Skíðaráð gáttað á vatnsverndaráhyggjum Veitna í Bláfjöllum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júní 2019 04:00 Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Vísir/Vilhelm Skíðaráð Reykjavíkur er gáttað á ummælum Arndísar Óskar Ólafsdóttur Arnalds, forstöðumanns hjá Veitum ohf., í Fréttablaðinu í vikunni. Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Ingi Rafnar Júlíusson, formaður ráðsins, segir í yfirlýsingu að undanfarin ár hafi allar framkvæmdir og viðhald verið á bið á meðan hugsanleg áhrif á vatnsvernd voru skoðuð. Í kjölfar skýrslu sem unnin var fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi þau loks samþykkt að hefjast handa í Bláfjöllum og Skálafelli. „Þau áform hafa tafist og er aðal ástæðan fyrir þeim töfum bið eftir samþykki Skipulagsstofnunar, sem nú liggur fyrir. Til að mæta eðlilegum sjónarmiðum um vatnsvernd hafa málsaðilar unnið í sameiningu að mótvægisaðgerðum. Ein meginaðgerðin felst í endurbótum á Bláfjallavegi, sem Vegagerðin lagði fram fyrir Skipulagsstofnun.“ Ingi segir þær endurbætur sem ráðist verði í séu einmitt forsenda samþykkis Skipulagsstofnunar. „Við hjá Skíðaráði Reykjavíkur erum því gáttuð á að forstöðumaður hjá Veitum kjósi að tala um mögulega „katastrófu“ vegna uppbyggingarinnar, sem er löngu orðin tímabær.“ Endurbætur á veginum hafi verið samþykktar af öllum aðilum. Ráðið vísar til sex skýrslna sem fjalli um vatnsvernd frá liðnum árum og sérkennilegt sé því að Veitur tali um að frekari rannsókn sé þörf. „Er það ef til vill þannig að það verði alltaf óskað eftir nýjum rannsóknum þar til loksins einhver kemur með niðurstöðu sem hentar fyrirfram gefinni afstöðu embættismannsins?“ spyr Ingi Rafnar og skíðaráðið að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Skíðaráð Reykjavíkur er gáttað á ummælum Arndísar Óskar Ólafsdóttur Arnalds, forstöðumanns hjá Veitum ohf., í Fréttablaðinu í vikunni. Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Ingi Rafnar Júlíusson, formaður ráðsins, segir í yfirlýsingu að undanfarin ár hafi allar framkvæmdir og viðhald verið á bið á meðan hugsanleg áhrif á vatnsvernd voru skoðuð. Í kjölfar skýrslu sem unnin var fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi þau loks samþykkt að hefjast handa í Bláfjöllum og Skálafelli. „Þau áform hafa tafist og er aðal ástæðan fyrir þeim töfum bið eftir samþykki Skipulagsstofnunar, sem nú liggur fyrir. Til að mæta eðlilegum sjónarmiðum um vatnsvernd hafa málsaðilar unnið í sameiningu að mótvægisaðgerðum. Ein meginaðgerðin felst í endurbótum á Bláfjallavegi, sem Vegagerðin lagði fram fyrir Skipulagsstofnun.“ Ingi segir þær endurbætur sem ráðist verði í séu einmitt forsenda samþykkis Skipulagsstofnunar. „Við hjá Skíðaráði Reykjavíkur erum því gáttuð á að forstöðumaður hjá Veitum kjósi að tala um mögulega „katastrófu“ vegna uppbyggingarinnar, sem er löngu orðin tímabær.“ Endurbætur á veginum hafi verið samþykktar af öllum aðilum. Ráðið vísar til sex skýrslna sem fjalli um vatnsvernd frá liðnum árum og sérkennilegt sé því að Veitur tali um að frekari rannsókn sé þörf. „Er það ef til vill þannig að það verði alltaf óskað eftir nýjum rannsóknum þar til loksins einhver kemur með niðurstöðu sem hentar fyrirfram gefinni afstöðu embættismannsins?“ spyr Ingi Rafnar og skíðaráðið að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira