Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2019 10:24 Ekkert þing, ekkert vandamál. Trump reiðir sig á neyðaryfirlýsingar til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Vísir/EPA Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja vopn fyrir milljarða dollara til Sádi-Arabíu. Til að komast hjá því að þurfa samþykki Bandaríkjaþings beitti Donald Trump forseti fyrir sig lítt notuðum lagaákvæðum og lýsti því yfir að spenna á milli Bandaríkjanna og Írans væru í raun neyðarástand. Bandaríkjaþing hefur áður sett ofan í við Trump forseta varðandi stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Sáda í Jemen. Þar eru Sádar sakaðir um að hafa framið stríðsglæpi gegn óbreyttum borgurum. Því er líklegt að Trump hafi óttast að frumvarp um vopnasölu til Sáda mætti mótspyrnu í þinginu. Með því að lýsa yfir neyðarástandi þarf forsetinn ekki heimild þingsins til að selja Sádum vopna fyrir um átta milljarða dolla, jafnvirði um 991 milljarðs íslenskra króna. Stjórn hans ætlar einnig að selja vopn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, tilkynnti þinginu um vopnasöluna í gær. Í bréfi sagði hann „illviljaðar aðgerðir“ Írana krefðust „tafarlausrar sölu“ á vopnum. „Aðgerðirnar eru grundvallarógn við stöðugleika í Miðausturlöndum og við öryggi Bandaríkjanna heima fyrir og erlendis,“ sagði Pompeo þinginu. Vopnasalan til Sáda kemur tæpum átta mánuðum eftir að sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska leyniþjónustu telur vísbendingar um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Trump og ríkisstjórn hans hafa ekkert aðhafst vegna morðsins á Khashoggi sem var búsettur í Bandaríkjunum. Trump hefur ítrekað beitt fyrir sig yfirlýsingum um neyðarástand til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd einhliða. Hann hefur lagt verndartolla á innfluttar vörur á þeim grundvelli að þær ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þá lýsti hann yfir neyðarástandi á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó til að reyna að fá heimild til að veita fé til múrsins sem hann vill reisa þar án atbeina þingsins. Bandaríkin Donald Trump Íran Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja vopn fyrir milljarða dollara til Sádi-Arabíu. Til að komast hjá því að þurfa samþykki Bandaríkjaþings beitti Donald Trump forseti fyrir sig lítt notuðum lagaákvæðum og lýsti því yfir að spenna á milli Bandaríkjanna og Írans væru í raun neyðarástand. Bandaríkjaþing hefur áður sett ofan í við Trump forseta varðandi stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Sáda í Jemen. Þar eru Sádar sakaðir um að hafa framið stríðsglæpi gegn óbreyttum borgurum. Því er líklegt að Trump hafi óttast að frumvarp um vopnasölu til Sáda mætti mótspyrnu í þinginu. Með því að lýsa yfir neyðarástandi þarf forsetinn ekki heimild þingsins til að selja Sádum vopna fyrir um átta milljarða dolla, jafnvirði um 991 milljarðs íslenskra króna. Stjórn hans ætlar einnig að selja vopn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, tilkynnti þinginu um vopnasöluna í gær. Í bréfi sagði hann „illviljaðar aðgerðir“ Írana krefðust „tafarlausrar sölu“ á vopnum. „Aðgerðirnar eru grundvallarógn við stöðugleika í Miðausturlöndum og við öryggi Bandaríkjanna heima fyrir og erlendis,“ sagði Pompeo þinginu. Vopnasalan til Sáda kemur tæpum átta mánuðum eftir að sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska leyniþjónustu telur vísbendingar um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Trump og ríkisstjórn hans hafa ekkert aðhafst vegna morðsins á Khashoggi sem var búsettur í Bandaríkjunum. Trump hefur ítrekað beitt fyrir sig yfirlýsingum um neyðarástand til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd einhliða. Hann hefur lagt verndartolla á innfluttar vörur á þeim grundvelli að þær ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þá lýsti hann yfir neyðarástandi á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó til að reyna að fá heimild til að veita fé til múrsins sem hann vill reisa þar án atbeina þingsins.
Bandaríkin Donald Trump Íran Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31
Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12