Og hvað svo? Sólveig Anna Jónsdóttir og Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 12. apríl 2019 07:00 Forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins, Eflingar – stéttarfélags og VR hittust þann 9. apríl, í vikunni eftir að skrifað var undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Ríkið lagði eitt og annað til í púkkið í tengslum við samninginn og kynnti tillögur sínar undir yfirskriftinni „Lífskjarasamningurinn“. Það er gleðilegt að ríkið teygði sig lengra í tengslum við kjaraviðræðurnar en fyrri yfirlýsingar gáfu til kynna og sýnir að markviss barátta verkalýðshreyfingarinnar getur skilað miklum árangri. En við hljótum engu að síður að spyrja: Lífskjör hverra er um að ræða? Hver verða næstu skref? Forystufólk ÖBÍ og verkalýðsfélaganna er sammála um að bæta þarf kjör lágtekjufólks verulega. Þetta á ekki aðeins við um launafólk heldur einnig örorkulífeyrisþega og stóran hóp aldraðra. Enda þótt hóparnir þurfi að berjast hatrammri baráttu fyrir betri kjörum, er einn munur á. Launafólk getur samið um sín kjör og fylgt kröfum sínum eftir gagnvart atvinnurekendum, jafnvel með verkfallsaðgerðum. Þetta á ekki við um lífeyrisþega. Þeir eru undir náð og miskunn ríkisstjórnar og Alþingis komnir hverju sinni. Ljóst er að það fyrirkomulag hefur haldið öryrkjum og hluta aldraðra í fátækt.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍÞað er óásættanlegt að lífeyrisþegar sitji alltaf eftir, aftast í goggunarröðinni, og þurfi eilíft að bíða eftir kjarabótum. Núverandi forsætisráðherra lýsti því eitt sinn eftirminnilega yfir á Alþingi að „stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu“. Og við tökum undir þau orð. Það er óþolandi að í svo ríku samfélagi sé fólki haldið í fátækt af þeirri einu ástæðu að ekki er hægt að „nýta“ það til vinnu. Samstarf ÖBÍ við verkalýðshreyfinguna hefur verið gott og það heldur áfram. Verkalýðshreyfingin hefur ekki umboð til samninga fyrir öryrkja, en forsvarsmenn beggja hópa tala saman og vinna saman. Þar má nefna sem dæmi afstöðu til starfsgetumatsins, en á síðasta þingi ASÍ tók Alþýðusambandið undir með ÖBÍ um að leggjast gegn starfsgetumati, sem er mikilvæg pólitísk stefnubreyting hjá verkalýðshreyfingunni. Við spyrjum: Ættu örorkulífeyrisþegar og sömuleiðis ellilífeyrisþegar ekki að eiga sæti við samningaborðið? Ljóst er að þessir hópar eiga fullan rétt á því að lifa mannsæmandi lífi, eins og annað fólk. Þau sem tilheyra þessum hópum hafa velflest verið í verkalýðsfélögum ýmist allan eða stóran hluta starfsævinnar. Það er í öllu falli fullreynt að sýna traust til stjórnvalda. Það gengur ekki lengur að þau skammti sumum hópum úr hnefa eins og hingað til og taki þátt í að viðhalda grimmu og mannfjandsamlegu kerfi. Þetta er sanngjörn krafa tugþúsunda kvenna og karla. Næst á dagskrá hlýtur að vera Lífskjarasamningur númer tvö. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sólveig Anna Jónsdóttir Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins, Eflingar – stéttarfélags og VR hittust þann 9. apríl, í vikunni eftir að skrifað var undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Ríkið lagði eitt og annað til í púkkið í tengslum við samninginn og kynnti tillögur sínar undir yfirskriftinni „Lífskjarasamningurinn“. Það er gleðilegt að ríkið teygði sig lengra í tengslum við kjaraviðræðurnar en fyrri yfirlýsingar gáfu til kynna og sýnir að markviss barátta verkalýðshreyfingarinnar getur skilað miklum árangri. En við hljótum engu að síður að spyrja: Lífskjör hverra er um að ræða? Hver verða næstu skref? Forystufólk ÖBÍ og verkalýðsfélaganna er sammála um að bæta þarf kjör lágtekjufólks verulega. Þetta á ekki aðeins við um launafólk heldur einnig örorkulífeyrisþega og stóran hóp aldraðra. Enda þótt hóparnir þurfi að berjast hatrammri baráttu fyrir betri kjörum, er einn munur á. Launafólk getur samið um sín kjör og fylgt kröfum sínum eftir gagnvart atvinnurekendum, jafnvel með verkfallsaðgerðum. Þetta á ekki við um lífeyrisþega. Þeir eru undir náð og miskunn ríkisstjórnar og Alþingis komnir hverju sinni. Ljóst er að það fyrirkomulag hefur haldið öryrkjum og hluta aldraðra í fátækt.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍÞað er óásættanlegt að lífeyrisþegar sitji alltaf eftir, aftast í goggunarröðinni, og þurfi eilíft að bíða eftir kjarabótum. Núverandi forsætisráðherra lýsti því eitt sinn eftirminnilega yfir á Alþingi að „stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu“. Og við tökum undir þau orð. Það er óþolandi að í svo ríku samfélagi sé fólki haldið í fátækt af þeirri einu ástæðu að ekki er hægt að „nýta“ það til vinnu. Samstarf ÖBÍ við verkalýðshreyfinguna hefur verið gott og það heldur áfram. Verkalýðshreyfingin hefur ekki umboð til samninga fyrir öryrkja, en forsvarsmenn beggja hópa tala saman og vinna saman. Þar má nefna sem dæmi afstöðu til starfsgetumatsins, en á síðasta þingi ASÍ tók Alþýðusambandið undir með ÖBÍ um að leggjast gegn starfsgetumati, sem er mikilvæg pólitísk stefnubreyting hjá verkalýðshreyfingunni. Við spyrjum: Ættu örorkulífeyrisþegar og sömuleiðis ellilífeyrisþegar ekki að eiga sæti við samningaborðið? Ljóst er að þessir hópar eiga fullan rétt á því að lifa mannsæmandi lífi, eins og annað fólk. Þau sem tilheyra þessum hópum hafa velflest verið í verkalýðsfélögum ýmist allan eða stóran hluta starfsævinnar. Það er í öllu falli fullreynt að sýna traust til stjórnvalda. Það gengur ekki lengur að þau skammti sumum hópum úr hnefa eins og hingað til og taki þátt í að viðhalda grimmu og mannfjandsamlegu kerfi. Þetta er sanngjörn krafa tugþúsunda kvenna og karla. Næst á dagskrá hlýtur að vera Lífskjarasamningur númer tvö.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar