Bæta úr aðgengi fyrir fatlaða í sjóböðunum Sveinn Arnarsson skrifar 6. júní 2019 08:30 Sjóböðin við Húsavík hafa verið afar fjölsótt upp á síðkastið og hafa vakið verðskuldaða athygli og lof ferðalanga, erlendra sem íslenskra. MYND/GEOSEA Sjóböðin á Húsavíkurhöfða, sem voru opnuð í september síðastliðnum, hafa ekki að fullu staðið við fyrirliggjandi hönnum þegar kemur að aðgengi fatlaðra. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings fer fram á að útbúnaður í búningsklefum verði lagaður svo að hann henti fötluðu fólki, til samræmis við hönnun hússins. Sjálfsbjörg kvartaði til byggingarfulltrúa varðandi aðgengi og upplifun fatlaðra í sjóböðunum. Taldi sambandið ýmsa vankanta á þar sem um baðstað væri að ræða sem opinn væri öllum. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, segir stutt síðan staðurinn var opnaður og að unnið sé að endurbótum. „Við viljum leggja okkur fram um að aðgengi allra að sjóböðunum sé sem best. Við erum að vinna í lagfæringum til að koma til móts við þennan hóp fólks. Mikilvægt er að vinna þær umbætur hratt og örugglega,“ segir Sigurjón. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings svaraði Sjálfsbjörg í byrjun júní. Byggingarfulltrúi fer fram á í skýrslu að búningsklefar sjóbaðanna verði útbúnir þannig að það henti fötluðum sem allra fyrst þar sem stuðningshandföng hafi ekki verið sett upp. Einnig var gert ráð fyrir að ein sturta ætti að vera í hvorum klefa sem hentaði fötluðum einstaklingum. „Þó er enn hvorki búið að setja upp sæti né stuðningshandföng til samræmis við hönnun.“ Byggingarfulltrúi fer einnig fram á það við fyrirtækið að sturtur verði útbúnar til samræmis við fyrirliggjandi hönnun. Einnig segir í skýrslunni að við hönnun hússins hafi verið lagt í gerð ramps af bílastæðum sem ætti að þjónusta fatlaða sem ófatlaða. „ Þannig stenst núverandi aðkoma að húsinu ákvæði reglugerðar að mestu en raunar ekki að alveg öllu leyti þar sem hluti hans telst of brattur,“ segir í skýrslu byggingarfulltrúans. Hægt er að aka fólki í hjólastólum inn að sunnanverðu. Hins vegar telur Sigurjón, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, að „ekki sé æskilegt að aka ökutækjum nema í undantekningartilvikum nærri baðstað til að vernda upplifun gesta.“ Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir eðlilegt að hugað sé að þörfum allra áður en staðir eins og sjóböðin séu opnaðir. „Ég er búinn að vera í samskiptum við fyrirtækið sem rekur sjóböðin nú í nokkuð langan tíma. Það er hvimleitt að við þurfum að standa í þessu því þetta ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál,“ segir Bergur Þorri. „Það sem skiptir máli er að hugað sé að málum sem þessum áður en haldið er í svo stórar framkvæmdir.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Sjóböðin á Húsavíkurhöfða, sem voru opnuð í september síðastliðnum, hafa ekki að fullu staðið við fyrirliggjandi hönnum þegar kemur að aðgengi fatlaðra. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings fer fram á að útbúnaður í búningsklefum verði lagaður svo að hann henti fötluðu fólki, til samræmis við hönnun hússins. Sjálfsbjörg kvartaði til byggingarfulltrúa varðandi aðgengi og upplifun fatlaðra í sjóböðunum. Taldi sambandið ýmsa vankanta á þar sem um baðstað væri að ræða sem opinn væri öllum. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, segir stutt síðan staðurinn var opnaður og að unnið sé að endurbótum. „Við viljum leggja okkur fram um að aðgengi allra að sjóböðunum sé sem best. Við erum að vinna í lagfæringum til að koma til móts við þennan hóp fólks. Mikilvægt er að vinna þær umbætur hratt og örugglega,“ segir Sigurjón. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings svaraði Sjálfsbjörg í byrjun júní. Byggingarfulltrúi fer fram á í skýrslu að búningsklefar sjóbaðanna verði útbúnir þannig að það henti fötluðum sem allra fyrst þar sem stuðningshandföng hafi ekki verið sett upp. Einnig var gert ráð fyrir að ein sturta ætti að vera í hvorum klefa sem hentaði fötluðum einstaklingum. „Þó er enn hvorki búið að setja upp sæti né stuðningshandföng til samræmis við hönnun.“ Byggingarfulltrúi fer einnig fram á það við fyrirtækið að sturtur verði útbúnar til samræmis við fyrirliggjandi hönnun. Einnig segir í skýrslunni að við hönnun hússins hafi verið lagt í gerð ramps af bílastæðum sem ætti að þjónusta fatlaða sem ófatlaða. „ Þannig stenst núverandi aðkoma að húsinu ákvæði reglugerðar að mestu en raunar ekki að alveg öllu leyti þar sem hluti hans telst of brattur,“ segir í skýrslu byggingarfulltrúans. Hægt er að aka fólki í hjólastólum inn að sunnanverðu. Hins vegar telur Sigurjón, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, að „ekki sé æskilegt að aka ökutækjum nema í undantekningartilvikum nærri baðstað til að vernda upplifun gesta.“ Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir eðlilegt að hugað sé að þörfum allra áður en staðir eins og sjóböðin séu opnaðir. „Ég er búinn að vera í samskiptum við fyrirtækið sem rekur sjóböðin nú í nokkuð langan tíma. Það er hvimleitt að við þurfum að standa í þessu því þetta ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál,“ segir Bergur Þorri. „Það sem skiptir máli er að hugað sé að málum sem þessum áður en haldið er í svo stórar framkvæmdir.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira