Forseti borgarstjórnar vill bjórkæli í búðina Ari Brynjólfsson skrifar 6. júní 2019 07:15 Dóra Björt Guðjónsdóttir, hér fyrir miðri mynd, er forseti borgarstjórnar. fréttablaðið/anton brink Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, skorar á Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að setja aftur kæla í Vínbúðina í Austurstræti. Kælirinn var fjarlægður árið 2007 að ósk Vilhjálms Vilhjálmssonar, þáverandi borgarstjóra. Líkt og greint var frá í gær var tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um að afnema einokunarverslun ríkisins ekki afgreidd og var hún í kjölfar tillögu borgarstjóra send til umsagnar. „Á meðan við ræddum málið í marga klukkutíma á síðasta borgarstjórnarfundi mundi ég eftir því þegar borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins ákvað að taka út kæla úr Vínbúðinni í Austurstræti og banna sölu stakra bjóra. Til þess þá að reyna að bola heimilislausu fólki með margþættan vanda í burtu af Austurvelli, eins og þú losnir allt í einu við áfengisvanda með því að bjóðast ekki lengur kaldur, áfengur drykkur. Tel ég þetta því vera magnaða skammsýni sem kemur svo bara niður á öllum á svæðinu,“ segir Dóra Björt. „Neyslustýring hefur oft ekki tilætluð áhrif. Mér finnst, byggt á mínum frjálslyndis- og umburðarlyndishugsjónum, að við eigum frekar að hjálpa og styðja við fólk en að stjórna því. Við eigum ekki að hafa alltaf áhyggjur af því að fólk vilji njóta lífsins.“ Sigrún Ósk Sig urðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir núverandi húsnæði ekki bjóða upp á stóran kæli sem hægt væri að ganga inn í. Í dag sé aðeins að finna kæliskáp í versluninni í Kringlunni. Vildi hún að öðru leyti ekki tjá sig þar sem ekki hefði borist formlegt erindi. Fram kemur í nýrri könnun Maskínu að aldrei hafi jafn margir Íslendingar verið hlynntir sölu áfengis í einkareknum verslunum, 44 prósent eru því hlynnt en 40 prósent á móti. „Við þurfum að láta af þessari forræðishyggju og átta okkur á því að Íslendingar eru orðnir frjálslyndari og afslappaðri, því vil ég skora á ÁTVR að setja inn aftur kælana í Vínbúðina í Austurstræti. Þannig getur fólk á þessu svæði notið áfengis með litlum fyrirvara, frekar en að þurfa að fara inn á bari og kaupa áfengi dýrum dómum eða drekka hlandvolgan bjór.“ Dóra Björt studdi tillöguna sjálf, það gerðu einnig aðrir Píratar, borgarfulltrúar Viðreisnar og tveir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örn Þórðarson, var á móti. Málið mætti einnig andstöðu hjá öðrum fulltrúum Samfylkingarinnar, Miðflokksins, Flokki fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Dóra Björt segir það skjóta skökku við að Sjálfstæðismenn séu að setja þetta mál á dagskrá í borgarstjórn þegar þeir séu í ríkisstjórn. „Ég skil ekki alveg þennan skyndilega ákafa Sjálfstæðismanna í þessu máli þó ég styðji það. Þetta er flokkur sem hefur verið við völd á þingi í áratugi en samt hefur málið aldrei farið í aðra umræðu á þinginu,“ segir forseti borgarstjórnar. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, skorar á Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að setja aftur kæla í Vínbúðina í Austurstræti. Kælirinn var fjarlægður árið 2007 að ósk Vilhjálms Vilhjálmssonar, þáverandi borgarstjóra. Líkt og greint var frá í gær var tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um að afnema einokunarverslun ríkisins ekki afgreidd og var hún í kjölfar tillögu borgarstjóra send til umsagnar. „Á meðan við ræddum málið í marga klukkutíma á síðasta borgarstjórnarfundi mundi ég eftir því þegar borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins ákvað að taka út kæla úr Vínbúðinni í Austurstræti og banna sölu stakra bjóra. Til þess þá að reyna að bola heimilislausu fólki með margþættan vanda í burtu af Austurvelli, eins og þú losnir allt í einu við áfengisvanda með því að bjóðast ekki lengur kaldur, áfengur drykkur. Tel ég þetta því vera magnaða skammsýni sem kemur svo bara niður á öllum á svæðinu,“ segir Dóra Björt. „Neyslustýring hefur oft ekki tilætluð áhrif. Mér finnst, byggt á mínum frjálslyndis- og umburðarlyndishugsjónum, að við eigum frekar að hjálpa og styðja við fólk en að stjórna því. Við eigum ekki að hafa alltaf áhyggjur af því að fólk vilji njóta lífsins.“ Sigrún Ósk Sig urðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir núverandi húsnæði ekki bjóða upp á stóran kæli sem hægt væri að ganga inn í. Í dag sé aðeins að finna kæliskáp í versluninni í Kringlunni. Vildi hún að öðru leyti ekki tjá sig þar sem ekki hefði borist formlegt erindi. Fram kemur í nýrri könnun Maskínu að aldrei hafi jafn margir Íslendingar verið hlynntir sölu áfengis í einkareknum verslunum, 44 prósent eru því hlynnt en 40 prósent á móti. „Við þurfum að láta af þessari forræðishyggju og átta okkur á því að Íslendingar eru orðnir frjálslyndari og afslappaðri, því vil ég skora á ÁTVR að setja inn aftur kælana í Vínbúðina í Austurstræti. Þannig getur fólk á þessu svæði notið áfengis með litlum fyrirvara, frekar en að þurfa að fara inn á bari og kaupa áfengi dýrum dómum eða drekka hlandvolgan bjór.“ Dóra Björt studdi tillöguna sjálf, það gerðu einnig aðrir Píratar, borgarfulltrúar Viðreisnar og tveir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örn Þórðarson, var á móti. Málið mætti einnig andstöðu hjá öðrum fulltrúum Samfylkingarinnar, Miðflokksins, Flokki fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Dóra Björt segir það skjóta skökku við að Sjálfstæðismenn séu að setja þetta mál á dagskrá í borgarstjórn þegar þeir séu í ríkisstjórn. „Ég skil ekki alveg þennan skyndilega ákafa Sjálfstæðismanna í þessu máli þó ég styðji það. Þetta er flokkur sem hefur verið við völd á þingi í áratugi en samt hefur málið aldrei farið í aðra umræðu á þinginu,“ segir forseti borgarstjórnar.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira