Loðnubrestur í ferðaþjónustunni Sigrún Hjartardóttir skrifar 8. maí 2019 12:50 Ferðaþjónustan hefur fest sig rækilega í sessi sem undirstöðuútflutningsgrein. Engum dylst mikilvægi hennar í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar og um þriðjungur allra nýrra starfa í landinu frá árinu 2011 hefur orðið til í ferðaþjónustu. En eftir ævintýralegan vöxt undanfarin ár er næsta víst að samdráttur verður í komu erlendra ferðamanna til landsins árið 2019. Enda þótt öllum mætti vera ljóst að 25-30% árlegur vöxtur gæti ekki gengið til eilífðar og þrátt fyrir að lendingin sé e.t.v. harkalegri en á væri kosið, má þó greina þær raddir sem vilja meina að algjört svartnætti blasi við ferðaþjónustunni. En er það raunverulega svo? Getur ekki verið að það sé gott fyrir greinina að fá þetta tækifæri til að staldra við, rýna í þróun undanfarinna ára og draga af henni lærdóm? Hvað var vel gert og hvað mætti betur fara? Það er eðlilegur hluti líftímakúrfu hverrar greinar og raunar hvers fyrirtækis að fara í gegnum þrengingar sem vissulega geta fylgt sársaukafullar aðgerðir en skila, ef vel tekst til, hagkvæmari og sterkari rekstri byggðum á raunhæfum áætlunum og sterkum stoðum. Það þýðir ekki að öll sund séu lokuð. Hinn raunverulegir loðnubrestur sem útgerðin varð fyrir í byrjun árs olli miklum búsifjum fyrir greinina og ekki síst ýmis smærri bæjarfélög sem reiða sig á þær tekjur og atvinnu sem loðnuvertíðinni fylgir. Það er samt engin að tala um að nú þurfi sjávarútvegurinn að pakka saman. Ballið sé búið. Það er vegna þess að grein sem ætlar að vera til í langan tíma veit að eitt ár skiptir ekki höfuðmáli þegar horft er til næstu 50 eða 100 áranna. Markmiðið hlýtur að vera búa svo um hnútana að greinin geti tekið á sig „loðnubrestinn“ þegar hann dynur yfir. Því það mun alltaf gerast, hvaða nafni sem það nefnist hverju sinni, eldgos, farsóttir, hamfarir eða gjaldþrot tiltölulega lítils flugfélags.Höfundur er verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur fest sig rækilega í sessi sem undirstöðuútflutningsgrein. Engum dylst mikilvægi hennar í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar og um þriðjungur allra nýrra starfa í landinu frá árinu 2011 hefur orðið til í ferðaþjónustu. En eftir ævintýralegan vöxt undanfarin ár er næsta víst að samdráttur verður í komu erlendra ferðamanna til landsins árið 2019. Enda þótt öllum mætti vera ljóst að 25-30% árlegur vöxtur gæti ekki gengið til eilífðar og þrátt fyrir að lendingin sé e.t.v. harkalegri en á væri kosið, má þó greina þær raddir sem vilja meina að algjört svartnætti blasi við ferðaþjónustunni. En er það raunverulega svo? Getur ekki verið að það sé gott fyrir greinina að fá þetta tækifæri til að staldra við, rýna í þróun undanfarinna ára og draga af henni lærdóm? Hvað var vel gert og hvað mætti betur fara? Það er eðlilegur hluti líftímakúrfu hverrar greinar og raunar hvers fyrirtækis að fara í gegnum þrengingar sem vissulega geta fylgt sársaukafullar aðgerðir en skila, ef vel tekst til, hagkvæmari og sterkari rekstri byggðum á raunhæfum áætlunum og sterkum stoðum. Það þýðir ekki að öll sund séu lokuð. Hinn raunverulegir loðnubrestur sem útgerðin varð fyrir í byrjun árs olli miklum búsifjum fyrir greinina og ekki síst ýmis smærri bæjarfélög sem reiða sig á þær tekjur og atvinnu sem loðnuvertíðinni fylgir. Það er samt engin að tala um að nú þurfi sjávarútvegurinn að pakka saman. Ballið sé búið. Það er vegna þess að grein sem ætlar að vera til í langan tíma veit að eitt ár skiptir ekki höfuðmáli þegar horft er til næstu 50 eða 100 áranna. Markmiðið hlýtur að vera búa svo um hnútana að greinin geti tekið á sig „loðnubrestinn“ þegar hann dynur yfir. Því það mun alltaf gerast, hvaða nafni sem það nefnist hverju sinni, eldgos, farsóttir, hamfarir eða gjaldþrot tiltölulega lítils flugfélags.Höfundur er verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar