Fleiri sækja í veitingahús og bari en verslanir í miðbænum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 18. júní 2019 06:00 Fjöldi fólks lagði leið sína á þann hluta Laugavegs sem nú er göngugata á 17. júní. Fréttablaðið/Valli Þeir sem nýta sér þjónustu í miðborginni gera það flestir á matsölustöðum, kaffihúsum, börum og skemmtistöðum. 97,5 prósent þeirra sem nýta sér þjónustu í miðborginni einu sinni til þrisvar í mánuði nýttu sér þessa þjónustu á síðustu tólf mánuðum en 71,3 prósent sama hóps nýttu sér þjónustu verslana á svæðinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu á afstöðu borgarbúa til göngugatna. Lokað var fyrir bílaumferð á göngugötum borgarinnar 1. maí síðastliðinn og undanfarin ár hefur verið opnað fyrir umferð aftur 1. október. Samþykkt hefur verið í borgarstjórn að gera göngugötur varanlegar í borginni og mun sú breyting fara fram í áföngum. Fyrsti áfanginn verður svæðið frá Þingholtsstræti að Klapparstíg. Í könnuninni kemur einnig fram að nær helmingur svarenda er hlynntur göngugötum í miðborginni, 18,2 prósent hafa ekki myndað sér afstöðu og 32,7 prósent eru andvíg göngugötunum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Því oftar sem fólk nýtir sér þjónustu miðborgarinnar, því hlynntara er það lokun gatnanna. 75 prósent þeirra sem nýta sér þjónustu í miðborginni einu sinni í viku eða oftar eru hlynnt lokununum á meðan 58 prósent þeirra sem segjast aldrei nýta sér þar þjónustu eru andvíg. Þeir sem hlynntir eru göngugötunum segja flestir skemmtilegri stemningu helstu ástæðuna, eða 28 prósent. Því næst nefnir fólk minni bílaumferð, aukið mannlíf og loftgæði. Þeir sem eru andvígir varanlegri lokun gatna í borginni nefna langflestir, eða 29,4 prósent, veðrið sem ástæðu þess, því næst er nefnt skert aðgengi og skert aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að vel verði hugað að aðgengi á göngugötunum og þá sér í lagi aðgengi fyrir hreyfihamlaða. „Laugavegurinn verður endurgerður og við lyftum yfirborði götunnar, þá er betra aðgengi inn í verslanir. Svo erum við líka að fjölga stæðum fyrir hreyfihamlaða upp við göngugötuna. Við ætlum að reyna að bæta aðgengi á alla vegu.“ Aðspurð um niðurstöður könnunarinnar segir Sigurborg þær koma heim og sama við upplifun hennar á hversu margir leggja leið sína í miðborgina. „Við sjáum þetta eftir að lokanir hófust, það eru svo margir að koma niður í miðbæ á göngugötuna, svo þessar niðurstöður haldast í hendur við það sem við sjáum.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Þeir sem nýta sér þjónustu í miðborginni gera það flestir á matsölustöðum, kaffihúsum, börum og skemmtistöðum. 97,5 prósent þeirra sem nýta sér þjónustu í miðborginni einu sinni til þrisvar í mánuði nýttu sér þessa þjónustu á síðustu tólf mánuðum en 71,3 prósent sama hóps nýttu sér þjónustu verslana á svæðinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu á afstöðu borgarbúa til göngugatna. Lokað var fyrir bílaumferð á göngugötum borgarinnar 1. maí síðastliðinn og undanfarin ár hefur verið opnað fyrir umferð aftur 1. október. Samþykkt hefur verið í borgarstjórn að gera göngugötur varanlegar í borginni og mun sú breyting fara fram í áföngum. Fyrsti áfanginn verður svæðið frá Þingholtsstræti að Klapparstíg. Í könnuninni kemur einnig fram að nær helmingur svarenda er hlynntur göngugötum í miðborginni, 18,2 prósent hafa ekki myndað sér afstöðu og 32,7 prósent eru andvíg göngugötunum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Því oftar sem fólk nýtir sér þjónustu miðborgarinnar, því hlynntara er það lokun gatnanna. 75 prósent þeirra sem nýta sér þjónustu í miðborginni einu sinni í viku eða oftar eru hlynnt lokununum á meðan 58 prósent þeirra sem segjast aldrei nýta sér þar þjónustu eru andvíg. Þeir sem hlynntir eru göngugötunum segja flestir skemmtilegri stemningu helstu ástæðuna, eða 28 prósent. Því næst nefnir fólk minni bílaumferð, aukið mannlíf og loftgæði. Þeir sem eru andvígir varanlegri lokun gatna í borginni nefna langflestir, eða 29,4 prósent, veðrið sem ástæðu þess, því næst er nefnt skert aðgengi og skert aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að vel verði hugað að aðgengi á göngugötunum og þá sér í lagi aðgengi fyrir hreyfihamlaða. „Laugavegurinn verður endurgerður og við lyftum yfirborði götunnar, þá er betra aðgengi inn í verslanir. Svo erum við líka að fjölga stæðum fyrir hreyfihamlaða upp við göngugötuna. Við ætlum að reyna að bæta aðgengi á alla vegu.“ Aðspurð um niðurstöður könnunarinnar segir Sigurborg þær koma heim og sama við upplifun hennar á hversu margir leggja leið sína í miðborgina. „Við sjáum þetta eftir að lokanir hófust, það eru svo margir að koma niður í miðbæ á göngugötuna, svo þessar niðurstöður haldast í hendur við það sem við sjáum.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum