Marvel slær öll met Björn Berg Gunnarsson skrifar 1. maí 2019 09:30 Eins og milljarðamæringurinn sérvitri Tony Stark sagði eitt sinn skiptir ekki máli hversu ríkur þú ert, þú getur ekki keypt þér tíma. Vinnuveitendur Starks hjá Disney vita þó að við erum mörg tilbúin að verja sparifénu okkar í að dvelja í nokkrar klukkustundir í hinum ýmsu heimum sem finna má í kvikmyndum og þáttum fjölmiðlaveldisins, til dæmis að verja þremur klukkustundum á nýju Avengers-myndinni. Tekjur af miðasölu Avengers: Endgame námu um 1,2 milljörðum dollara um frumsýningarhelgina og er um að ræða langstærstu opnunarhelgi kvikmyndasögunnar. Hetjur og skúrka myndarinnar eignaðist Disney með fjögurra milljarða dollara kaupunum á Marvel- myndasöguútgefandanum áramótin 2009-2010 en einhvern tíma til viðbótar tók þó Disney að hefja framleiðslu kvikmynda þar sem áður hafði verið samið við samkeppnisaðila þeirra um umsjón með hinum ýmsu vörumerkjum og persónum. Frá gerð fyrstu Avengers-kvikmyndarinnar árið 2012 hefur Disney nú sent frá sér 16 myndir sem byggja á persónum Marvel. Framleiðslukostnaður þeirra nemur um 3,3 milljörðum dollara en miðasala hefur skilað 16,7 milljörðum í tekjur. Það er snúið að áætla hagnað hverrar myndar fyrir sig, enda taka bíóhúsin sinn skerf af miðasölu og við framleiðslukostnað bætist til dæmis dreifingar- og markaðskostnaður. Við vitum þó að á liðnu ári nam hagnaður Disney af framleiðslu tíu kvikmynda þremur milljörðum dollara og gerðust þrjár þeirra í ævintýraheimi Marvel. Þegar litið er sérstaklega á miðasölutekjur og framleiðslukostnað þeirra mynda, í samanburði við aðrar Disney-myndir, má áætla að stór hluti hagnaðarins hafi verið vegna Avengers: Infinity War, Black Panther og Ant-Man 2. Hjá Disney hafa forstjórinn Bob Iger og hans fólk áttað sig á verðmæti stórra ævintýramynda. Kaupin á Pixar fyrir 7,4 milljarða dollara árið 2006 og Star Wars á fjóra milljarða 2012 hafa reynst afar arðbær og það efast enginn í dag um að kaupin á Marvel borguðu sig. Undanfarin níu ár hefur það aðeins gerst tvisvar að tekjuhæsta kvikmynd ársins var ekki framleidd af Disney. Með yfirtökunni á kvikmyndaverinu 20th Century Fox sem lauk nú nýverið aukast yfirburðirnir enn frekar og með streymisveitunni Disney +, sem fer í loftið með haustinu, freistar fyrirtækið þess að dreifa sínu eigin efni og halda enn stærri hluta virðiskeðjunnar en áður. Disney rétt smellir fingrum og samkeppnin fuðrar upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Disney Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Eins og milljarðamæringurinn sérvitri Tony Stark sagði eitt sinn skiptir ekki máli hversu ríkur þú ert, þú getur ekki keypt þér tíma. Vinnuveitendur Starks hjá Disney vita þó að við erum mörg tilbúin að verja sparifénu okkar í að dvelja í nokkrar klukkustundir í hinum ýmsu heimum sem finna má í kvikmyndum og þáttum fjölmiðlaveldisins, til dæmis að verja þremur klukkustundum á nýju Avengers-myndinni. Tekjur af miðasölu Avengers: Endgame námu um 1,2 milljörðum dollara um frumsýningarhelgina og er um að ræða langstærstu opnunarhelgi kvikmyndasögunnar. Hetjur og skúrka myndarinnar eignaðist Disney með fjögurra milljarða dollara kaupunum á Marvel- myndasöguútgefandanum áramótin 2009-2010 en einhvern tíma til viðbótar tók þó Disney að hefja framleiðslu kvikmynda þar sem áður hafði verið samið við samkeppnisaðila þeirra um umsjón með hinum ýmsu vörumerkjum og persónum. Frá gerð fyrstu Avengers-kvikmyndarinnar árið 2012 hefur Disney nú sent frá sér 16 myndir sem byggja á persónum Marvel. Framleiðslukostnaður þeirra nemur um 3,3 milljörðum dollara en miðasala hefur skilað 16,7 milljörðum í tekjur. Það er snúið að áætla hagnað hverrar myndar fyrir sig, enda taka bíóhúsin sinn skerf af miðasölu og við framleiðslukostnað bætist til dæmis dreifingar- og markaðskostnaður. Við vitum þó að á liðnu ári nam hagnaður Disney af framleiðslu tíu kvikmynda þremur milljörðum dollara og gerðust þrjár þeirra í ævintýraheimi Marvel. Þegar litið er sérstaklega á miðasölutekjur og framleiðslukostnað þeirra mynda, í samanburði við aðrar Disney-myndir, má áætla að stór hluti hagnaðarins hafi verið vegna Avengers: Infinity War, Black Panther og Ant-Man 2. Hjá Disney hafa forstjórinn Bob Iger og hans fólk áttað sig á verðmæti stórra ævintýramynda. Kaupin á Pixar fyrir 7,4 milljarða dollara árið 2006 og Star Wars á fjóra milljarða 2012 hafa reynst afar arðbær og það efast enginn í dag um að kaupin á Marvel borguðu sig. Undanfarin níu ár hefur það aðeins gerst tvisvar að tekjuhæsta kvikmynd ársins var ekki framleidd af Disney. Með yfirtökunni á kvikmyndaverinu 20th Century Fox sem lauk nú nýverið aukast yfirburðirnir enn frekar og með streymisveitunni Disney +, sem fer í loftið með haustinu, freistar fyrirtækið þess að dreifa sínu eigin efni og halda enn stærri hluta virðiskeðjunnar en áður. Disney rétt smellir fingrum og samkeppnin fuðrar upp.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun