Bæta úr aðgengi fyrir fatlaða í sjóböðunum Sveinn Arnarsson skrifar 6. júní 2019 08:30 Sjóböðin við Húsavík hafa verið afar fjölsótt upp á síðkastið og hafa vakið verðskuldaða athygli og lof ferðalanga, erlendra sem íslenskra. MYND/GEOSEA Sjóböðin á Húsavíkurhöfða, sem voru opnuð í september síðastliðnum, hafa ekki að fullu staðið við fyrirliggjandi hönnum þegar kemur að aðgengi fatlaðra. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings fer fram á að útbúnaður í búningsklefum verði lagaður svo að hann henti fötluðu fólki, til samræmis við hönnun hússins. Sjálfsbjörg kvartaði til byggingarfulltrúa varðandi aðgengi og upplifun fatlaðra í sjóböðunum. Taldi sambandið ýmsa vankanta á þar sem um baðstað væri að ræða sem opinn væri öllum. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, segir stutt síðan staðurinn var opnaður og að unnið sé að endurbótum. „Við viljum leggja okkur fram um að aðgengi allra að sjóböðunum sé sem best. Við erum að vinna í lagfæringum til að koma til móts við þennan hóp fólks. Mikilvægt er að vinna þær umbætur hratt og örugglega,“ segir Sigurjón. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings svaraði Sjálfsbjörg í byrjun júní. Byggingarfulltrúi fer fram á í skýrslu að búningsklefar sjóbaðanna verði útbúnir þannig að það henti fötluðum sem allra fyrst þar sem stuðningshandföng hafi ekki verið sett upp. Einnig var gert ráð fyrir að ein sturta ætti að vera í hvorum klefa sem hentaði fötluðum einstaklingum. „Þó er enn hvorki búið að setja upp sæti né stuðningshandföng til samræmis við hönnun.“ Byggingarfulltrúi fer einnig fram á það við fyrirtækið að sturtur verði útbúnar til samræmis við fyrirliggjandi hönnun. Einnig segir í skýrslunni að við hönnun hússins hafi verið lagt í gerð ramps af bílastæðum sem ætti að þjónusta fatlaða sem ófatlaða. „ Þannig stenst núverandi aðkoma að húsinu ákvæði reglugerðar að mestu en raunar ekki að alveg öllu leyti þar sem hluti hans telst of brattur,“ segir í skýrslu byggingarfulltrúans. Hægt er að aka fólki í hjólastólum inn að sunnanverðu. Hins vegar telur Sigurjón, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, að „ekki sé æskilegt að aka ökutækjum nema í undantekningartilvikum nærri baðstað til að vernda upplifun gesta.“ Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir eðlilegt að hugað sé að þörfum allra áður en staðir eins og sjóböðin séu opnaðir. „Ég er búinn að vera í samskiptum við fyrirtækið sem rekur sjóböðin nú í nokkuð langan tíma. Það er hvimleitt að við þurfum að standa í þessu því þetta ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál,“ segir Bergur Þorri. „Það sem skiptir máli er að hugað sé að málum sem þessum áður en haldið er í svo stórar framkvæmdir.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Sjóböðin á Húsavíkurhöfða, sem voru opnuð í september síðastliðnum, hafa ekki að fullu staðið við fyrirliggjandi hönnum þegar kemur að aðgengi fatlaðra. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings fer fram á að útbúnaður í búningsklefum verði lagaður svo að hann henti fötluðu fólki, til samræmis við hönnun hússins. Sjálfsbjörg kvartaði til byggingarfulltrúa varðandi aðgengi og upplifun fatlaðra í sjóböðunum. Taldi sambandið ýmsa vankanta á þar sem um baðstað væri að ræða sem opinn væri öllum. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, segir stutt síðan staðurinn var opnaður og að unnið sé að endurbótum. „Við viljum leggja okkur fram um að aðgengi allra að sjóböðunum sé sem best. Við erum að vinna í lagfæringum til að koma til móts við þennan hóp fólks. Mikilvægt er að vinna þær umbætur hratt og örugglega,“ segir Sigurjón. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings svaraði Sjálfsbjörg í byrjun júní. Byggingarfulltrúi fer fram á í skýrslu að búningsklefar sjóbaðanna verði útbúnir þannig að það henti fötluðum sem allra fyrst þar sem stuðningshandföng hafi ekki verið sett upp. Einnig var gert ráð fyrir að ein sturta ætti að vera í hvorum klefa sem hentaði fötluðum einstaklingum. „Þó er enn hvorki búið að setja upp sæti né stuðningshandföng til samræmis við hönnun.“ Byggingarfulltrúi fer einnig fram á það við fyrirtækið að sturtur verði útbúnar til samræmis við fyrirliggjandi hönnun. Einnig segir í skýrslunni að við hönnun hússins hafi verið lagt í gerð ramps af bílastæðum sem ætti að þjónusta fatlaða sem ófatlaða. „ Þannig stenst núverandi aðkoma að húsinu ákvæði reglugerðar að mestu en raunar ekki að alveg öllu leyti þar sem hluti hans telst of brattur,“ segir í skýrslu byggingarfulltrúans. Hægt er að aka fólki í hjólastólum inn að sunnanverðu. Hins vegar telur Sigurjón, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, að „ekki sé æskilegt að aka ökutækjum nema í undantekningartilvikum nærri baðstað til að vernda upplifun gesta.“ Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir eðlilegt að hugað sé að þörfum allra áður en staðir eins og sjóböðin séu opnaðir. „Ég er búinn að vera í samskiptum við fyrirtækið sem rekur sjóböðin nú í nokkuð langan tíma. Það er hvimleitt að við þurfum að standa í þessu því þetta ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál,“ segir Bergur Þorri. „Það sem skiptir máli er að hugað sé að málum sem þessum áður en haldið er í svo stórar framkvæmdir.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira