Marvel slær öll met Björn Berg Gunnarsson skrifar 1. maí 2019 09:30 Eins og milljarðamæringurinn sérvitri Tony Stark sagði eitt sinn skiptir ekki máli hversu ríkur þú ert, þú getur ekki keypt þér tíma. Vinnuveitendur Starks hjá Disney vita þó að við erum mörg tilbúin að verja sparifénu okkar í að dvelja í nokkrar klukkustundir í hinum ýmsu heimum sem finna má í kvikmyndum og þáttum fjölmiðlaveldisins, til dæmis að verja þremur klukkustundum á nýju Avengers-myndinni. Tekjur af miðasölu Avengers: Endgame námu um 1,2 milljörðum dollara um frumsýningarhelgina og er um að ræða langstærstu opnunarhelgi kvikmyndasögunnar. Hetjur og skúrka myndarinnar eignaðist Disney með fjögurra milljarða dollara kaupunum á Marvel- myndasöguútgefandanum áramótin 2009-2010 en einhvern tíma til viðbótar tók þó Disney að hefja framleiðslu kvikmynda þar sem áður hafði verið samið við samkeppnisaðila þeirra um umsjón með hinum ýmsu vörumerkjum og persónum. Frá gerð fyrstu Avengers-kvikmyndarinnar árið 2012 hefur Disney nú sent frá sér 16 myndir sem byggja á persónum Marvel. Framleiðslukostnaður þeirra nemur um 3,3 milljörðum dollara en miðasala hefur skilað 16,7 milljörðum í tekjur. Það er snúið að áætla hagnað hverrar myndar fyrir sig, enda taka bíóhúsin sinn skerf af miðasölu og við framleiðslukostnað bætist til dæmis dreifingar- og markaðskostnaður. Við vitum þó að á liðnu ári nam hagnaður Disney af framleiðslu tíu kvikmynda þremur milljörðum dollara og gerðust þrjár þeirra í ævintýraheimi Marvel. Þegar litið er sérstaklega á miðasölutekjur og framleiðslukostnað þeirra mynda, í samanburði við aðrar Disney-myndir, má áætla að stór hluti hagnaðarins hafi verið vegna Avengers: Infinity War, Black Panther og Ant-Man 2. Hjá Disney hafa forstjórinn Bob Iger og hans fólk áttað sig á verðmæti stórra ævintýramynda. Kaupin á Pixar fyrir 7,4 milljarða dollara árið 2006 og Star Wars á fjóra milljarða 2012 hafa reynst afar arðbær og það efast enginn í dag um að kaupin á Marvel borguðu sig. Undanfarin níu ár hefur það aðeins gerst tvisvar að tekjuhæsta kvikmynd ársins var ekki framleidd af Disney. Með yfirtökunni á kvikmyndaverinu 20th Century Fox sem lauk nú nýverið aukast yfirburðirnir enn frekar og með streymisveitunni Disney +, sem fer í loftið með haustinu, freistar fyrirtækið þess að dreifa sínu eigin efni og halda enn stærri hluta virðiskeðjunnar en áður. Disney rétt smellir fingrum og samkeppnin fuðrar upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Disney Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og milljarðamæringurinn sérvitri Tony Stark sagði eitt sinn skiptir ekki máli hversu ríkur þú ert, þú getur ekki keypt þér tíma. Vinnuveitendur Starks hjá Disney vita þó að við erum mörg tilbúin að verja sparifénu okkar í að dvelja í nokkrar klukkustundir í hinum ýmsu heimum sem finna má í kvikmyndum og þáttum fjölmiðlaveldisins, til dæmis að verja þremur klukkustundum á nýju Avengers-myndinni. Tekjur af miðasölu Avengers: Endgame námu um 1,2 milljörðum dollara um frumsýningarhelgina og er um að ræða langstærstu opnunarhelgi kvikmyndasögunnar. Hetjur og skúrka myndarinnar eignaðist Disney með fjögurra milljarða dollara kaupunum á Marvel- myndasöguútgefandanum áramótin 2009-2010 en einhvern tíma til viðbótar tók þó Disney að hefja framleiðslu kvikmynda þar sem áður hafði verið samið við samkeppnisaðila þeirra um umsjón með hinum ýmsu vörumerkjum og persónum. Frá gerð fyrstu Avengers-kvikmyndarinnar árið 2012 hefur Disney nú sent frá sér 16 myndir sem byggja á persónum Marvel. Framleiðslukostnaður þeirra nemur um 3,3 milljörðum dollara en miðasala hefur skilað 16,7 milljörðum í tekjur. Það er snúið að áætla hagnað hverrar myndar fyrir sig, enda taka bíóhúsin sinn skerf af miðasölu og við framleiðslukostnað bætist til dæmis dreifingar- og markaðskostnaður. Við vitum þó að á liðnu ári nam hagnaður Disney af framleiðslu tíu kvikmynda þremur milljörðum dollara og gerðust þrjár þeirra í ævintýraheimi Marvel. Þegar litið er sérstaklega á miðasölutekjur og framleiðslukostnað þeirra mynda, í samanburði við aðrar Disney-myndir, má áætla að stór hluti hagnaðarins hafi verið vegna Avengers: Infinity War, Black Panther og Ant-Man 2. Hjá Disney hafa forstjórinn Bob Iger og hans fólk áttað sig á verðmæti stórra ævintýramynda. Kaupin á Pixar fyrir 7,4 milljarða dollara árið 2006 og Star Wars á fjóra milljarða 2012 hafa reynst afar arðbær og það efast enginn í dag um að kaupin á Marvel borguðu sig. Undanfarin níu ár hefur það aðeins gerst tvisvar að tekjuhæsta kvikmynd ársins var ekki framleidd af Disney. Með yfirtökunni á kvikmyndaverinu 20th Century Fox sem lauk nú nýverið aukast yfirburðirnir enn frekar og með streymisveitunni Disney +, sem fer í loftið með haustinu, freistar fyrirtækið þess að dreifa sínu eigin efni og halda enn stærri hluta virðiskeðjunnar en áður. Disney rétt smellir fingrum og samkeppnin fuðrar upp.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun