Hafa áhyggjur af geðheilsu og snjallsímanotkun í Hafnarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. júní 2019 07:45 Í Öldutúnsskóla eru snjallsímar bannaðir á skólatíma. Fréttablaðið/Anton Ungmennaráðsmenn í Hafnarfirði telja þörf á úrbótum vegna geðheilbrigðismála barna og unglinga. Aðstoða þurfi þennan hóp að nota rétt snjallsíma sem ræni mörg þeirra jafnvel nauðsynlegum svefni. „Það er sett samasemmerki á milli krakka sem sýna oft slæma hegðun og geðsjúkdóma,“ segir í tillögu Kristrúnar Báru Bragadóttur, meðlims ungmennaráðs Hafnarfjarðar, um að auka fræðslu til barna og ungmenna um geðheilsu. Kristrún kveður flesta unglinga sem glíma við geðsjúkdóma vera bælda, mjög kvíðna og þunglynda. „Þetta eru krakkar sem verða oft næstum ósýnilegir í skólanum og þora lítið að láta á sér bera,“ segir hún í tillögunni. Internetið magni upp það sem sé sagt og gert í samskiptum unglinga. „Við búum í samfélagi þar sem það að vera unglingur er talið vera eins og geðsjúkdómur.“ Að sögn Kristrúnar þarf skilning á því hvað felist í geðsjúkdómum og hvernig orð og skoðanir geti skaðað fólk með geðsjúkdóma. Slæmt sé að setja samasemmerki milli eðlilegra tilfinningaörðugleika unglinga og geðsjúkdóma. Líka sé það slæmt að það sé talið heilbrigðismerki að unglingar bæli jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. „Allt þetta birtist sterkast á samfélagsmiðlum og við þurfum hjálp til þess að vinna rétt úr þessum málum. Þess vegna vantar fræðslu vegna geðheilsu. Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir, fulltrúi framhaldskólanema sem stunda nám utan Hafnarfjarðar, leggur til að skoðaðar verði leiðir sem geta hjálpað börnum og ungmennum í að nýta snjallsíma á réttan hátt. „Við erum alltaf tengd og viljum helst ekki missa af neinu. Sama hvar við erum, sama hvað við gerum erum við alltaf með símann við höndina,“ segir í tillögu Evu. „Þessi stanslausa áreitni, þessi fíkn er eitthvað sem hrjáir mörg ungmenni.“ Eva segir að þótt símanotkun sé ekki alfarið slæm þurfi eitthvað að breytast þegar fólk er farið að vera í símanum sex klukkustundir á dag. Hún bendir á notkun síma á skólatíma sé bönnuð í Öldutúnsskóla. Um daginn hafi hún og vinir hennar skoða meðalsímnotkun sína. Þetta séu krakkar sem séu virkir í íþróttum og félagslífinu, verji tíma með fjölskyldu, fái góðar einkunnir og hitta vini reglulega. „Í ljós kom að þau voru að meðaltali í símanum í fjóra tíma á dag. Ef skóli er sirka sjö tímar af deginum þínum og sími fjórir tímar ofan á það, hvernig er þá tími fyrir allt hitt?“ spyr Eva. Mörg ungmenni noti tíma sem ætti að fara í svefn eða til að klára dagleg verkefni sem ekki náðist að vinna vegna símnotkunar. „Í Englandi var gerð rannsókn með 2.750 ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Þar kom í ljós að eitt af hverju tíu ungmennum kíkir oftar en tíu sinnum á nótt í símann sinn vegna tilkynninga. Þetta hefur gígantísk áhrif á svefninn þeirra og þar af leiðandi áhrif á skap, einbeitingu og virkni yfir daginn,“ segir Eva og bendir á að vegna þess náist ekki REM-svefn sem sé dýpsta svefnstigið og gríðarlega mikilvægt fyrir heilann og minnið „Vita börn og ungmenni alfarið hvaða áhrif það hefur á heilastarfsemina og virkni að vakna allar nætur og kíkja í símann? Vita þau hvaða áhrif það hefur á daglegt líf og verkefni að hanga í símanum fjóra eða jafnvel sex tíma á dag? Viljum við ekki sem bær fá ungmennin okkar til að vera meðvituð um hvernig símar virka, til hvaða verka þeir henta vel og hvernig þeir reynast manni slæmir, til að þau geti tekið upplýsta ákvörðun sem einstaklingar um símnotkun sína?“ spyr Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir. Bæjarstjórn samþykkti að vísa báðum þessum tillögum til fræðsluráðs bæjarins. Það sama gildir um tillögu Birtu Guðnýjar Árnadóttur um kynjafræðslu. Tillögu Emelíu Óskar Kristjánsdóttur um lagfæringar við Ástjörn til að draga úr hættu sem þar skapast eftir miklar rigningar var vísað til skoðunar í umhverfis- og framkvæmdaráði. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Ungmennaráðsmenn í Hafnarfirði telja þörf á úrbótum vegna geðheilbrigðismála barna og unglinga. Aðstoða þurfi þennan hóp að nota rétt snjallsíma sem ræni mörg þeirra jafnvel nauðsynlegum svefni. „Það er sett samasemmerki á milli krakka sem sýna oft slæma hegðun og geðsjúkdóma,“ segir í tillögu Kristrúnar Báru Bragadóttur, meðlims ungmennaráðs Hafnarfjarðar, um að auka fræðslu til barna og ungmenna um geðheilsu. Kristrún kveður flesta unglinga sem glíma við geðsjúkdóma vera bælda, mjög kvíðna og þunglynda. „Þetta eru krakkar sem verða oft næstum ósýnilegir í skólanum og þora lítið að láta á sér bera,“ segir hún í tillögunni. Internetið magni upp það sem sé sagt og gert í samskiptum unglinga. „Við búum í samfélagi þar sem það að vera unglingur er talið vera eins og geðsjúkdómur.“ Að sögn Kristrúnar þarf skilning á því hvað felist í geðsjúkdómum og hvernig orð og skoðanir geti skaðað fólk með geðsjúkdóma. Slæmt sé að setja samasemmerki milli eðlilegra tilfinningaörðugleika unglinga og geðsjúkdóma. Líka sé það slæmt að það sé talið heilbrigðismerki að unglingar bæli jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. „Allt þetta birtist sterkast á samfélagsmiðlum og við þurfum hjálp til þess að vinna rétt úr þessum málum. Þess vegna vantar fræðslu vegna geðheilsu. Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir, fulltrúi framhaldskólanema sem stunda nám utan Hafnarfjarðar, leggur til að skoðaðar verði leiðir sem geta hjálpað börnum og ungmennum í að nýta snjallsíma á réttan hátt. „Við erum alltaf tengd og viljum helst ekki missa af neinu. Sama hvar við erum, sama hvað við gerum erum við alltaf með símann við höndina,“ segir í tillögu Evu. „Þessi stanslausa áreitni, þessi fíkn er eitthvað sem hrjáir mörg ungmenni.“ Eva segir að þótt símanotkun sé ekki alfarið slæm þurfi eitthvað að breytast þegar fólk er farið að vera í símanum sex klukkustundir á dag. Hún bendir á notkun síma á skólatíma sé bönnuð í Öldutúnsskóla. Um daginn hafi hún og vinir hennar skoða meðalsímnotkun sína. Þetta séu krakkar sem séu virkir í íþróttum og félagslífinu, verji tíma með fjölskyldu, fái góðar einkunnir og hitta vini reglulega. „Í ljós kom að þau voru að meðaltali í símanum í fjóra tíma á dag. Ef skóli er sirka sjö tímar af deginum þínum og sími fjórir tímar ofan á það, hvernig er þá tími fyrir allt hitt?“ spyr Eva. Mörg ungmenni noti tíma sem ætti að fara í svefn eða til að klára dagleg verkefni sem ekki náðist að vinna vegna símnotkunar. „Í Englandi var gerð rannsókn með 2.750 ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Þar kom í ljós að eitt af hverju tíu ungmennum kíkir oftar en tíu sinnum á nótt í símann sinn vegna tilkynninga. Þetta hefur gígantísk áhrif á svefninn þeirra og þar af leiðandi áhrif á skap, einbeitingu og virkni yfir daginn,“ segir Eva og bendir á að vegna þess náist ekki REM-svefn sem sé dýpsta svefnstigið og gríðarlega mikilvægt fyrir heilann og minnið „Vita börn og ungmenni alfarið hvaða áhrif það hefur á heilastarfsemina og virkni að vakna allar nætur og kíkja í símann? Vita þau hvaða áhrif það hefur á daglegt líf og verkefni að hanga í símanum fjóra eða jafnvel sex tíma á dag? Viljum við ekki sem bær fá ungmennin okkar til að vera meðvituð um hvernig símar virka, til hvaða verka þeir henta vel og hvernig þeir reynast manni slæmir, til að þau geti tekið upplýsta ákvörðun sem einstaklingar um símnotkun sína?“ spyr Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir. Bæjarstjórn samþykkti að vísa báðum þessum tillögum til fræðsluráðs bæjarins. Það sama gildir um tillögu Birtu Guðnýjar Árnadóttur um kynjafræðslu. Tillögu Emelíu Óskar Kristjánsdóttur um lagfæringar við Ástjörn til að draga úr hættu sem þar skapast eftir miklar rigningar var vísað til skoðunar í umhverfis- og framkvæmdaráði.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent