Ráðast verði í átak til að sporna gegn „ófremdarástandi“ á sifjadeildinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2019 12:15 Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún hefur áhyggjur af stöðu sifjadeildar hjá Sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Ráðast verður í sérstakt átak til að laga það „ófremdarástand“ sem ríkir á sifjadeild Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mat Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis. Helga Vala lagði fram fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, starfandi dómsmálaráðherra. Hún vildi vita hvað ráðherrann hygðist taka til bragðs til að leysa vandann. Helga Vala var til viðtals í Bítinu í morgun og ræddi alvarleika málsins. Sifjadeildin annast mál sem varða fjölskyldur og fjölskyldutengsl og flokkast í grófum dráttum í hjúskaparrétt, sambúðarrétt og barnarétt eða réttarstöðu barna gagnvart foreldrum. „Þetta ástand hefur nú varað í nokkur ár en staðan er þannig að á sifjadeildinni er svo mikil mannekla að níu málum sem varðar forsjá lögheimili, skilnað, umgengni barna við foreldra hefur ekki verið úthlutað síðan í október þannig að þau bara hrúgast upp málin,“ segir Helga Vala.Tafirnar valdi börnum skaða Hún segir að tafirnar í máli barnanna standist ekki lög. Mál þar sem börn eiga í hlut eigi að sæta flýtimeðferð í kerfinu. „Þegar börn fá ekki að hitta annað foreldri sitt, því stundum er það bara tálmun. Það er í minnihluta tilvika þar sem um er að ræða einhverja raunverulega hættu. Þá hvað? Barnið verður bara fyrir rofi þarna og það er mjög alvarlegt og þetta er skaði sem verður ekkert tekinn til baka.“ Stjórnvöld beri ábyrgð á því að koma ekki illa fram við börn. Aðspurð hvort þetta tengist manneklu segir Helga Vala svo vera. „Já, allavega á þessari deild. Það er bara algjör tappi. Þetta er svo alvarlegt eins og til dæmis þegar um er að ræða umgengni. Auðvitað minna alvarlegt þegar allt er í sátt og samlyndi því þá getur fólk bara látið hlutina ganga eðlilega fyrir sig þó það sé auðvitað mjög vont að vera áfram skráður í hjúskap með einhverjum sem þú villt ekki, bara upp á skattalegu hliðina og eignahliðina og allt þetta.“ Embættið hafi einfaldlega ekki nóg fjármagn. „Ég veit ekki hvort það er af því það er illa skipulagt eða bara af því að verkefnastaðan er svona. Við erum nýbúin að fá stjórnsýsluúttekt frá ríkisendurskoðun á sýslumannsembættunum og það var líka algjör rassskelling fyrir stjórnvöld. Þegar sýslumannsembættin voru sameinuð þá var bara staðið mjög illa að því. Það var illa undirbúið, verkefnastaðan var ekki yfirfarin, það er ekkert verkbókhald þarna inni og það fjármagn sem átti að fylgja verkefnunum, það var svona lítið utanumhald og lítil yfirsýn.“ Starfandi dómsmálaráðherra sagði í gær að stjórnvöld væru að fara yfir stöðu sýslumannsembættanna og vinna væri hafin við að rafvæða þinglýsingar. Helga Vala segir þó að málið snúist ekki bara um hagræðingu. „Það er augljóst að það þarf átak núna og fjölga þarf starfsmönnum í þessu skrímsli sem sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er því þetta er risastórt.“ Alþingi Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ráðast verður í sérstakt átak til að laga það „ófremdarástand“ sem ríkir á sifjadeild Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mat Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis. Helga Vala lagði fram fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, starfandi dómsmálaráðherra. Hún vildi vita hvað ráðherrann hygðist taka til bragðs til að leysa vandann. Helga Vala var til viðtals í Bítinu í morgun og ræddi alvarleika málsins. Sifjadeildin annast mál sem varða fjölskyldur og fjölskyldutengsl og flokkast í grófum dráttum í hjúskaparrétt, sambúðarrétt og barnarétt eða réttarstöðu barna gagnvart foreldrum. „Þetta ástand hefur nú varað í nokkur ár en staðan er þannig að á sifjadeildinni er svo mikil mannekla að níu málum sem varðar forsjá lögheimili, skilnað, umgengni barna við foreldra hefur ekki verið úthlutað síðan í október þannig að þau bara hrúgast upp málin,“ segir Helga Vala.Tafirnar valdi börnum skaða Hún segir að tafirnar í máli barnanna standist ekki lög. Mál þar sem börn eiga í hlut eigi að sæta flýtimeðferð í kerfinu. „Þegar börn fá ekki að hitta annað foreldri sitt, því stundum er það bara tálmun. Það er í minnihluta tilvika þar sem um er að ræða einhverja raunverulega hættu. Þá hvað? Barnið verður bara fyrir rofi þarna og það er mjög alvarlegt og þetta er skaði sem verður ekkert tekinn til baka.“ Stjórnvöld beri ábyrgð á því að koma ekki illa fram við börn. Aðspurð hvort þetta tengist manneklu segir Helga Vala svo vera. „Já, allavega á þessari deild. Það er bara algjör tappi. Þetta er svo alvarlegt eins og til dæmis þegar um er að ræða umgengni. Auðvitað minna alvarlegt þegar allt er í sátt og samlyndi því þá getur fólk bara látið hlutina ganga eðlilega fyrir sig þó það sé auðvitað mjög vont að vera áfram skráður í hjúskap með einhverjum sem þú villt ekki, bara upp á skattalegu hliðina og eignahliðina og allt þetta.“ Embættið hafi einfaldlega ekki nóg fjármagn. „Ég veit ekki hvort það er af því það er illa skipulagt eða bara af því að verkefnastaðan er svona. Við erum nýbúin að fá stjórnsýsluúttekt frá ríkisendurskoðun á sýslumannsembættunum og það var líka algjör rassskelling fyrir stjórnvöld. Þegar sýslumannsembættin voru sameinuð þá var bara staðið mjög illa að því. Það var illa undirbúið, verkefnastaðan var ekki yfirfarin, það er ekkert verkbókhald þarna inni og það fjármagn sem átti að fylgja verkefnunum, það var svona lítið utanumhald og lítil yfirsýn.“ Starfandi dómsmálaráðherra sagði í gær að stjórnvöld væru að fara yfir stöðu sýslumannsembættanna og vinna væri hafin við að rafvæða þinglýsingar. Helga Vala segir þó að málið snúist ekki bara um hagræðingu. „Það er augljóst að það þarf átak núna og fjölga þarf starfsmönnum í þessu skrímsli sem sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er því þetta er risastórt.“
Alþingi Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira