Sand og siðanefndin Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. maí 2019 07:00 Að mínu siðferðislega fallvalta mati áttu tveir aðilar, Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Júróvisjón, og siðanefnd Alþingis, einstaklega slæma daga í síðustu viku. Hvorugur gerði gott mót. Bæði Jon Ola Sand og siðanefndin reyndu í vikunni að vera einhvers konar siðferðislegir áttavitar. Sussað var á annað fólk. Spurningarnar sem við það hafa vaknað eru í meira lagi bitastæðar. Ég hef rökstuddan grun um að siðanefnd Alþingis hafi með sínu áliti um tiltekið orðalag Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur náð að kippa grundvellinum svo til algjörlega undan eigin tilverurétti, ef hann var þá yfirleitt einhver. Orðalag siðanefndar sjálfrar um Þórhildi Sunnu má í raun nota um álit siðanefndarinnar líka. Álit hennar er „til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess“. Hugsanlegt er að siðanefndin hafi misskilið hlutverk sitt og talið að hún ætti að storka fólki siðferðislega. Það er einmitt það sem hún hefur gert. Siðferðisleg álitamál blasa við sem aldrei fyrr.Steikt fyrirbrigði Siðanefnd einhverra þriggja einstaklinga er auðvitað svolítið steikt fyrirbrigði í sjálfu sér. Þarf úrskurð siðanefndar til að segja fólki að ummæli þingmannanna á Klausturbarnum hafi verið siðlaus? Sér það ekki hver maður? Eða ekki? Dæmir ekki hver fyrir sig? Er einhver að bíða eftir áliti siðanefndar, svo hann geti ákveðið sig? Átti Ágúst Ólafur að bíða eftir úrskurði siðanefndar áður en hann ákvað að axla ábyrgð á hegðun sinni og fara í áfengismeðferð? Hvaða tilgangi þjónar álit siðanefndar í siðuðu samfélagi þar sem fólk leitast við að taka sjálft siðferðislegar ákvarðanir? Mér sýnist niðurstaðan blasa við: Einungis í siðlausu samfélagi þarf siðanefnd. Í samfélagi þar sem enginn hefur siðferðisvitund, þar þarf nefnd. Og Ísland er sem betur fer ekki komið þangað. Alveg. Hið siðlega hjá siðanefndinni á þessum tímapunkti væri að leggja sig niður með rökstuddu áliti. Í máli Þórhildar Sunnu hefur siðanefndinni tekist að snúa málum á haus og einmitt tekist í sjálfu sér að sýna að siðir verða ekki afgreiddir af nefnd. Siðir eru þjóðfélagsins. Sjálfsagt var nefndin að vanda sig en veruleikinn blasir við. Ásmundur Friðriksson fékk of mikið af aksturspeningum. Slíkt hátterni er ekki til siðferðislegrar fyrirmyndar, finnst mörgum. Þingmönnum ber að sýna hófsemi þegar aðgangur að opinberu fé er annars vegar. Það að Þórhildur Sunna segist geta rökstutt þær grunsemdir sínar að Ásmundur hafi með þessu hátterni dregið sér fé, er ekki nema sjálfsagt. Það er Ásmundar að svara þeim grunsemdum, ekki siðanefndar. Geti hann það ekki — sem mér sýnist hann hafa átt í verulegum erfiðleikum með — þá verður hann að eiga það yfir höfði sér að verulegur fjöldi fólks telur að hann hafi vísvitandi rukkað til sín of mikið fé og að hann hafi ekki gert það óvart. Og þannig er það. Nefnd trompar ekki lýðræðið Í raun mætti halda því fram að tilvist siðanefndar Alþingis sé viss móðgun við lýðræðið og siðferðisvitund fólks almennt. Fólk kýs alþingismenn. Svo rammt kveður að lýðræðislegum rétti fólks til að velja þá aðila sem því sýnist, að jafnvel mætti ímynda sér að Flokkur siðlausra byði einhvern tímann fram. Hann hefði það á stefnuskrá sinni að rífa kjaft, fara með dylgjur og reyna með öllum brögðum að nýta sér glufur í kerfinu til að skara eld að eigin köku. Ef slíkur flokkur fengi mikið fylgi, á nákvæmlega þessum forsendum, þá hefur fólkið talað. Siðanefnd gæti í kjölfarið gefið út eitt álit á dag til fordæmingar á hegðun þessara fulltrúa, en álitin hefðu enga þýðingu. Nefndin trompar aldrei lýðræðið. Það er gagnvart kjósendum, en ekki nefndinni, sem þingmenn svara fyrir gjörðir sínar. Hvað Sand varðar Víkur þá sögunni að Sand. Ég vil meina að þessi alla jafna góðlegi maður hafi ekki gert gott mót í liðinni viku af svipuðum ástæðum og siðanefnd Alþingis. Hann sneri siðferði á haus. Af fréttum að dæma virðist Jon Ola Sand hafa haft verulegar áhyggjur af Hatara og leitast við að koma í veg fyrir að hljómsveitarmeðlimir sýndu heilbrigðan hug sinn til mannréttinda á þessari flugeldasýningu friðar og kærleika. Ef Sand hefur sterka siðferðisvitund, þá ætti hann að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá? Ætti ekki veröldin að vera frekar svona: Ef þjóð ætlar að fara með hernaði gegn annarri þjóð og varpa jafnvel sprengjum á börn, er þá hægt að bjóða listafólki með einhverja samvisku upp á það að grjóthalda kjafti og syngja bara um ást og frið í slíku landi? Hvorki Sand né siðanefnd getur fyrirskipað frið, ef friður ríkir ekki. Það verður ekki komist hjá gagnrýni, hefði Sand átt að segja við Ísrael. Og siðanefndin við Ásmund. Þið verðið að feisa gjörðir ykkar. Þannig er lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að mínu siðferðislega fallvalta mati áttu tveir aðilar, Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Júróvisjón, og siðanefnd Alþingis, einstaklega slæma daga í síðustu viku. Hvorugur gerði gott mót. Bæði Jon Ola Sand og siðanefndin reyndu í vikunni að vera einhvers konar siðferðislegir áttavitar. Sussað var á annað fólk. Spurningarnar sem við það hafa vaknað eru í meira lagi bitastæðar. Ég hef rökstuddan grun um að siðanefnd Alþingis hafi með sínu áliti um tiltekið orðalag Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur náð að kippa grundvellinum svo til algjörlega undan eigin tilverurétti, ef hann var þá yfirleitt einhver. Orðalag siðanefndar sjálfrar um Þórhildi Sunnu má í raun nota um álit siðanefndarinnar líka. Álit hennar er „til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess“. Hugsanlegt er að siðanefndin hafi misskilið hlutverk sitt og talið að hún ætti að storka fólki siðferðislega. Það er einmitt það sem hún hefur gert. Siðferðisleg álitamál blasa við sem aldrei fyrr.Steikt fyrirbrigði Siðanefnd einhverra þriggja einstaklinga er auðvitað svolítið steikt fyrirbrigði í sjálfu sér. Þarf úrskurð siðanefndar til að segja fólki að ummæli þingmannanna á Klausturbarnum hafi verið siðlaus? Sér það ekki hver maður? Eða ekki? Dæmir ekki hver fyrir sig? Er einhver að bíða eftir áliti siðanefndar, svo hann geti ákveðið sig? Átti Ágúst Ólafur að bíða eftir úrskurði siðanefndar áður en hann ákvað að axla ábyrgð á hegðun sinni og fara í áfengismeðferð? Hvaða tilgangi þjónar álit siðanefndar í siðuðu samfélagi þar sem fólk leitast við að taka sjálft siðferðislegar ákvarðanir? Mér sýnist niðurstaðan blasa við: Einungis í siðlausu samfélagi þarf siðanefnd. Í samfélagi þar sem enginn hefur siðferðisvitund, þar þarf nefnd. Og Ísland er sem betur fer ekki komið þangað. Alveg. Hið siðlega hjá siðanefndinni á þessum tímapunkti væri að leggja sig niður með rökstuddu áliti. Í máli Þórhildar Sunnu hefur siðanefndinni tekist að snúa málum á haus og einmitt tekist í sjálfu sér að sýna að siðir verða ekki afgreiddir af nefnd. Siðir eru þjóðfélagsins. Sjálfsagt var nefndin að vanda sig en veruleikinn blasir við. Ásmundur Friðriksson fékk of mikið af aksturspeningum. Slíkt hátterni er ekki til siðferðislegrar fyrirmyndar, finnst mörgum. Þingmönnum ber að sýna hófsemi þegar aðgangur að opinberu fé er annars vegar. Það að Þórhildur Sunna segist geta rökstutt þær grunsemdir sínar að Ásmundur hafi með þessu hátterni dregið sér fé, er ekki nema sjálfsagt. Það er Ásmundar að svara þeim grunsemdum, ekki siðanefndar. Geti hann það ekki — sem mér sýnist hann hafa átt í verulegum erfiðleikum með — þá verður hann að eiga það yfir höfði sér að verulegur fjöldi fólks telur að hann hafi vísvitandi rukkað til sín of mikið fé og að hann hafi ekki gert það óvart. Og þannig er það. Nefnd trompar ekki lýðræðið Í raun mætti halda því fram að tilvist siðanefndar Alþingis sé viss móðgun við lýðræðið og siðferðisvitund fólks almennt. Fólk kýs alþingismenn. Svo rammt kveður að lýðræðislegum rétti fólks til að velja þá aðila sem því sýnist, að jafnvel mætti ímynda sér að Flokkur siðlausra byði einhvern tímann fram. Hann hefði það á stefnuskrá sinni að rífa kjaft, fara með dylgjur og reyna með öllum brögðum að nýta sér glufur í kerfinu til að skara eld að eigin köku. Ef slíkur flokkur fengi mikið fylgi, á nákvæmlega þessum forsendum, þá hefur fólkið talað. Siðanefnd gæti í kjölfarið gefið út eitt álit á dag til fordæmingar á hegðun þessara fulltrúa, en álitin hefðu enga þýðingu. Nefndin trompar aldrei lýðræðið. Það er gagnvart kjósendum, en ekki nefndinni, sem þingmenn svara fyrir gjörðir sínar. Hvað Sand varðar Víkur þá sögunni að Sand. Ég vil meina að þessi alla jafna góðlegi maður hafi ekki gert gott mót í liðinni viku af svipuðum ástæðum og siðanefnd Alþingis. Hann sneri siðferði á haus. Af fréttum að dæma virðist Jon Ola Sand hafa haft verulegar áhyggjur af Hatara og leitast við að koma í veg fyrir að hljómsveitarmeðlimir sýndu heilbrigðan hug sinn til mannréttinda á þessari flugeldasýningu friðar og kærleika. Ef Sand hefur sterka siðferðisvitund, þá ætti hann að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá? Ætti ekki veröldin að vera frekar svona: Ef þjóð ætlar að fara með hernaði gegn annarri þjóð og varpa jafnvel sprengjum á börn, er þá hægt að bjóða listafólki með einhverja samvisku upp á það að grjóthalda kjafti og syngja bara um ást og frið í slíku landi? Hvorki Sand né siðanefnd getur fyrirskipað frið, ef friður ríkir ekki. Það verður ekki komist hjá gagnrýni, hefði Sand átt að segja við Ísrael. Og siðanefndin við Ásmund. Þið verðið að feisa gjörðir ykkar. Þannig er lífið.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar