Innlent

Kostnaður gjaldfrjálsra strætóferða fyrir börn og ungmenni í Reykjavík 200 milljónir króna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Börn og ungmenni borga nú 235 krónur fyrir hverja ferð í Strætó.
Börn og ungmenni borga nú 235 krónur fyrir hverja ferð í Strætó. Vísir/vilhelm
Í svari Strætó bs. við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað við að grunnskólanemar í Reykjavík fengju frítt í Strætó segir að kostnaður við það yrðu 200 þúsund krónur. Núverandi gjald fyrir ungmenni frá 12-17 ára eru 235 krónur fyrir hverja ferð.

Heildarfargjaldatekjur Strætó voru um 1,9 milljarðar króna árið 2018 en fargjaldatekjur af afsláttarfargjöldum barna og ungmenna voru u.þ.b. 360 milljónir króna. U.þ.b. 57% þeirra tekna komu frá ungmennum sem búsett eru í Reykjavík, en þar sem þessi fyrirspurn átti aðeins við um íbúa Reykjavíkur er hlutur ungmenna í Reykjavík 200 milljónir króna.

„Miðað við núverandi greiðslufyrirkomulag væri ómögulegt fyrir vagnstjóra að ætla að gera greinarmun á því hvort barn og/eða ungmenni ætti rétt á því að ferðast frítt eða ekki, þ.e. ef einungis börn og ungmenni sem eru búsett í Reykjavík ættu að fá frítt í Strætó,“ stóð í svari Strætó bs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×