Landsréttardómari telur dóm MDE „skjóta hátt yfir markið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2019 20:08 Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust. Mynd/Samsett Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, segir að hann hafi sótt um laust dómaraembætti við réttinn til að eyða óvissu um umboð sitt sem Landsréttardómari í ljósi þeirrar réttaróvissu sem hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Ásmundur telur dóm MDE jafnframt „skjóta hátt yfir markið“. Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu þann 12. mars síðastliðinn að dómarar við Landsrétt væru ólöglega skipaðir. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, sagði í dag að sitjandi dómarar, líkt og Ásmundur og Ragnheiður, geti ekki sótt um laus embætti við dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Ásmundur viðurkennir að staðan sé óvenjuleg en segist ekki sammála Jóni Steinari. „Jú, þetta er náttúrulega afar óvenjulegt og ekkert sérstaklega skemmtilegt. En eðli málsins samkvæmt, og það blasir eiginlega við, er ég ekki sammála Jóni. Ég tel að ég hafi fulla heimild eins og hver annar að sækja um þetta lausa embætti,“ segir Ásmundur. „Þetta er viðleitni af minni hálfu til þess að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um mitt umboð til að sinna mínum starfsskyldum.“ Ásmundur segist enn fremur telja að dómur Mannréttindadómstólsins frá 12. mars hafi verið mjög framsækin lögskýring og hátt yfir markið. „Mér fannst dómur Mannréttindadómstólsins skjóta hátt yfir markið. Það kannski helgast af því að maður er hálfgerður aðili að málinu, án þess að hafa fengið nokkuð tækifæri til að eiga neinn hlut að því.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15 Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, segir að hann hafi sótt um laust dómaraembætti við réttinn til að eyða óvissu um umboð sitt sem Landsréttardómari í ljósi þeirrar réttaróvissu sem hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Ásmundur telur dóm MDE jafnframt „skjóta hátt yfir markið“. Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu þann 12. mars síðastliðinn að dómarar við Landsrétt væru ólöglega skipaðir. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, sagði í dag að sitjandi dómarar, líkt og Ásmundur og Ragnheiður, geti ekki sótt um laus embætti við dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Ásmundur viðurkennir að staðan sé óvenjuleg en segist ekki sammála Jóni Steinari. „Jú, þetta er náttúrulega afar óvenjulegt og ekkert sérstaklega skemmtilegt. En eðli málsins samkvæmt, og það blasir eiginlega við, er ég ekki sammála Jóni. Ég tel að ég hafi fulla heimild eins og hver annar að sækja um þetta lausa embætti,“ segir Ásmundur. „Þetta er viðleitni af minni hálfu til þess að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um mitt umboð til að sinna mínum starfsskyldum.“ Ásmundur segist enn fremur telja að dómur Mannréttindadómstólsins frá 12. mars hafi verið mjög framsækin lögskýring og hátt yfir markið. „Mér fannst dómur Mannréttindadómstólsins skjóta hátt yfir markið. Það kannski helgast af því að maður er hálfgerður aðili að málinu, án þess að hafa fengið nokkuð tækifæri til að eiga neinn hlut að því.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15 Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15
Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45
Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent