Engir liggja undir grun eftir árás í Elliðaárdal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. apríl 2019 06:45 Rafstöðvarvegur í Elliðaárdal er mjög vinsæll meðal útvistarfólks. Fréttablaðið/heiða „Það er verið að skoða hvort þarna eru myndavélar og hvort finnast vitni,“ segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð 4 á Vínlandsleið, um árás í Elliðaárdal í fyrrakvöld. Árásin var gerð um klukkan hálf ellefu á Rafstöðvarvegi sem liggur austan Elliðaáa og upp undir Höfðabakkabrú. Er það vinsæll vettvangur útivistarfólks af öllu tagi. Valgarður segir þann sem tilkynnti árásina vera ungan karlmann en gefur ekki upp nánari deili á honum. Maðurinn hafi sagt við fyrstu skýrslutöku að árásarmennirnir hafi verið fleiri en einn en ekki sé ljóst hversu margir þeir kunni að hafa verið. „Það er algerlega óvíst. Hann talaði um að menn hefðu ráðist að sér,“ segir aðalvarðstjórinn. Fram kom í tilkynningu að maðurinn hefði verið var sleginn í höfuðið og veittir áverkar. Sjálfur hefði hann talið árásina vera ránstilraun. „Hann var ekki alvarlega slasaður en fór í skoðun á slysadeildinni og var svo útskrifaður þaðan. Hann hefur lent í einhverju en það er spurning um hvað nákvæmlega gerðist,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það eru einhverjir endar ennþá sem við höfum ekki alveg náð að botna í. Málið er óljóst og er enn til skoðunar í rannsóknardeildinni hjá okkur.“ Þannig segir Valgarður engan liggja undir grun í málinu að svo stöddu. Sá sem ráðist var á hafi ekki þekkt til árásarmannanna. Hann hafi heldur ekki getað veitt lögreglu gagnlegar vísbendingar um hverjir þeir voru. „Hann lýsir því bara þannig að hann sé þarna að hlaupa þegar ráðist var á hann fyrirvaralaust, einhverjir ókunnugir aðilar. Þeir láta sig svo bara hverfa og það er ekki vitað neitt meir. Hann gerir sér sjálfur ekki alveg grein fyrir því hvað gerðist,“ útskýrir Valgarður. Aðspurður segir Valgarður ekki dæmi um að menn hafi áður veist að fólki sem stundar útivist í Elliðaárdal. „Nei, nei. Það eru engin nýleg dæmi um það hjá okkur,“ svarar hann. Um einstakt tilfelli sé að ræða. Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Það er alveg ástæðulaust.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
„Það er verið að skoða hvort þarna eru myndavélar og hvort finnast vitni,“ segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð 4 á Vínlandsleið, um árás í Elliðaárdal í fyrrakvöld. Árásin var gerð um klukkan hálf ellefu á Rafstöðvarvegi sem liggur austan Elliðaáa og upp undir Höfðabakkabrú. Er það vinsæll vettvangur útivistarfólks af öllu tagi. Valgarður segir þann sem tilkynnti árásina vera ungan karlmann en gefur ekki upp nánari deili á honum. Maðurinn hafi sagt við fyrstu skýrslutöku að árásarmennirnir hafi verið fleiri en einn en ekki sé ljóst hversu margir þeir kunni að hafa verið. „Það er algerlega óvíst. Hann talaði um að menn hefðu ráðist að sér,“ segir aðalvarðstjórinn. Fram kom í tilkynningu að maðurinn hefði verið var sleginn í höfuðið og veittir áverkar. Sjálfur hefði hann talið árásina vera ránstilraun. „Hann var ekki alvarlega slasaður en fór í skoðun á slysadeildinni og var svo útskrifaður þaðan. Hann hefur lent í einhverju en það er spurning um hvað nákvæmlega gerðist,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það eru einhverjir endar ennþá sem við höfum ekki alveg náð að botna í. Málið er óljóst og er enn til skoðunar í rannsóknardeildinni hjá okkur.“ Þannig segir Valgarður engan liggja undir grun í málinu að svo stöddu. Sá sem ráðist var á hafi ekki þekkt til árásarmannanna. Hann hafi heldur ekki getað veitt lögreglu gagnlegar vísbendingar um hverjir þeir voru. „Hann lýsir því bara þannig að hann sé þarna að hlaupa þegar ráðist var á hann fyrirvaralaust, einhverjir ókunnugir aðilar. Þeir láta sig svo bara hverfa og það er ekki vitað neitt meir. Hann gerir sér sjálfur ekki alveg grein fyrir því hvað gerðist,“ útskýrir Valgarður. Aðspurður segir Valgarður ekki dæmi um að menn hafi áður veist að fólki sem stundar útivist í Elliðaárdal. „Nei, nei. Það eru engin nýleg dæmi um það hjá okkur,“ svarar hann. Um einstakt tilfelli sé að ræða. Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Það er alveg ástæðulaust.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13