Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Ari Brynjólfsson skrifar 14. maí 2019 06:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Nefndin er undir forystu Kristrúnar Heimisdóttur og var skipuð af forsætisráðherra í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í september í fyrra. Líkt og fram kom í síðustu viku eru aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar heitins ósáttir við störf nefndarinnar. Erla Bolladóttir, sem fékk ekki endurupptöku á málinu, hefur einnig gagnrýnt seinagang við störf nefndarinnar. Katrín sagði varðandi Erlu að hún hefði að sjálfsögðu viljað að málið gengi miklu hraðar fyrir sig. Ítrekaði Katrín að hún vonaði að málið væri einstakt og mætti ekki endurtaka sig. Helga Vala segir svör forsætisráðherra skrítin. „Það virðist sem upplifun forsætisráðherra af störfum sáttanefndarinnar sé gjörólík þeirra sem hafa átt í samskiptum við hana,“ segir Helga Vala. Hún segir óhjákvæmilegt að ráðast í rannsókn á málinu. „Við munum leggja aftur fram þingsályktunartillögu um það. Við verðum að hætta að vera meðvirk með einstaklingum sem stóðu að þessari rannsókn, þetta snýst ekkert um persónurnar þar, það eru liðin 45 ár og við verðum að klára þetta mál.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Nefndin er undir forystu Kristrúnar Heimisdóttur og var skipuð af forsætisráðherra í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í september í fyrra. Líkt og fram kom í síðustu viku eru aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar heitins ósáttir við störf nefndarinnar. Erla Bolladóttir, sem fékk ekki endurupptöku á málinu, hefur einnig gagnrýnt seinagang við störf nefndarinnar. Katrín sagði varðandi Erlu að hún hefði að sjálfsögðu viljað að málið gengi miklu hraðar fyrir sig. Ítrekaði Katrín að hún vonaði að málið væri einstakt og mætti ekki endurtaka sig. Helga Vala segir svör forsætisráðherra skrítin. „Það virðist sem upplifun forsætisráðherra af störfum sáttanefndarinnar sé gjörólík þeirra sem hafa átt í samskiptum við hana,“ segir Helga Vala. Hún segir óhjákvæmilegt að ráðast í rannsókn á málinu. „Við munum leggja aftur fram þingsályktunartillögu um það. Við verðum að hætta að vera meðvirk með einstaklingum sem stóðu að þessari rannsókn, þetta snýst ekkert um persónurnar þar, það eru liðin 45 ár og við verðum að klára þetta mál.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira