Áskorun um áfengi í búðir send til umsagnar í borgarnefndum Ari Brynjólfsson skrifar 5. júní 2019 07:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að skora á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu var vísað til umsagnar í borgarstjórn í gær. Borgarfulltrúar Viðreisnar og Pírata styðja málið ásamt borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að vísa málinu til umhverfis- og skipulagssviðs og skóla- og frístundasviðs. Það var samþykkt með tólf atkvæðum gegn tíu. „Þetta styður við markmið borgarinnar í aðalskipulagi um að gera hverfin meira sjálfbær. Markmiðið er að fólk geti sótt sér alla helstu þjónustu inni í hverfunum, við viljum þannig koma í veg fyrir að fólk þurfi þá að fara allar leiðir á bíl,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem talaði fyrir tillögunni. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, sagði ekkert liggja á, það væri nægur tíma til að fá umsagnir. „Stuðningur Viðreisnar og Pírata hefði nægt til að tryggja þessu einfalda frelsismáli framgang. Vandræðalegt að fulltrúar þessara flokki hafi ekki staðið með prinsippunum er til kastanna kom,“ segir Hildur. Alþingi hefur oft tekið fyrir frumvörp um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu. Nú er frumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, á borði velferðarnefndar. Fram kemur í umsögn Embættis landlæknis að það geti haft skaðleg áhrif á heilbrigði þar sem niðurstöður rannsókna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýni að takmarkað aðgengi dragi úr neyslu. Hildur segir alls ekki gert lítið úr skaðlegum áhrifum áfengis. „Við teljum forvarnir bestu leiðina til að tækla það. Fólk virðist ekki alltaf gera sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag tryggir mjög gott aðgengi að áfengi.“ Bendir hún á mikla fjölgun Vínbúða og lengri opnunartíma. „Þar er líka mikið úrval og verðinu haldið í algjöru lágmarki, svo miklu að það má færa fyrir því að rök að Vínbúðirnar séu reknar með tapi. Hildur segir að setja megi einkaaðilum skorður með löggjöf, til dæmis á hvaða tíma má selja og undir hvaða kringumstæðum. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er andvíg málinu. Hún segir að leyfa áfengissölu í smásölu hafi ekkert að gera með eflingu nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur eða styrkingar hverfaverslana. „Það þarf mikið ímyndunarafl til að blanda saman markmiði aðalskipulags Reykjavíkur og frekara frjálsu aðgengi að áfengi,“ segir í bókun Vigdísar. Nú þegar séu útsölustaðir í Reykjavík í öllum hverfum borgarinnar, þar að auki þurfi borgin að viðurkenna aukin vandamál vegna vímuefnaneyslu og fjölgun heimilislausra af þeim sökum. „Þessi tillaga á ekkert skylt við frelsi. Frelsi til áfengiskaupa er nú þegar til staðar.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að skora á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu var vísað til umsagnar í borgarstjórn í gær. Borgarfulltrúar Viðreisnar og Pírata styðja málið ásamt borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að vísa málinu til umhverfis- og skipulagssviðs og skóla- og frístundasviðs. Það var samþykkt með tólf atkvæðum gegn tíu. „Þetta styður við markmið borgarinnar í aðalskipulagi um að gera hverfin meira sjálfbær. Markmiðið er að fólk geti sótt sér alla helstu þjónustu inni í hverfunum, við viljum þannig koma í veg fyrir að fólk þurfi þá að fara allar leiðir á bíl,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem talaði fyrir tillögunni. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, sagði ekkert liggja á, það væri nægur tíma til að fá umsagnir. „Stuðningur Viðreisnar og Pírata hefði nægt til að tryggja þessu einfalda frelsismáli framgang. Vandræðalegt að fulltrúar þessara flokki hafi ekki staðið með prinsippunum er til kastanna kom,“ segir Hildur. Alþingi hefur oft tekið fyrir frumvörp um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu. Nú er frumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, á borði velferðarnefndar. Fram kemur í umsögn Embættis landlæknis að það geti haft skaðleg áhrif á heilbrigði þar sem niðurstöður rannsókna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýni að takmarkað aðgengi dragi úr neyslu. Hildur segir alls ekki gert lítið úr skaðlegum áhrifum áfengis. „Við teljum forvarnir bestu leiðina til að tækla það. Fólk virðist ekki alltaf gera sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag tryggir mjög gott aðgengi að áfengi.“ Bendir hún á mikla fjölgun Vínbúða og lengri opnunartíma. „Þar er líka mikið úrval og verðinu haldið í algjöru lágmarki, svo miklu að það má færa fyrir því að rök að Vínbúðirnar séu reknar með tapi. Hildur segir að setja megi einkaaðilum skorður með löggjöf, til dæmis á hvaða tíma má selja og undir hvaða kringumstæðum. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er andvíg málinu. Hún segir að leyfa áfengissölu í smásölu hafi ekkert að gera með eflingu nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur eða styrkingar hverfaverslana. „Það þarf mikið ímyndunarafl til að blanda saman markmiði aðalskipulags Reykjavíkur og frekara frjálsu aðgengi að áfengi,“ segir í bókun Vigdísar. Nú þegar séu útsölustaðir í Reykjavík í öllum hverfum borgarinnar, þar að auki þurfi borgin að viðurkenna aukin vandamál vegna vímuefnaneyslu og fjölgun heimilislausra af þeim sökum. „Þessi tillaga á ekkert skylt við frelsi. Frelsi til áfengiskaupa er nú þegar til staðar.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira