Týndur stuðningsmaður Liverpool fannst í fangelsi í Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 19:30 Stuðningsmenn Liverpool sem tengjast fréttinni ekki en voru staddir á Estadio Wanda Metropolitano á laugardagskvöldið. Getty/Matthew Ashton Hinn 23 ára gamli Macauley Negus týndist í Madrid á laugardagskvöldið þegar hann fagnaði sigri síns liðs í Meistaradeildinni. Liverpool vann þarna sinn sjötta sigur í Evrópukeppni meistaraliða og tugþúsundir stuðningsmanna fögnuðu langt fram á nótt á götum Madridar. Macauley Negus var einn af þeim. Fjölskylda hans hafði aftur á móti áhyggjur þegar ekkert fréttist af Macauley á sunnudeginum og fór að grennslast fyrir um hann. Macauley Negus hafði farið á leikinn með föður sínum og þeir höfðu keyrt saman suður til Spánar.A Liverpool fan reported missing in Madrid following the #ChampionsLeague final has been arrested, according to Spanish media. More details ➡ https://t.co/ipR8DdWVO2#bbcfootball#LFC#UCLFinalpic.twitter.com/ZBSGoota1g — BBC Sport (@BBCSport) June 3, 2019Macauley hafði verið í Goya hverfinu í Madrid þegar hann hvarf. Faðir hans vissi ekki hvar hann var. Fréttirnar af hvarfi Macauley Negus fóru eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og margir buðust til að hjálpa til við leitina. Macauley Negus fannst hins vegar á ólíklegum stað eða í haldi spænsku lögreglunnar. Hún hafði handtekið hann fyrir að reyna að ráðast á lögreglumann. Spænski fjölmiðillinn TeleMadrid sagði fyrst frá því að strákurinn hafi verið handtekinn. Plymouth Live var í sambandi við fjölskylduna sem er enn að reyna að komast að staðreyndunum á bak við að Macauley þeirra var handtekinn. Fjölskyldan þakkaði aðstoðina en þúsundir stuðningsmanna Liverpool og aðrir höfðu farið boðið fram aðstoð sína eða lýst eftir honum á samfélagsmiðlum. Macauley átti að koma fyrir framan dómara í dag en hann missti af heimförinni og gat ekki tekið þátt í sigurskrúðgöngu Liverpool liðsins í gær. Reyndar er spurning hvort þeir feðgar hefðu náð heim í tíma enda tekur það 22 klukkutíma að keyra þessa leið án þess að stoppa. England Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spánn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Macauley Negus týndist í Madrid á laugardagskvöldið þegar hann fagnaði sigri síns liðs í Meistaradeildinni. Liverpool vann þarna sinn sjötta sigur í Evrópukeppni meistaraliða og tugþúsundir stuðningsmanna fögnuðu langt fram á nótt á götum Madridar. Macauley Negus var einn af þeim. Fjölskylda hans hafði aftur á móti áhyggjur þegar ekkert fréttist af Macauley á sunnudeginum og fór að grennslast fyrir um hann. Macauley Negus hafði farið á leikinn með föður sínum og þeir höfðu keyrt saman suður til Spánar.A Liverpool fan reported missing in Madrid following the #ChampionsLeague final has been arrested, according to Spanish media. More details ➡ https://t.co/ipR8DdWVO2#bbcfootball#LFC#UCLFinalpic.twitter.com/ZBSGoota1g — BBC Sport (@BBCSport) June 3, 2019Macauley hafði verið í Goya hverfinu í Madrid þegar hann hvarf. Faðir hans vissi ekki hvar hann var. Fréttirnar af hvarfi Macauley Negus fóru eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og margir buðust til að hjálpa til við leitina. Macauley Negus fannst hins vegar á ólíklegum stað eða í haldi spænsku lögreglunnar. Hún hafði handtekið hann fyrir að reyna að ráðast á lögreglumann. Spænski fjölmiðillinn TeleMadrid sagði fyrst frá því að strákurinn hafi verið handtekinn. Plymouth Live var í sambandi við fjölskylduna sem er enn að reyna að komast að staðreyndunum á bak við að Macauley þeirra var handtekinn. Fjölskyldan þakkaði aðstoðina en þúsundir stuðningsmanna Liverpool og aðrir höfðu farið boðið fram aðstoð sína eða lýst eftir honum á samfélagsmiðlum. Macauley átti að koma fyrir framan dómara í dag en hann missti af heimförinni og gat ekki tekið þátt í sigurskrúðgöngu Liverpool liðsins í gær. Reyndar er spurning hvort þeir feðgar hefðu náð heim í tíma enda tekur það 22 klukkutíma að keyra þessa leið án þess að stoppa.
England Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spánn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira