Lyon mun líklegra til þess að vinna Meistaradeild Evrópu Hjörvar Ólafsson skrifar 18. maí 2019 10:00 Ada Hegerberg, besti leikmaður heims 2018, á æfingu fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty Fótbolti Franska knattspyrnufélagið Lyon getur í dag tryggt sér sigur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í sjötta skipti en liðið er sigursælasta liðið í sögu keppninnar. Ljónið á vegi Lyon er Barcelona en spænska liðið er algerlega blautt á bak við eyrun á þessu stigi keppninnar. Fari Barcelona með sigur af hólmi í þessum leik þá brýtur félagið blað í sögunni en spænska félagið verður þá það fyrsta til þess að eiga lið sem hefur unnið keppnina bæði í kvenna- og karlaflokki. Barcelona hefur undanfarið vaknað til lífsins hvað kvennaknattspyrnu varðar og eytt miklu púðri í liðið. Fréttablaðið fékk Daða Rafnsson, sérfræðing um kvennaknattspyrnu, til þess að ræða það hvernig leik búast megi við og líklegri þróun hans. „Lyon er með mun sterkara lið á pappírnum og ef farið er yfir byrjunarlið og leikmannahóp liðanna leikmann fyrir leikmann þá er Lyon með sterkari leikmenn í öllum stöðum. Ég myndi segja að getumunurinn sé þó nokkur og ef allt verður eðlilegt fer Lyon með sannfærandi sigur af hólmi,“ segir Daði um leikinn. „Barcelona er með mjög spennandi lið sem er rísandi stórveldi í kvennaknattspyrnu en liðið er ekki komið á þann stall sem Lyon er á. Að mínu mati er Wolfsburg með næstbesta lið Evrópu um þessar mundir og Lyon sló þýska liðið úr leik fyrr í keppninni að þessu sinni. Það er mikill uppgangur í spænskri kvennaknattspyrnu og til að mynda eru spænsku yngri landsliðin í fremsta gæðaflokki. Barcelona er svo að bæta við sig mjög sterkum leikmönnum fyrir næsta tímabil og orðað við fremstu leikmenn heims og ég held að spænsk félags- og landslið muni ýta við valdajafnvæginu í kvennaknattspyrnunni í Evrópu og í heiminum næsta áratuginn,“ segir Daði enn fremur. „Lyon er hins vegar bara með draumalið og hefur á að skipa Ödu Hegerberg sem er besti leikmaður heims og varnarlína Barcelona er veikasti hluti liðsins. Ég held að Barcelona muni eiga í miklum vandræðum með hana og aðra framherja liðsins. Það verður mjög gaman að sjá einvígi Asisat Oshoala, nígeríska framherjans í liði Barcelona, og Wendie Renard, burðaráss í vörn Lyon. Oshoala er stór og sterkur framherji sem getur velgt Renard undir uggum hvað varðar hæð, styrk og hraða,“ segir hann þegar hann er beðinn um að bera liðin saman. „Barcelona er svo með leikmenn á borð við Lieke Mertens og Tony Duggan sem geta hæglega sært vörn Lyon en ég held hins vegar að franska liðið muni ná að halda þeim í skefjum. Barcelona spilar skemmtilegan fótbolta með snöggu spili og tæknilega góða leikmenn í flestum stöðum. Þær munu ekki leggjast í vörn og reyna að hafa betur í þessum leik. Þetta eru tvö mjög vel spilandi og skemmtileg knattspyrnulið og það verður mjög gaman að horfa á þennan leik. Ef ég ætti að leggja pening undir á það hvernig leikurinn fer þá myndi ég tippa á Lyon og myndi ávaxta pund mitt vel ef ég spáði fyrir um spænskan sigur,“ segir Daði um líklegan sigurvegara leiksins. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Sjá meira
Fótbolti Franska knattspyrnufélagið Lyon getur í dag tryggt sér sigur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í sjötta skipti en liðið er sigursælasta liðið í sögu keppninnar. Ljónið á vegi Lyon er Barcelona en spænska liðið er algerlega blautt á bak við eyrun á þessu stigi keppninnar. Fari Barcelona með sigur af hólmi í þessum leik þá brýtur félagið blað í sögunni en spænska félagið verður þá það fyrsta til þess að eiga lið sem hefur unnið keppnina bæði í kvenna- og karlaflokki. Barcelona hefur undanfarið vaknað til lífsins hvað kvennaknattspyrnu varðar og eytt miklu púðri í liðið. Fréttablaðið fékk Daða Rafnsson, sérfræðing um kvennaknattspyrnu, til þess að ræða það hvernig leik búast megi við og líklegri þróun hans. „Lyon er með mun sterkara lið á pappírnum og ef farið er yfir byrjunarlið og leikmannahóp liðanna leikmann fyrir leikmann þá er Lyon með sterkari leikmenn í öllum stöðum. Ég myndi segja að getumunurinn sé þó nokkur og ef allt verður eðlilegt fer Lyon með sannfærandi sigur af hólmi,“ segir Daði um leikinn. „Barcelona er með mjög spennandi lið sem er rísandi stórveldi í kvennaknattspyrnu en liðið er ekki komið á þann stall sem Lyon er á. Að mínu mati er Wolfsburg með næstbesta lið Evrópu um þessar mundir og Lyon sló þýska liðið úr leik fyrr í keppninni að þessu sinni. Það er mikill uppgangur í spænskri kvennaknattspyrnu og til að mynda eru spænsku yngri landsliðin í fremsta gæðaflokki. Barcelona er svo að bæta við sig mjög sterkum leikmönnum fyrir næsta tímabil og orðað við fremstu leikmenn heims og ég held að spænsk félags- og landslið muni ýta við valdajafnvæginu í kvennaknattspyrnunni í Evrópu og í heiminum næsta áratuginn,“ segir Daði enn fremur. „Lyon er hins vegar bara með draumalið og hefur á að skipa Ödu Hegerberg sem er besti leikmaður heims og varnarlína Barcelona er veikasti hluti liðsins. Ég held að Barcelona muni eiga í miklum vandræðum með hana og aðra framherja liðsins. Það verður mjög gaman að sjá einvígi Asisat Oshoala, nígeríska framherjans í liði Barcelona, og Wendie Renard, burðaráss í vörn Lyon. Oshoala er stór og sterkur framherji sem getur velgt Renard undir uggum hvað varðar hæð, styrk og hraða,“ segir hann þegar hann er beðinn um að bera liðin saman. „Barcelona er svo með leikmenn á borð við Lieke Mertens og Tony Duggan sem geta hæglega sært vörn Lyon en ég held hins vegar að franska liðið muni ná að halda þeim í skefjum. Barcelona spilar skemmtilegan fótbolta með snöggu spili og tæknilega góða leikmenn í flestum stöðum. Þær munu ekki leggjast í vörn og reyna að hafa betur í þessum leik. Þetta eru tvö mjög vel spilandi og skemmtileg knattspyrnulið og það verður mjög gaman að horfa á þennan leik. Ef ég ætti að leggja pening undir á það hvernig leikurinn fer þá myndi ég tippa á Lyon og myndi ávaxta pund mitt vel ef ég spáði fyrir um spænskan sigur,“ segir Daði um líklegan sigurvegara leiksins.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Sjá meira