurlagi ákvörðunarinnar. „Kæmi á síðari stigum til þess að dómur Landsréttar í öðru máli yrði fyrir Hæstarétti ómerktur vegna atvika hliðstæðum þeim sem hér eru uppi, gæti leyfisbeiðandi jafnframt eftir atvikum leitað endurupptöku málsins fyrir Landsrétti.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira