Önnur þyrlan í skoðun og hin ekki útkallshæf Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 15:30 Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir með slasaða á Landspítalanum í Fossvogi í gær. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan gat aðeins sent eina þyrlu af þremur á vettvang slyssins við Hof í Öræfum í gær þar sem önnur var í viðhaldi og hin ekki orðin hæf til sjúkraflutnings- og björgunarútkalla. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir útreikninga sýna að nóg sé að Gæslan hafi hjá sér þrjár þyrlur.Ein þyrla ekki nóg Alls voru 32 farþegar auk bílstjóra í rútunni sem hafnaði utan vegar á Suðurlandsvegi við Hof í gær. Farþegarnir voru allir kínverskir ferðamenn og slösuðust fjórir þeirra alvarlega. Þeir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þrír þeirra eru enn á gjörgæslu. Fréttastofa hafði eftir Rafal Figlarski, varðstjóra sjúkraflutninga á Selfossi sem var í hópi viðbragðsaðila í gær, að ein þyrla væri ekki nóg við slys á borð við það sem varð við Hof. Það hafi jafnframt ekki verið gott að heyra af svo takmörkuðu framboði af þyrlum í gær. Almennt ekki hægt að reikna með nema tveimur þyrlum Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, segir Gæsluna hafa þrjár þyrlur til umráða en ein af þeim er ný þyrla frá Noregi. Annarrar nýrrar þyrlu er að vænta í júní.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2Gert sé ráð fyrir að ein af þremur þyrlum Gæslunnar sé í skoðun eða langtímaviðhaldi á hverjum tíma. Almennt sé því ekki hægt að reikna með nema tveimur þyrlum í einu. „Eins og oft hefur komið fram getum við lent í því að þótt það séu þrjár þyrlur, að ein er í langtímaskoðun, að það verður bilun í öðrum af þessum tveimur. Eins getum við lent í því að við eigum ekki nema eina áhöfn,“ segir Ásgrímur. „Staðan í gær var sú að ein þyrlan er í langtímaskoðun. Ein af þessum nýju þyrlum sem við erum að taka við, hún er uppsett til þjálfunar á mannskapnum og er bara við það að detta inn í það að vera útkallshæf sem sjúkraflutnings- og björgunarþyrla. Það er að fara að gerast á næstu dögum eða vikum en í gær var hún ekki uppsett sem slík.“Danirnir gerðu þyrluna klára á tveimur tímum Þá bendir Ásgrímur á að aðrar ráðstafanir hafi verið gerðar. Sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu slasaða frá Höfn á Selfoss, auk þess sem flaug TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flutti ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þá var þyrla dansks varðskips, sem statt var í Reykjavíkurhöfn, einnig fengin til aðstoðar. „Þeir voru með hana í viðhaldi og höfðu gefið okkur upp að þeir þyrftu sex tíma til að gera hana útkallshæfa, en við engu að síður höfðum samband við þá í gær og þeir gerðu hana klára á um tveimur tímum,“ segir Ásgrímur.Þyrlan frá danska varðskipinu sækir farþega rútunnar í gær.Vísir/Jói K.Ekki mikill ávinningur af fjórðu þyrlunni Inntur eftir því hvort það sé nóg að hafa þrjár þyrlur til umráða segir Ásgrímur að útreikningar sýni að svo sé. „Það hefur verið reiknað út sem jafna að miðað við kostnað og viðbragðsgetu þá komi það best út að hafa þrjár þyrlur. Auðvitað væri ákjósanlegast að hafa þá fjórðu en það eykur kostnaðinn mjög mikið og þá þarf líka um leið að tryggja það að það séu áhafnir til að fljúga þessu öllu saman,“ segir Ásgrímur. „Það sem bætist við í getu við að hafa fjórðu þyrluna miðað við kostnaðinn, þá er ávinningurinn kannski ekki svo mikill.“ Ásgrímur vill ekki tjá sig um það hvort þörf sé á sjúkraþyrlu á Suðurland í ljósi fjölda umferðarslysa, og þar af margra mannskæðra, sem þar haf orðið síðustu ár. Almennt sé viðbótartækjabúnaður þó af hinu góða. „Þeim mun meiri tækjabúnaður þeim mun betra, almennt,“ segir Ásgrímur. Hornafjörður Landhelgisgæslan Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Rafal Figlarski segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. 16. maí 2019 23:10 Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38 Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Landhelgisgæslan gat aðeins sent eina þyrlu af þremur á vettvang slyssins við Hof í Öræfum í gær þar sem önnur var í viðhaldi og hin ekki orðin hæf til sjúkraflutnings- og björgunarútkalla. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir útreikninga sýna að nóg sé að Gæslan hafi hjá sér þrjár þyrlur.Ein þyrla ekki nóg Alls voru 32 farþegar auk bílstjóra í rútunni sem hafnaði utan vegar á Suðurlandsvegi við Hof í gær. Farþegarnir voru allir kínverskir ferðamenn og slösuðust fjórir þeirra alvarlega. Þeir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þrír þeirra eru enn á gjörgæslu. Fréttastofa hafði eftir Rafal Figlarski, varðstjóra sjúkraflutninga á Selfossi sem var í hópi viðbragðsaðila í gær, að ein þyrla væri ekki nóg við slys á borð við það sem varð við Hof. Það hafi jafnframt ekki verið gott að heyra af svo takmörkuðu framboði af þyrlum í gær. Almennt ekki hægt að reikna með nema tveimur þyrlum Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, segir Gæsluna hafa þrjár þyrlur til umráða en ein af þeim er ný þyrla frá Noregi. Annarrar nýrrar þyrlu er að vænta í júní.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2Gert sé ráð fyrir að ein af þremur þyrlum Gæslunnar sé í skoðun eða langtímaviðhaldi á hverjum tíma. Almennt sé því ekki hægt að reikna með nema tveimur þyrlum í einu. „Eins og oft hefur komið fram getum við lent í því að þótt það séu þrjár þyrlur, að ein er í langtímaskoðun, að það verður bilun í öðrum af þessum tveimur. Eins getum við lent í því að við eigum ekki nema eina áhöfn,“ segir Ásgrímur. „Staðan í gær var sú að ein þyrlan er í langtímaskoðun. Ein af þessum nýju þyrlum sem við erum að taka við, hún er uppsett til þjálfunar á mannskapnum og er bara við það að detta inn í það að vera útkallshæf sem sjúkraflutnings- og björgunarþyrla. Það er að fara að gerast á næstu dögum eða vikum en í gær var hún ekki uppsett sem slík.“Danirnir gerðu þyrluna klára á tveimur tímum Þá bendir Ásgrímur á að aðrar ráðstafanir hafi verið gerðar. Sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu slasaða frá Höfn á Selfoss, auk þess sem flaug TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flutti ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þá var þyrla dansks varðskips, sem statt var í Reykjavíkurhöfn, einnig fengin til aðstoðar. „Þeir voru með hana í viðhaldi og höfðu gefið okkur upp að þeir þyrftu sex tíma til að gera hana útkallshæfa, en við engu að síður höfðum samband við þá í gær og þeir gerðu hana klára á um tveimur tímum,“ segir Ásgrímur.Þyrlan frá danska varðskipinu sækir farþega rútunnar í gær.Vísir/Jói K.Ekki mikill ávinningur af fjórðu þyrlunni Inntur eftir því hvort það sé nóg að hafa þrjár þyrlur til umráða segir Ásgrímur að útreikningar sýni að svo sé. „Það hefur verið reiknað út sem jafna að miðað við kostnað og viðbragðsgetu þá komi það best út að hafa þrjár þyrlur. Auðvitað væri ákjósanlegast að hafa þá fjórðu en það eykur kostnaðinn mjög mikið og þá þarf líka um leið að tryggja það að það séu áhafnir til að fljúga þessu öllu saman,“ segir Ásgrímur. „Það sem bætist við í getu við að hafa fjórðu þyrluna miðað við kostnaðinn, þá er ávinningurinn kannski ekki svo mikill.“ Ásgrímur vill ekki tjá sig um það hvort þörf sé á sjúkraþyrlu á Suðurland í ljósi fjölda umferðarslysa, og þar af margra mannskæðra, sem þar haf orðið síðustu ár. Almennt sé viðbótartækjabúnaður þó af hinu góða. „Þeim mun meiri tækjabúnaður þeim mun betra, almennt,“ segir Ásgrímur.
Hornafjörður Landhelgisgæslan Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Rafal Figlarski segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. 16. maí 2019 23:10 Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38 Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Rafal Figlarski segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. 16. maí 2019 23:10
Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38
Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11