Gera tillögur að reglum um húsleitir á lögmannsstofum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. apríl 2019 06:00 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Vísir/GVA „Þetta er bæði fátítt og vandmeðfarið,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari um lögmenn sem fá réttarstöðu sakbornings í sakamálum sem þeir hafa aðkomu að sem verjendur. Fjórir verjendur hafa fengið slíka réttarstöðu á síðustu fimm árum, samkvæmt svari ríkissaksóknara við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þeir sem hafa ákæruvald á hendi eru mjög meðvitaðir um að fara þurfi varlega í þessum efnum vegna þeirrar stöðu sem lögmenn eru í sem verjendur. Þeir gegna ákveðnu hlutverki í refsivörslukerfinu,“ segir Ólafur og vísar til áherslu lögmannanna sjálfra á að þeir séu ekki samsamaðir skjólstæðingum sínum og þeim sé gert kleift að rækja þann starfa sem þeim er jafnvel gert skylt að taka að sér. Ólafur hefur sjálfur verið með mál þar sem verjandi fékk stöðu sakbornings. Aðspurður segist hann þó ekki muna til þess að verjandi í máli hafi verið ákærður. Ólafur bendir á að skilgreining á réttarstöðu sakbornings hafi verið víkkuð töluvert út með nýjum lögum um meðferð sakamála árið 2008. Berglind Svavarsdóttir.Sakaður maður nýtur réttinda umfram aðra sem kvaddir eru til vegna sakamálarannsókna til dæmis til skýrslugjafar. Vegna réttar sakaðs manns til að fella ekki sök á sjálfan sig er sú leið farin að veita viðkomandi réttarstöðu sakbornings og tryggja honum þar með víðtækari réttarvernd. Í málum þar sem grunur hefur fallið á verjendur hafa því fylgt íþyngjandi rannsóknaraðgerðir. Lögmannafélagið vinnur nú að tillögum að reglum um húsleitir á lögmannsstofum sem fela meðal annars í sér að virða þurfi rétt og skyldu lögmanna til trúnaðar við viðskiptamenn sína. Vegna mála sem upp hafa komið á undanförnum árum hafa margir lögmenn gagnrýnt víðtæka dómsúrskurði um húsleitir á lögmannsstofum enda geti haldlagning á gögnum lögmanna stefnt trúnaðarsambandi þeirra við umbjóðendur sína í mikla hættu. Dæmi eru um að öll rafræn gögn lögmanna hafi verið afrituð og haldlögð í kjölfar húsleitar þótt ljóst sé að megnið af þeim hafi enga þýðingu við rannsókn viðkomandi máls. Sími lögmanns og gögn haldlögð af lögreglu Þorgilsi Þorgilssyni var veitt réttarstaða sakbornings í bitcoin-málinu svokallaða, vegna gruns um að hann hefði veitt skjólstæðingi sínum aðstoð við flótta úr fangelsi. Þorgils var kallaður til skýrslutöku og beðinn að gera grein fyrir samskiptum þeirra. Þá var sími hans haldlagður og hafður í vörslu lögreglu í heila viku. Vegna þessa meðal annars fóru verjendur þriggja ákærðu í gagnaversmálinu fram á frávísun málsins. Í greinargerð þeirra var vísað til lagaákvæða sem banna að hald sé lagt á muni sem hafi að geyma upplýsingar um það sem sakborningi og verjanda hans hefur farið á milli. Vísað var til aðgerðaskrár síma Þorgils sem sýndi að á þeim tíma sem lögreglan hafði símann í sinni vörslu var kveikt á símanum og lögregla því virst hafa reynt að afla gagna úr honum án heimildarSteinbergur Finnbogason lögmaðurVerjandi settur í gæslu og öll gögn haldlögð Steinbergur Finnbogason var handtekinn við komu í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum í febrúar 2016, grunaður um aðild að umfangsmiklu peningaþvætti. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var sleppt þremur dögum síðar. Í kjölfar handtökunnar var gerð húsleit á lögmannsstofu og heimili Steinbergs og mikið magn skjala afrituð og haldlögð. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um eyðingu umræddra gagna er vísað til trúnaðarskyldu lögmanna við skjólstæðinga sína sem eins af „mikilvægustu þáttum réttarríkisins og horfir til réttaröryggis borgaranna. Hún skírskotar þannig ekki einungis til hagsmuna skjólstæðings lögmanns heldur jafnframt til almannahagsmuna.“ Þessum sjónarmiðum hafi með haldlagningu gagnanna með öllu verið varpað fyrir róða og niðurstaðan sú að hagsmunir sem varða trúnaðarsamband verjanda við skjólstæðing sinn séu mun ríkari en meintir rannsóknarhagsmunir í umræddri lögreglurannsókn Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
„Þetta er bæði fátítt og vandmeðfarið,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari um lögmenn sem fá réttarstöðu sakbornings í sakamálum sem þeir hafa aðkomu að sem verjendur. Fjórir verjendur hafa fengið slíka réttarstöðu á síðustu fimm árum, samkvæmt svari ríkissaksóknara við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þeir sem hafa ákæruvald á hendi eru mjög meðvitaðir um að fara þurfi varlega í þessum efnum vegna þeirrar stöðu sem lögmenn eru í sem verjendur. Þeir gegna ákveðnu hlutverki í refsivörslukerfinu,“ segir Ólafur og vísar til áherslu lögmannanna sjálfra á að þeir séu ekki samsamaðir skjólstæðingum sínum og þeim sé gert kleift að rækja þann starfa sem þeim er jafnvel gert skylt að taka að sér. Ólafur hefur sjálfur verið með mál þar sem verjandi fékk stöðu sakbornings. Aðspurður segist hann þó ekki muna til þess að verjandi í máli hafi verið ákærður. Ólafur bendir á að skilgreining á réttarstöðu sakbornings hafi verið víkkuð töluvert út með nýjum lögum um meðferð sakamála árið 2008. Berglind Svavarsdóttir.Sakaður maður nýtur réttinda umfram aðra sem kvaddir eru til vegna sakamálarannsókna til dæmis til skýrslugjafar. Vegna réttar sakaðs manns til að fella ekki sök á sjálfan sig er sú leið farin að veita viðkomandi réttarstöðu sakbornings og tryggja honum þar með víðtækari réttarvernd. Í málum þar sem grunur hefur fallið á verjendur hafa því fylgt íþyngjandi rannsóknaraðgerðir. Lögmannafélagið vinnur nú að tillögum að reglum um húsleitir á lögmannsstofum sem fela meðal annars í sér að virða þurfi rétt og skyldu lögmanna til trúnaðar við viðskiptamenn sína. Vegna mála sem upp hafa komið á undanförnum árum hafa margir lögmenn gagnrýnt víðtæka dómsúrskurði um húsleitir á lögmannsstofum enda geti haldlagning á gögnum lögmanna stefnt trúnaðarsambandi þeirra við umbjóðendur sína í mikla hættu. Dæmi eru um að öll rafræn gögn lögmanna hafi verið afrituð og haldlögð í kjölfar húsleitar þótt ljóst sé að megnið af þeim hafi enga þýðingu við rannsókn viðkomandi máls. Sími lögmanns og gögn haldlögð af lögreglu Þorgilsi Þorgilssyni var veitt réttarstaða sakbornings í bitcoin-málinu svokallaða, vegna gruns um að hann hefði veitt skjólstæðingi sínum aðstoð við flótta úr fangelsi. Þorgils var kallaður til skýrslutöku og beðinn að gera grein fyrir samskiptum þeirra. Þá var sími hans haldlagður og hafður í vörslu lögreglu í heila viku. Vegna þessa meðal annars fóru verjendur þriggja ákærðu í gagnaversmálinu fram á frávísun málsins. Í greinargerð þeirra var vísað til lagaákvæða sem banna að hald sé lagt á muni sem hafi að geyma upplýsingar um það sem sakborningi og verjanda hans hefur farið á milli. Vísað var til aðgerðaskrár síma Þorgils sem sýndi að á þeim tíma sem lögreglan hafði símann í sinni vörslu var kveikt á símanum og lögregla því virst hafa reynt að afla gagna úr honum án heimildarSteinbergur Finnbogason lögmaðurVerjandi settur í gæslu og öll gögn haldlögð Steinbergur Finnbogason var handtekinn við komu í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum í febrúar 2016, grunaður um aðild að umfangsmiklu peningaþvætti. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var sleppt þremur dögum síðar. Í kjölfar handtökunnar var gerð húsleit á lögmannsstofu og heimili Steinbergs og mikið magn skjala afrituð og haldlögð. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um eyðingu umræddra gagna er vísað til trúnaðarskyldu lögmanna við skjólstæðinga sína sem eins af „mikilvægustu þáttum réttarríkisins og horfir til réttaröryggis borgaranna. Hún skírskotar þannig ekki einungis til hagsmuna skjólstæðings lögmanns heldur jafnframt til almannahagsmuna.“ Þessum sjónarmiðum hafi með haldlagningu gagnanna með öllu verið varpað fyrir róða og niðurstaðan sú að hagsmunir sem varða trúnaðarsamband verjanda við skjólstæðing sinn séu mun ríkari en meintir rannsóknarhagsmunir í umræddri lögreglurannsókn
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira