Mikilvægt að draga lærdóma af neyðarláni til Kaupþings Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. maí 2019 06:30 Már Guðmundsson segir mikilvægt að draga lærdóma af neyðarláninu en ekkert bendi til þess að ráðstöfunin hafi verið óeðlileg. Fréttablaðið/Anton Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að tvo meginlærdóma þurfi að draga af neyðarláni bankans til Kaupþings í október 2008. Skýrsla um lánveitinguna sem verið hefur í vinnslu í bankanum síðastliðin fjögur ár var kynnt í gær. „Í fyrsta lagi þarf að skýra stjórnsýsluna betur varðandi lánveitingar af þessu tagi. Það er að mínu viti gert í frumvarpi til laga um Seðlabankann sem nú liggur fyrir Alþingi.“ Þannig yrði ákvörðunin skráð í fundargerð þar sem einnig kæmi fram af hverju hún var tekin. „Það er mjög mikilvægt til að geta lagt mat á svona aðgerðir.“ Hinn meginlærdómurinn sem Már nefnir er um mikilvægi þess að seðlabankar hafi á hverjum tíma betri innsýn í það hvaða veð séu tiltæk og hægt að nota komi til svona lánveitinga. „Þannig þurfi ekki að vera meta það á einhverjum hlaupum og þá með mistakaáhættu á meðan fárviðrið geisar. Ég held að í því samhengi sé það líka lærdómur að veð í hlutafé, og ég tala nú ekki um í hlutafé erlends banka, er ekki heppilegt veð.“ Varðandi ákvörðunina um lánveitinguna segir Már ljóst að hún hafi ekki verið rétt í þeim skilningi að þær tvær forsendur sem hún virðist hafa verið byggð á hafi reynst rangar. Annars vegar að með lánveitingunni yrði tryggt að í landinu yrði starfandi einn alhliða banki og hins vegar að áhættan væri ekki svo mikil vegna þess að um mjög góð veð væri að ræða. „Ákvörðunin er samt skiljanleg í ljósi aðstæðna og í raun og veru er alveg greinilegt að þeir sem tóku þessa ákvörðun áttu ekki von á því að það yrðu svona miklir erfiðleikar í dönsku efnahagslífi.“ Þeir erfiðleikar hafi haft mikil áhrif á verðmæti FIH-bankans sem Seðlabankinn tók sem veð fyrir láninu. Í skýrslunni er reynt að varpa ljósi á það hvernig Kaupþing ráðstafaði láninu en engin skilyrði voru sett fyrir því af hálfu Seðlabankans. „Þarna eru greiðslur sem eru alveg greinilega þannig að ef þær hefðu ekki verið inntar af hendi hefði bankinn fallið þá og þegar. Það er ljóst að þær greiðslur nema að minnsta kosti 442 milljónum evra,“ segir Már. Á móti komi að auk 500 milljóna evra lánsins frá Seðlabankanum hafi aðrar inngreiðslur til Kaupþings numið 698 milljónum evra. Ekki sé hins vegar hægt að kafa ofan í þær greiðslur. „Við höfum enga möguleika til þess. Það er ekkert sem sést þarna sem hægt er að segja að hafi verið óeðlilegt. Það blasir ekki við.“ Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að tvo meginlærdóma þurfi að draga af neyðarláni bankans til Kaupþings í október 2008. Skýrsla um lánveitinguna sem verið hefur í vinnslu í bankanum síðastliðin fjögur ár var kynnt í gær. „Í fyrsta lagi þarf að skýra stjórnsýsluna betur varðandi lánveitingar af þessu tagi. Það er að mínu viti gert í frumvarpi til laga um Seðlabankann sem nú liggur fyrir Alþingi.“ Þannig yrði ákvörðunin skráð í fundargerð þar sem einnig kæmi fram af hverju hún var tekin. „Það er mjög mikilvægt til að geta lagt mat á svona aðgerðir.“ Hinn meginlærdómurinn sem Már nefnir er um mikilvægi þess að seðlabankar hafi á hverjum tíma betri innsýn í það hvaða veð séu tiltæk og hægt að nota komi til svona lánveitinga. „Þannig þurfi ekki að vera meta það á einhverjum hlaupum og þá með mistakaáhættu á meðan fárviðrið geisar. Ég held að í því samhengi sé það líka lærdómur að veð í hlutafé, og ég tala nú ekki um í hlutafé erlends banka, er ekki heppilegt veð.“ Varðandi ákvörðunina um lánveitinguna segir Már ljóst að hún hafi ekki verið rétt í þeim skilningi að þær tvær forsendur sem hún virðist hafa verið byggð á hafi reynst rangar. Annars vegar að með lánveitingunni yrði tryggt að í landinu yrði starfandi einn alhliða banki og hins vegar að áhættan væri ekki svo mikil vegna þess að um mjög góð veð væri að ræða. „Ákvörðunin er samt skiljanleg í ljósi aðstæðna og í raun og veru er alveg greinilegt að þeir sem tóku þessa ákvörðun áttu ekki von á því að það yrðu svona miklir erfiðleikar í dönsku efnahagslífi.“ Þeir erfiðleikar hafi haft mikil áhrif á verðmæti FIH-bankans sem Seðlabankinn tók sem veð fyrir láninu. Í skýrslunni er reynt að varpa ljósi á það hvernig Kaupþing ráðstafaði láninu en engin skilyrði voru sett fyrir því af hálfu Seðlabankans. „Þarna eru greiðslur sem eru alveg greinilega þannig að ef þær hefðu ekki verið inntar af hendi hefði bankinn fallið þá og þegar. Það er ljóst að þær greiðslur nema að minnsta kosti 442 milljónum evra,“ segir Már. Á móti komi að auk 500 milljóna evra lánsins frá Seðlabankanum hafi aðrar inngreiðslur til Kaupþings numið 698 milljónum evra. Ekki sé hins vegar hægt að kafa ofan í þær greiðslur. „Við höfum enga möguleika til þess. Það er ekkert sem sést þarna sem hægt er að segja að hafi verið óeðlilegt. Það blasir ekki við.“
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira