Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 11:45 Þjófapar hefur herjað á ferðamenn við Gullfoss og Geysi að undanförnu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. Ferðamenn sem sótt hafa náttúruperlurnar við Geysi og Gullfoss hafa orðið fyrir barðinu á þjófagengi og segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að fjölmörg mál hafi verið tilkynnt til lögreglu á undanförnum dögum. „Þetta eru fjögur eða fimm tilfelli sem hafa verið tilkynnt til okkar og það er nú aðallega verið að stela gjaldeyri það sem svona munstrið sem við erum að sjá í þessu, það er verið að ná í peninga,“ segir Sveinn Kristján og bætir við að fólkið hafa notað þá aðferð að seilast í vasa ferðamanna á svæðinu. „Já í rauninni. Þau virðast sækja veski og týna úr þeim gjaldeyri og skilja allt annað eftir,“ segir Sveinn. Eftir að tilkynningar um parið tóku að berast fór lögregla að fylgjast með ferðum þeirra en þau voru svo handtekin vegna málsins.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2„Við höfum svo sem verið að fylgjast með þeim. Bæði sent einkennisklædda og óeinkennisklædda lögreglumenn inn á svæðið til þess að fylgjast með þeim og við handtókum þau nú, ætli það sé ekki hálfur mánuður síðan, þá voru þau með töluvert af gjaldeyri á sér,“ segir Sveinn. Fólkið kom hingað til lands sem ferðamenn. Sveinn segir fólkið hafa náð töluverðum fjárhæðum af fólki þegar öll málin eru tekin saman. „Þetta eru einhverjir, jú sjálfsagt einhverjir hundrað þúsund kallar,“ segir Sveinn.Er búið að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig? „Nei, það er ekki. En við reynum að fylgjast með eins og við getum og starfsfólk á þessu svæði upplýst,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. Ferðamenn sem sótt hafa náttúruperlurnar við Geysi og Gullfoss hafa orðið fyrir barðinu á þjófagengi og segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að fjölmörg mál hafi verið tilkynnt til lögreglu á undanförnum dögum. „Þetta eru fjögur eða fimm tilfelli sem hafa verið tilkynnt til okkar og það er nú aðallega verið að stela gjaldeyri það sem svona munstrið sem við erum að sjá í þessu, það er verið að ná í peninga,“ segir Sveinn Kristján og bætir við að fólkið hafa notað þá aðferð að seilast í vasa ferðamanna á svæðinu. „Já í rauninni. Þau virðast sækja veski og týna úr þeim gjaldeyri og skilja allt annað eftir,“ segir Sveinn. Eftir að tilkynningar um parið tóku að berast fór lögregla að fylgjast með ferðum þeirra en þau voru svo handtekin vegna málsins.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2„Við höfum svo sem verið að fylgjast með þeim. Bæði sent einkennisklædda og óeinkennisklædda lögreglumenn inn á svæðið til þess að fylgjast með þeim og við handtókum þau nú, ætli það sé ekki hálfur mánuður síðan, þá voru þau með töluvert af gjaldeyri á sér,“ segir Sveinn. Fólkið kom hingað til lands sem ferðamenn. Sveinn segir fólkið hafa náð töluverðum fjárhæðum af fólki þegar öll málin eru tekin saman. „Þetta eru einhverjir, jú sjálfsagt einhverjir hundrað þúsund kallar,“ segir Sveinn.Er búið að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig? „Nei, það er ekki. En við reynum að fylgjast með eins og við getum og starfsfólk á þessu svæði upplýst,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira