Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2019 12:15 „Tilfinningin var að Bandaríkin væru að afsala sér leiðtogahlutverki sínu,“ John Fisher, framkvæmdarstjóri Genfarskrifstofu Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch), um brotthvarf Bandaríkjanna úr Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna í fyrra. Ísland var í kjölfarið kjörið í sæti Bandaríkjanna. „Við vorum hrædd um að fleiri ríki myndu fylgja Bandaríkjunum úr ráðinu. Staðreyndin varð þó sú að þegar Ísland tók yfir sæti Bandaríkjanna sýndi það og sannaði að smáríki geta haft mikil áhrif þegar kemur að hnattrænni forystu.“ John segir að Ísland hafi til dæmis farið fyrir samþykktum ráðsins sem snúa að mannréttindabrotum víða um heim. „Við höfum séð Ísland fara fyrir sameiginlegri yfirlýsingu um mannréttindabrot í Sádi Arabíu,“ segir hann. „Til dæmis um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi á ræðismannaskrifstofu Sádi Arabíu í Istanbúl og vakið athygli á málum baráttufólks fyrir kvenréttindum í Sádi Arabíu sem hafa verið fangelsuð og pyntuð. Ísland hefur einnig farið fyrir nokkrum sameiginlegum yfirlýsingum sem fjalla um morð á um 27 þúsund manns fyrirskipuð af Duterte forseta í Filippseyjum í svokölluðu stríði gegn fíkniefnum.“ Ísland hefur verið leiðandi á vettvangi Mannréttindaráðsins í að gagnrýna ríki á borð við Sádi Arabíu og Filippseyjar.EPA Ráðið hefur gjarnan sætt gagnrýni fyrir það að ríki sem stunda mannréttindabrot beiti sér innan ráðsins. Sádi Arabía, Filippseyjar og Kína eiga til dæmis sæti í ráðinu. Dæmi er um að ríki á borð við þessi standi í vegi fyrir eða útvatni samþykktir sem snýr að brotum sem þau stunda. John telur að meðlimir Mannréttindaráðsins eigi að ganga undir aukið mannréttindaeftirlit til að tryggja trúverðugleika þess. Hann vonast til að Ísland beiti sér í slíkum umbótum. „Það er mikið verk fyrir stafni,“ segir hann. „Það þarf að tryggja að þau ríki sem stundi mannréttindabrot séu undir auknu eftirliti og ef ríki eins og Ísland stígur fram munu fleiri ríki fylgja eftir og leggja sitt af mörkum til að þau ríki sem eiga sæt í ráðinu og stunda mannréttindabrot aðhyllist sömu reglur og aðrir.“ Fastlega má reikna með stuðningi Íslands við slíkar hugmyndir en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var á svipuðum nótum í ræðu sem hann flutti á fundi Mannréttindaráðsins í febrúar síðastliðnum. „Ríki sem eiga sæti í ráðinu ættu að ganga fram af góðu fordæmi og reikna með því að þeirra eigin afrek í mannréttindamálum verði til sérstakrar skoðunar á meðan aðildartíma þeirra stendur.“ Bandaríkin Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Hlátrasköll hjá Sameinuðu þjóðunum eftir rússneska kosningu Íslands í mannréttindaráð Ísland hefur tekið sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu. 13. júlí 2018 14:49 Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Íslandsdeild Amnesty fagnar framgöngu Íslands Þann 7. mars sl. flutti fastafulltrúi Íslands sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu þar sem mannréttindabrot Sádi-Arabíu voru fordæmd. 11. mars 2019 10:54 Ísland kjörið í mannréttindaráðið í dag Utanríkisráðherra segir stöðuna þá æðstu sem Ísland hefur fengið á alþjóðavettvangi. Staðan muni kalla á málamiðlanir en gildin breytist ekki. Deildarstjóri mannréttindamála segir aðstæðurnar sem leiddu að kjörinu sérstakar. 13. júlí 2018 06:00 Utanríkisráðherra varaði við vaxandi andúð á innflytjendum og gyðingum í Evrópu Ísland ætlar að hafa mannréttindi hinsegin fólks í hávegum í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 25. febrúar 2019 13:45 Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
„Tilfinningin var að Bandaríkin væru að afsala sér leiðtogahlutverki sínu,“ John Fisher, framkvæmdarstjóri Genfarskrifstofu Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch), um brotthvarf Bandaríkjanna úr Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna í fyrra. Ísland var í kjölfarið kjörið í sæti Bandaríkjanna. „Við vorum hrædd um að fleiri ríki myndu fylgja Bandaríkjunum úr ráðinu. Staðreyndin varð þó sú að þegar Ísland tók yfir sæti Bandaríkjanna sýndi það og sannaði að smáríki geta haft mikil áhrif þegar kemur að hnattrænni forystu.“ John segir að Ísland hafi til dæmis farið fyrir samþykktum ráðsins sem snúa að mannréttindabrotum víða um heim. „Við höfum séð Ísland fara fyrir sameiginlegri yfirlýsingu um mannréttindabrot í Sádi Arabíu,“ segir hann. „Til dæmis um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi á ræðismannaskrifstofu Sádi Arabíu í Istanbúl og vakið athygli á málum baráttufólks fyrir kvenréttindum í Sádi Arabíu sem hafa verið fangelsuð og pyntuð. Ísland hefur einnig farið fyrir nokkrum sameiginlegum yfirlýsingum sem fjalla um morð á um 27 þúsund manns fyrirskipuð af Duterte forseta í Filippseyjum í svokölluðu stríði gegn fíkniefnum.“ Ísland hefur verið leiðandi á vettvangi Mannréttindaráðsins í að gagnrýna ríki á borð við Sádi Arabíu og Filippseyjar.EPA Ráðið hefur gjarnan sætt gagnrýni fyrir það að ríki sem stunda mannréttindabrot beiti sér innan ráðsins. Sádi Arabía, Filippseyjar og Kína eiga til dæmis sæti í ráðinu. Dæmi er um að ríki á borð við þessi standi í vegi fyrir eða útvatni samþykktir sem snýr að brotum sem þau stunda. John telur að meðlimir Mannréttindaráðsins eigi að ganga undir aukið mannréttindaeftirlit til að tryggja trúverðugleika þess. Hann vonast til að Ísland beiti sér í slíkum umbótum. „Það er mikið verk fyrir stafni,“ segir hann. „Það þarf að tryggja að þau ríki sem stundi mannréttindabrot séu undir auknu eftirliti og ef ríki eins og Ísland stígur fram munu fleiri ríki fylgja eftir og leggja sitt af mörkum til að þau ríki sem eiga sæt í ráðinu og stunda mannréttindabrot aðhyllist sömu reglur og aðrir.“ Fastlega má reikna með stuðningi Íslands við slíkar hugmyndir en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var á svipuðum nótum í ræðu sem hann flutti á fundi Mannréttindaráðsins í febrúar síðastliðnum. „Ríki sem eiga sæti í ráðinu ættu að ganga fram af góðu fordæmi og reikna með því að þeirra eigin afrek í mannréttindamálum verði til sérstakrar skoðunar á meðan aðildartíma þeirra stendur.“
Bandaríkin Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Hlátrasköll hjá Sameinuðu þjóðunum eftir rússneska kosningu Íslands í mannréttindaráð Ísland hefur tekið sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu. 13. júlí 2018 14:49 Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Íslandsdeild Amnesty fagnar framgöngu Íslands Þann 7. mars sl. flutti fastafulltrúi Íslands sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu þar sem mannréttindabrot Sádi-Arabíu voru fordæmd. 11. mars 2019 10:54 Ísland kjörið í mannréttindaráðið í dag Utanríkisráðherra segir stöðuna þá æðstu sem Ísland hefur fengið á alþjóðavettvangi. Staðan muni kalla á málamiðlanir en gildin breytist ekki. Deildarstjóri mannréttindamála segir aðstæðurnar sem leiddu að kjörinu sérstakar. 13. júlí 2018 06:00 Utanríkisráðherra varaði við vaxandi andúð á innflytjendum og gyðingum í Evrópu Ísland ætlar að hafa mannréttindi hinsegin fólks í hávegum í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 25. febrúar 2019 13:45 Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Hlátrasköll hjá Sameinuðu þjóðunum eftir rússneska kosningu Íslands í mannréttindaráð Ísland hefur tekið sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu. 13. júlí 2018 14:49
Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51
Íslandsdeild Amnesty fagnar framgöngu Íslands Þann 7. mars sl. flutti fastafulltrúi Íslands sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu þar sem mannréttindabrot Sádi-Arabíu voru fordæmd. 11. mars 2019 10:54
Ísland kjörið í mannréttindaráðið í dag Utanríkisráðherra segir stöðuna þá æðstu sem Ísland hefur fengið á alþjóðavettvangi. Staðan muni kalla á málamiðlanir en gildin breytist ekki. Deildarstjóri mannréttindamála segir aðstæðurnar sem leiddu að kjörinu sérstakar. 13. júlí 2018 06:00
Utanríkisráðherra varaði við vaxandi andúð á innflytjendum og gyðingum í Evrópu Ísland ætlar að hafa mannréttindi hinsegin fólks í hávegum í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 25. febrúar 2019 13:45
Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31
Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53