Löng og erfið fæðing karlapillunnar Gunnþórunn Jónsdóttir og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. maí 2019 08:15 Á allra síðustu mánuðum hafa stór skref verið tekin í átt að tilraunum með getnaðarvarnapillu fyrir karla. vísir/getty Getnaðarvarnir ætlaðar körlum eru fáar og tiltölulega lítið notaðar í samanburði við varnir ætlaðar eingöngu konum. Það sem körlum stendur til boða þegar getnaðarvarnir eru annars vegar eru smokkar, ófrjósemisaðgerðir, eða það að neita sér um kynlíf. Í yfirlitsgrein sinni í læknariti þvagfæralækninga í Norður-Ameríku um getnaðarvarnir karla benda læknarnir Paul Kogan og Moshe Wald á að notkun smokka og framkvæmd ófrjósemisaðgerða hjá körlum er aðeins um 8,9 prósent af heildarnotkun getnaðarvarna í heiminum. Engum dylst að brýn þörf er á að róa á ný mið í getnaðarvarnamálum, bæði til þess að stuðla að áframhaldandi nýsköpun á þessu mikilvæga sviði heilbrigðisvísindanna en einnig til þess að viðhalda þeirri nauðsynlegu stöðu að besta möguleg heilbrigðisþjónusta sé í boði hverju sinni, og að sú þjónusta henti sem flestum. Að auki eru á bilinu 80 til 90 milljónir fæðinga sem eiga sér stað árlega sem ekki voru afrakstur meðvitaðrar ákvörðunar pars eða einstaklings um barneignir. Af þessum sökum hafa vísindamenn víða um heim leitað leiða á undanförnum áratugum til að gera getnaðarvarnir öruggari, aðgengilegri og þægilegri í notkun. Þetta mikla verkefni tekur meðal annars til þróunar hormónagetnaðarvarna fyrir karlmenn. Slíkar hugmyndir vöknuðu fyrst á fjórða áratug síðustu aldar og hafa síðan árið 1960, eða um það leyti sem getnaðarvarnapillan kom á markað, verið rannsakaðar af miklum móð. Mikill árangur hefur náðst, en enn er langt í land með að koma slíkri getnaðarvörn á markað. Pilla fyrir karla Tilgátan sem býr að baki þessum rannsóknum byggir á að ná fram sambærilegri virkni og með notkun getnaðarvarnapillunnar hjá konum sem inniheldur kvenhormónin estrógen og prógesterón. Í tilfelli karla er horft til þess líffræðilega kerfis sem hefur áhrif á og stýrir sæðisframleiðslu, og hvernig lyf eða pilla sem inniheldur testósterón, eða blöndu af karlhormóninu andrógeni og prógesteróni, getur haft áhrif á það. Þetta kerfi tekur til þriggja líffæra; undirstúku milliheilans sem tengir saman ánægju- eða óánægjuskilaboð frá taugum og skynfærum; heiladingulsins sem gengur niður úr undirstúkunni og stýrir framleiðslu ýmissa hormóna, þar á meðal hormóna sem nauðsynleg eru æxlunarfærum mannsins; og kynkirtilsins sem framleiðir sáðfrumur og staðsettur er í eistum karlmanna. Hormónagetnaðarvarnir fyrir karla felast í því að hamla sæðismyndun svo að hún verði minni en ein milljón sáðfruma í hverjum millilítra sem myndast við sáðfall. Undir venjulegum kringumstæðum, og hjá flestum karlmönnum, eru á bilinu 15 til 150 milljón sáðfrumur í sama magni af sæði. Sæði sem inniheldur engar sáðfrumur, eða geldsæði, er hið endanlega markmið þeirra sem standa í þróun getnaðarvarnapillu fyrir karla. Það markmið hefur ekki náðst hingað til. Í öllum þeim rannsóknum þar sem þessari nálgun er beitt hefur fjöldi sáðfruma í sæði minnkað töluvert, og oft undir 15 milljón frumna í millilítra. Ein milljón sáðfrumna í millilítra minnkar líkurnar á getnaði þannig að þær verða undir einu prósenti á ári. Þetta þykir viðunandi markmið í þeim rannsóknum sem nú eru stundaðar á hormónagetnaðarvörnum fyrir karla. Þær virka, oftast Tilraunir síðustu ára með getnaðarvarnapillu fyrir karla, sem byggja á og framkvæmdar hafa verið út frá fyrrgreindum aðferðum og markmiðum, hafa ótvírætt sýnt fram á að mögulegt er að hamla verulega sæðismyndun karla með þessum hætti. Hins vegar eru ýmis ljón á vegi framfara á þessu sviði. Ásættanleg fækkun sáðfruma næst ekki hjá öllum körlum og svo virðist sem uppruni karla skipti máli. Þannig hafa tilraunir með hormónagetnaðarvarnir hjá körlum sem eru af asísku bergi brotnir borið árangur í 90 til 100 prósent tilfella en aðeins í 60 til 80 prósent tilfella hjá körlum af evrópskum uppruna. Ekki er vitað hvað veldur þessu. Að auki þarf að líða dágóður tími frá því að meðferð með hormónagetnaðarvörn hefst og þangað til að hún hefur náð tilætluðum árangri, eða þrír til fjórir mánuðir. Það tekur síðan þrjá til sex mánuði fyrir sæðismyndun að ná fyrri stigum eftir að meðferð er hætt. Sem áður segir hafa fjölmargar tilraunir ver ið gerða r með hormónagetnaðarvarnir fyrir karlmenn. Af þeim hafa tvær verið gerðar á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Í báðum rannsóknum, sem saman tóku til tæplega eitt þúsund karla, voru þátttakendur sprautaðir vikulega með 200 milligrömmum af lyfinu testósterón enanthate (betur þekkt sem Delatestryl). Í fyrri rannsókninni minnkaði sæðismyndun hjá 60 prósentum þátttakenda verulega, eða þannig að um geldsæði var að ræða. Í seinni rannsókninni, sem skipuð var asískum sjálfboðaliðum, náðist sami eða sambærilegur árangur hjá 98 prósentum. Vafasamar aukaverkanir Rannsóknir WHO og fleiri sambærilegar rannsóknir hafa sýnt fram á fýsileika þess að beita hormónameðferð til að hamla myndun sáðfruma. Í þessum rannsóknum er þó að finna tilfelli þar sem ekki tekst að hamla sæðismyndun svo að öruggt sé að getnaður eigi sér ekki stað. Í rannsóknum WHO var jafnframt tiltölulega stór hluti þátttakenda sem sagði vikulegar sprautur vera kvöð. Þá voru nokkrir sem upplifðu minniháttar aukaverkanir, þar á meðal hafði meðferðin þau áhrif hjá nokkrum að minna var af HDL-kólesteróli í blóði sem getur aukið líkur á æðakölkun. Aðrar þekktar aukaverkanir, sem oft á tíðum fylgja getnaðarvarnapillunni, eins og breytingar á kynhvöt, höfuðverkur og skapsveiflur, hafa ekki verið rannsakaðar nægilega svo hægt sé að draga ályktanir um algengi þeirra. Á allra síðustu mánuðum hafa stór skref verið tekin í átt að tilraunum með getnaðarvarnapillu fyrir karla. Vísindamenn við Líflæknisfræðistofnunina í Los Angeles í Bandaríkjunum (LA BioMed) og Háskólann í Kaliforníu eru um þessar mundir með tvö lyf á tilraunastigi 2 þar sem virkni og aukaverkanir eru kannaðar. Lyfin innihalda hormónin andrógen og prógesterón. Niðurstöður fyrri tilrauna gefa til kynna að lyfið dragi úr sæðismyndun án alvarlegra aukaverkana, þó svo að sumir karlar hafi upplifað þreytu og fengið höfuðverk. Kynhvöt örfárra minnkaði. „Niðurstöður okkar gefa til kynna að þetta lyf, sem byggir á tveimur hormónaferlum, hamli framleiðslu sæðis án þess að hafa almennt áhrif á kynhvöt,“ segir Christina Wang, læknir og rannsakandi hjá LA BioMEd. Hún segir að nú taki við stærri og lengri rannsóknir á virkni og öryggi lyfjanna. „Öruggar hormónagetnaðarvarnir fyrir karla, sem hægt er að snúa við, verða að líkindum fáanlegar innan 10 ára,“ segir Wang. Er körlum treystandi? En er eftirspurn eftir slíkri getnaðarvörn? Fáar ítarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á viðhorfi karla til þess að nota getnaðarvarnapillu. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á undanförnum árum gefa þó til kynna að í mörgum löndum sé áhugi fyrir því að karlar fái frekari tækifæri til að axla ábyrgð í þessum efnum. Könnun á þessu viðhorfi meðal karla í Edinborg, Sjanghaí, Hong Kong og Höfðaborg leiddi í ljós að 44 til 83 prósent karla höfðu áhuga á að nota hormónagetnaðarvörn. Árið 2009 voru tvö þúsund konur, í sömu borgum, spurðar út í það hvort að þær treystu maka sínum til að nota slíka getnaðarvörn. Mikill meirihluti þessara kvenna, eða 65 prósent, sagði að konur þyrftu almennt að axla of mikla ábyrgð á notkun getnaðarvarna. Á bilinu 70 til 90 prósent þeirra töldu að það væri mikilvægt að körlum standi hormónagetnaðarvörn til boða. Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Kynlíf Vísindi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Getnaðarvarnir ætlaðar körlum eru fáar og tiltölulega lítið notaðar í samanburði við varnir ætlaðar eingöngu konum. Það sem körlum stendur til boða þegar getnaðarvarnir eru annars vegar eru smokkar, ófrjósemisaðgerðir, eða það að neita sér um kynlíf. Í yfirlitsgrein sinni í læknariti þvagfæralækninga í Norður-Ameríku um getnaðarvarnir karla benda læknarnir Paul Kogan og Moshe Wald á að notkun smokka og framkvæmd ófrjósemisaðgerða hjá körlum er aðeins um 8,9 prósent af heildarnotkun getnaðarvarna í heiminum. Engum dylst að brýn þörf er á að róa á ný mið í getnaðarvarnamálum, bæði til þess að stuðla að áframhaldandi nýsköpun á þessu mikilvæga sviði heilbrigðisvísindanna en einnig til þess að viðhalda þeirri nauðsynlegu stöðu að besta möguleg heilbrigðisþjónusta sé í boði hverju sinni, og að sú þjónusta henti sem flestum. Að auki eru á bilinu 80 til 90 milljónir fæðinga sem eiga sér stað árlega sem ekki voru afrakstur meðvitaðrar ákvörðunar pars eða einstaklings um barneignir. Af þessum sökum hafa vísindamenn víða um heim leitað leiða á undanförnum áratugum til að gera getnaðarvarnir öruggari, aðgengilegri og þægilegri í notkun. Þetta mikla verkefni tekur meðal annars til þróunar hormónagetnaðarvarna fyrir karlmenn. Slíkar hugmyndir vöknuðu fyrst á fjórða áratug síðustu aldar og hafa síðan árið 1960, eða um það leyti sem getnaðarvarnapillan kom á markað, verið rannsakaðar af miklum móð. Mikill árangur hefur náðst, en enn er langt í land með að koma slíkri getnaðarvörn á markað. Pilla fyrir karla Tilgátan sem býr að baki þessum rannsóknum byggir á að ná fram sambærilegri virkni og með notkun getnaðarvarnapillunnar hjá konum sem inniheldur kvenhormónin estrógen og prógesterón. Í tilfelli karla er horft til þess líffræðilega kerfis sem hefur áhrif á og stýrir sæðisframleiðslu, og hvernig lyf eða pilla sem inniheldur testósterón, eða blöndu af karlhormóninu andrógeni og prógesteróni, getur haft áhrif á það. Þetta kerfi tekur til þriggja líffæra; undirstúku milliheilans sem tengir saman ánægju- eða óánægjuskilaboð frá taugum og skynfærum; heiladingulsins sem gengur niður úr undirstúkunni og stýrir framleiðslu ýmissa hormóna, þar á meðal hormóna sem nauðsynleg eru æxlunarfærum mannsins; og kynkirtilsins sem framleiðir sáðfrumur og staðsettur er í eistum karlmanna. Hormónagetnaðarvarnir fyrir karla felast í því að hamla sæðismyndun svo að hún verði minni en ein milljón sáðfruma í hverjum millilítra sem myndast við sáðfall. Undir venjulegum kringumstæðum, og hjá flestum karlmönnum, eru á bilinu 15 til 150 milljón sáðfrumur í sama magni af sæði. Sæði sem inniheldur engar sáðfrumur, eða geldsæði, er hið endanlega markmið þeirra sem standa í þróun getnaðarvarnapillu fyrir karla. Það markmið hefur ekki náðst hingað til. Í öllum þeim rannsóknum þar sem þessari nálgun er beitt hefur fjöldi sáðfruma í sæði minnkað töluvert, og oft undir 15 milljón frumna í millilítra. Ein milljón sáðfrumna í millilítra minnkar líkurnar á getnaði þannig að þær verða undir einu prósenti á ári. Þetta þykir viðunandi markmið í þeim rannsóknum sem nú eru stundaðar á hormónagetnaðarvörnum fyrir karla. Þær virka, oftast Tilraunir síðustu ára með getnaðarvarnapillu fyrir karla, sem byggja á og framkvæmdar hafa verið út frá fyrrgreindum aðferðum og markmiðum, hafa ótvírætt sýnt fram á að mögulegt er að hamla verulega sæðismyndun karla með þessum hætti. Hins vegar eru ýmis ljón á vegi framfara á þessu sviði. Ásættanleg fækkun sáðfruma næst ekki hjá öllum körlum og svo virðist sem uppruni karla skipti máli. Þannig hafa tilraunir með hormónagetnaðarvarnir hjá körlum sem eru af asísku bergi brotnir borið árangur í 90 til 100 prósent tilfella en aðeins í 60 til 80 prósent tilfella hjá körlum af evrópskum uppruna. Ekki er vitað hvað veldur þessu. Að auki þarf að líða dágóður tími frá því að meðferð með hormónagetnaðarvörn hefst og þangað til að hún hefur náð tilætluðum árangri, eða þrír til fjórir mánuðir. Það tekur síðan þrjá til sex mánuði fyrir sæðismyndun að ná fyrri stigum eftir að meðferð er hætt. Sem áður segir hafa fjölmargar tilraunir ver ið gerða r með hormónagetnaðarvarnir fyrir karlmenn. Af þeim hafa tvær verið gerðar á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Í báðum rannsóknum, sem saman tóku til tæplega eitt þúsund karla, voru þátttakendur sprautaðir vikulega með 200 milligrömmum af lyfinu testósterón enanthate (betur þekkt sem Delatestryl). Í fyrri rannsókninni minnkaði sæðismyndun hjá 60 prósentum þátttakenda verulega, eða þannig að um geldsæði var að ræða. Í seinni rannsókninni, sem skipuð var asískum sjálfboðaliðum, náðist sami eða sambærilegur árangur hjá 98 prósentum. Vafasamar aukaverkanir Rannsóknir WHO og fleiri sambærilegar rannsóknir hafa sýnt fram á fýsileika þess að beita hormónameðferð til að hamla myndun sáðfruma. Í þessum rannsóknum er þó að finna tilfelli þar sem ekki tekst að hamla sæðismyndun svo að öruggt sé að getnaður eigi sér ekki stað. Í rannsóknum WHO var jafnframt tiltölulega stór hluti þátttakenda sem sagði vikulegar sprautur vera kvöð. Þá voru nokkrir sem upplifðu minniháttar aukaverkanir, þar á meðal hafði meðferðin þau áhrif hjá nokkrum að minna var af HDL-kólesteróli í blóði sem getur aukið líkur á æðakölkun. Aðrar þekktar aukaverkanir, sem oft á tíðum fylgja getnaðarvarnapillunni, eins og breytingar á kynhvöt, höfuðverkur og skapsveiflur, hafa ekki verið rannsakaðar nægilega svo hægt sé að draga ályktanir um algengi þeirra. Á allra síðustu mánuðum hafa stór skref verið tekin í átt að tilraunum með getnaðarvarnapillu fyrir karla. Vísindamenn við Líflæknisfræðistofnunina í Los Angeles í Bandaríkjunum (LA BioMed) og Háskólann í Kaliforníu eru um þessar mundir með tvö lyf á tilraunastigi 2 þar sem virkni og aukaverkanir eru kannaðar. Lyfin innihalda hormónin andrógen og prógesterón. Niðurstöður fyrri tilrauna gefa til kynna að lyfið dragi úr sæðismyndun án alvarlegra aukaverkana, þó svo að sumir karlar hafi upplifað þreytu og fengið höfuðverk. Kynhvöt örfárra minnkaði. „Niðurstöður okkar gefa til kynna að þetta lyf, sem byggir á tveimur hormónaferlum, hamli framleiðslu sæðis án þess að hafa almennt áhrif á kynhvöt,“ segir Christina Wang, læknir og rannsakandi hjá LA BioMEd. Hún segir að nú taki við stærri og lengri rannsóknir á virkni og öryggi lyfjanna. „Öruggar hormónagetnaðarvarnir fyrir karla, sem hægt er að snúa við, verða að líkindum fáanlegar innan 10 ára,“ segir Wang. Er körlum treystandi? En er eftirspurn eftir slíkri getnaðarvörn? Fáar ítarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á viðhorfi karla til þess að nota getnaðarvarnapillu. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á undanförnum árum gefa þó til kynna að í mörgum löndum sé áhugi fyrir því að karlar fái frekari tækifæri til að axla ábyrgð í þessum efnum. Könnun á þessu viðhorfi meðal karla í Edinborg, Sjanghaí, Hong Kong og Höfðaborg leiddi í ljós að 44 til 83 prósent karla höfðu áhuga á að nota hormónagetnaðarvörn. Árið 2009 voru tvö þúsund konur, í sömu borgum, spurðar út í það hvort að þær treystu maka sínum til að nota slíka getnaðarvörn. Mikill meirihluti þessara kvenna, eða 65 prósent, sagði að konur þyrftu almennt að axla of mikla ábyrgð á notkun getnaðarvarna. Á bilinu 70 til 90 prósent þeirra töldu að það væri mikilvægt að körlum standi hormónagetnaðarvörn til boða.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Kynlíf Vísindi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira