Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2019 20:00 Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina og leitaði fjöldi fólks á læknavaktir vegna bita. Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. Lúsmý eru örsmáar blóðsugur af ættbálki tvívængja. Lúsmýið er náskylt moskítóflugum og bitmýi. Það er örsmátt, sést illa og sýgur blóð úr öðrum spendýrum. Lirfan lifir í vatni, en þegar hún klekst út þá eru kjöraðstæður hennar hlýir dagar með litlum vindi eins og þeir dagar sem við höfum upplifað í sumar.En hvers vegna er fólk svona illa bitið þessa dagana? „Það er vegna þess að það hafa verið þessi veðurskilyrði. Það hefur verið hlýtt og lygnt og nánast logn dag eftir dag. Þá ná þær sér upp og komast í hús og bíta innan dyra og á nóttunni,“ sagði Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði.FBL/KRISTINNÁður virtist lúsmýið helst finnast á Suðvesturhorni og Suðurlandi en nú er það einnig að finna á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi.Er hægt að gera eitthvað til að fyrirbyggja bit? „Já, það er að passa að þetta komist ekki inn í sumarbústaði og hús. Hafa ekki allt opið og hleypa þessu inn. Það er líka hægt að skapa vind inni í húsum t.d. með borðviftu og láta hana blása vel í kringum rúmið þegar maður sefur,“ sagði Gísli. Hann segir mikilvægt að meðhöndla bitin með græðandi smyrsli. Oft geti reynst gott að taka ofnæmistöflu og verkjatöflu verði viðbrögð mikil.Er þetta lúsmý komið til að vera? „Já og mun dreifa sér um allt land. Flestar þjóðir í nágrannalöndunum hafa vanist þessu og komist vel af ,“ sagði Gísli. Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina og leitaði fjöldi fólks á læknavaktir vegna bita. Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. Lúsmý eru örsmáar blóðsugur af ættbálki tvívængja. Lúsmýið er náskylt moskítóflugum og bitmýi. Það er örsmátt, sést illa og sýgur blóð úr öðrum spendýrum. Lirfan lifir í vatni, en þegar hún klekst út þá eru kjöraðstæður hennar hlýir dagar með litlum vindi eins og þeir dagar sem við höfum upplifað í sumar.En hvers vegna er fólk svona illa bitið þessa dagana? „Það er vegna þess að það hafa verið þessi veðurskilyrði. Það hefur verið hlýtt og lygnt og nánast logn dag eftir dag. Þá ná þær sér upp og komast í hús og bíta innan dyra og á nóttunni,“ sagði Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði.FBL/KRISTINNÁður virtist lúsmýið helst finnast á Suðvesturhorni og Suðurlandi en nú er það einnig að finna á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi.Er hægt að gera eitthvað til að fyrirbyggja bit? „Já, það er að passa að þetta komist ekki inn í sumarbústaði og hús. Hafa ekki allt opið og hleypa þessu inn. Það er líka hægt að skapa vind inni í húsum t.d. með borðviftu og láta hana blása vel í kringum rúmið þegar maður sefur,“ sagði Gísli. Hann segir mikilvægt að meðhöndla bitin með græðandi smyrsli. Oft geti reynst gott að taka ofnæmistöflu og verkjatöflu verði viðbrögð mikil.Er þetta lúsmý komið til að vera? „Já og mun dreifa sér um allt land. Flestar þjóðir í nágrannalöndunum hafa vanist þessu og komist vel af ,“ sagði Gísli.
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43