Og hvað svo? Sólveig Anna Jónsdóttir og Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 12. apríl 2019 07:00 Forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins, Eflingar – stéttarfélags og VR hittust þann 9. apríl, í vikunni eftir að skrifað var undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Ríkið lagði eitt og annað til í púkkið í tengslum við samninginn og kynnti tillögur sínar undir yfirskriftinni „Lífskjarasamningurinn“. Það er gleðilegt að ríkið teygði sig lengra í tengslum við kjaraviðræðurnar en fyrri yfirlýsingar gáfu til kynna og sýnir að markviss barátta verkalýðshreyfingarinnar getur skilað miklum árangri. En við hljótum engu að síður að spyrja: Lífskjör hverra er um að ræða? Hver verða næstu skref? Forystufólk ÖBÍ og verkalýðsfélaganna er sammála um að bæta þarf kjör lágtekjufólks verulega. Þetta á ekki aðeins við um launafólk heldur einnig örorkulífeyrisþega og stóran hóp aldraðra. Enda þótt hóparnir þurfi að berjast hatrammri baráttu fyrir betri kjörum, er einn munur á. Launafólk getur samið um sín kjör og fylgt kröfum sínum eftir gagnvart atvinnurekendum, jafnvel með verkfallsaðgerðum. Þetta á ekki við um lífeyrisþega. Þeir eru undir náð og miskunn ríkisstjórnar og Alþingis komnir hverju sinni. Ljóst er að það fyrirkomulag hefur haldið öryrkjum og hluta aldraðra í fátækt.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍÞað er óásættanlegt að lífeyrisþegar sitji alltaf eftir, aftast í goggunarröðinni, og þurfi eilíft að bíða eftir kjarabótum. Núverandi forsætisráðherra lýsti því eitt sinn eftirminnilega yfir á Alþingi að „stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu“. Og við tökum undir þau orð. Það er óþolandi að í svo ríku samfélagi sé fólki haldið í fátækt af þeirri einu ástæðu að ekki er hægt að „nýta“ það til vinnu. Samstarf ÖBÍ við verkalýðshreyfinguna hefur verið gott og það heldur áfram. Verkalýðshreyfingin hefur ekki umboð til samninga fyrir öryrkja, en forsvarsmenn beggja hópa tala saman og vinna saman. Þar má nefna sem dæmi afstöðu til starfsgetumatsins, en á síðasta þingi ASÍ tók Alþýðusambandið undir með ÖBÍ um að leggjast gegn starfsgetumati, sem er mikilvæg pólitísk stefnubreyting hjá verkalýðshreyfingunni. Við spyrjum: Ættu örorkulífeyrisþegar og sömuleiðis ellilífeyrisþegar ekki að eiga sæti við samningaborðið? Ljóst er að þessir hópar eiga fullan rétt á því að lifa mannsæmandi lífi, eins og annað fólk. Þau sem tilheyra þessum hópum hafa velflest verið í verkalýðsfélögum ýmist allan eða stóran hluta starfsævinnar. Það er í öllu falli fullreynt að sýna traust til stjórnvalda. Það gengur ekki lengur að þau skammti sumum hópum úr hnefa eins og hingað til og taki þátt í að viðhalda grimmu og mannfjandsamlegu kerfi. Þetta er sanngjörn krafa tugþúsunda kvenna og karla. Næst á dagskrá hlýtur að vera Lífskjarasamningur númer tvö. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sólveig Anna Jónsdóttir Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins, Eflingar – stéttarfélags og VR hittust þann 9. apríl, í vikunni eftir að skrifað var undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Ríkið lagði eitt og annað til í púkkið í tengslum við samninginn og kynnti tillögur sínar undir yfirskriftinni „Lífskjarasamningurinn“. Það er gleðilegt að ríkið teygði sig lengra í tengslum við kjaraviðræðurnar en fyrri yfirlýsingar gáfu til kynna og sýnir að markviss barátta verkalýðshreyfingarinnar getur skilað miklum árangri. En við hljótum engu að síður að spyrja: Lífskjör hverra er um að ræða? Hver verða næstu skref? Forystufólk ÖBÍ og verkalýðsfélaganna er sammála um að bæta þarf kjör lágtekjufólks verulega. Þetta á ekki aðeins við um launafólk heldur einnig örorkulífeyrisþega og stóran hóp aldraðra. Enda þótt hóparnir þurfi að berjast hatrammri baráttu fyrir betri kjörum, er einn munur á. Launafólk getur samið um sín kjör og fylgt kröfum sínum eftir gagnvart atvinnurekendum, jafnvel með verkfallsaðgerðum. Þetta á ekki við um lífeyrisþega. Þeir eru undir náð og miskunn ríkisstjórnar og Alþingis komnir hverju sinni. Ljóst er að það fyrirkomulag hefur haldið öryrkjum og hluta aldraðra í fátækt.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍÞað er óásættanlegt að lífeyrisþegar sitji alltaf eftir, aftast í goggunarröðinni, og þurfi eilíft að bíða eftir kjarabótum. Núverandi forsætisráðherra lýsti því eitt sinn eftirminnilega yfir á Alþingi að „stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu“. Og við tökum undir þau orð. Það er óþolandi að í svo ríku samfélagi sé fólki haldið í fátækt af þeirri einu ástæðu að ekki er hægt að „nýta“ það til vinnu. Samstarf ÖBÍ við verkalýðshreyfinguna hefur verið gott og það heldur áfram. Verkalýðshreyfingin hefur ekki umboð til samninga fyrir öryrkja, en forsvarsmenn beggja hópa tala saman og vinna saman. Þar má nefna sem dæmi afstöðu til starfsgetumatsins, en á síðasta þingi ASÍ tók Alþýðusambandið undir með ÖBÍ um að leggjast gegn starfsgetumati, sem er mikilvæg pólitísk stefnubreyting hjá verkalýðshreyfingunni. Við spyrjum: Ættu örorkulífeyrisþegar og sömuleiðis ellilífeyrisþegar ekki að eiga sæti við samningaborðið? Ljóst er að þessir hópar eiga fullan rétt á því að lifa mannsæmandi lífi, eins og annað fólk. Þau sem tilheyra þessum hópum hafa velflest verið í verkalýðsfélögum ýmist allan eða stóran hluta starfsævinnar. Það er í öllu falli fullreynt að sýna traust til stjórnvalda. Það gengur ekki lengur að þau skammti sumum hópum úr hnefa eins og hingað til og taki þátt í að viðhalda grimmu og mannfjandsamlegu kerfi. Þetta er sanngjörn krafa tugþúsunda kvenna og karla. Næst á dagskrá hlýtur að vera Lífskjarasamningur númer tvö.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun