Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið Pálmi Kormákur skrifar 17. júní 2019 09:00 Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við óttast ekki að þurfa sitja í þessum sal í allt sumar. Þinglok eru þó enn ekki ákveðin. Fréttablaðið/Anton Brink Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segist vera lélegur í sumarfríum og að plön hans snúist aðallega um að hafa nóg að gera svo hann verði ekki eirðarlaus. „Í sumar ætla ég að hjálpa vinafólki í Berufirði í júlí, dytta að sumarbústað með fjölskyldunni og undirbúa mig fyrir vinnu að orkustefnu fyrir Ísland og endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum.“ Það eina sem gæti riðlast sé vinnuferð til Svíþjóðar. „Reyndar ætla ég að vera nokkrum dögum lengur þar, dvelja í kofa við eitthvert vatn og ljóstillífa. Ég myndi reyna að finna sjálfan mig, ef ég vissi ekki að lífið snýst ekki um að finna sjálfan sig heldur að skapa sjálfan sig.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vonar að áætlað sumarfrí hennar riðlist ekki vegna þrátta um þinglok og hyggst elta eina dóttur sína sem er að spila með unglingalandsliði Íslands í körfubolta. „Við förum á Norðurlandamót í Finnlandi og svo á Evrópumót strax í kjölfarið í Makedóníu. ÁFRAM ÍSLAND!“ Inga Sæland, varaformaður Flokks fólksins, segist ekki hafa neitt planað með sumarfríið sitt, en að hana langi að hafa það kósý og sinna hlutum sem þarf að gera á heimilinu. Þingmennirnir þrír eru allir sammála um að Miðflokksmenn hafi ekki af þeim sumarfríið og Helga Vala segir þá munu fyrst finna til tevatnsins ef svo skyldi verða. Aðspurð hvernig betur mætti koma í veg fyrir að þinglokum sé frestað nánast hver einustu jól og hvert einasta sumar segir Inga að málum þurfi að koma fljótt og skilmerkilega inn í nefndir. „Það hefur hins vegar borið við að stjórnarfrumvörp eru að berast inn í þinglega meðferð á lokametrum þingsins. Þannig lendum við oft í þessu tímahraki og um leið verður umræðan og meðferð málanna ekki eins vönduð og ella.“ Helga Vala segir mega koma í veg fyrir seinkanirnar með agaðri vinnubrögðum og er að því er virðist sammála Ingu Sæland og segir suma ráðherra demba iðulega inn þingmálum allt of seint, þrátt fyrir skýran tímafrest. „Þetta er ósiður sem mætti vel leggja niður.“ Kolbeinn vill meina að hlutirnir hafi reyndar gengið ágætlega upp að undanförnu en bætir við að aðrir verði að finna út úr því. „Ég mæti bara þegar mér er sagt að mæta.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segist vera lélegur í sumarfríum og að plön hans snúist aðallega um að hafa nóg að gera svo hann verði ekki eirðarlaus. „Í sumar ætla ég að hjálpa vinafólki í Berufirði í júlí, dytta að sumarbústað með fjölskyldunni og undirbúa mig fyrir vinnu að orkustefnu fyrir Ísland og endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum.“ Það eina sem gæti riðlast sé vinnuferð til Svíþjóðar. „Reyndar ætla ég að vera nokkrum dögum lengur þar, dvelja í kofa við eitthvert vatn og ljóstillífa. Ég myndi reyna að finna sjálfan mig, ef ég vissi ekki að lífið snýst ekki um að finna sjálfan sig heldur að skapa sjálfan sig.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vonar að áætlað sumarfrí hennar riðlist ekki vegna þrátta um þinglok og hyggst elta eina dóttur sína sem er að spila með unglingalandsliði Íslands í körfubolta. „Við förum á Norðurlandamót í Finnlandi og svo á Evrópumót strax í kjölfarið í Makedóníu. ÁFRAM ÍSLAND!“ Inga Sæland, varaformaður Flokks fólksins, segist ekki hafa neitt planað með sumarfríið sitt, en að hana langi að hafa það kósý og sinna hlutum sem þarf að gera á heimilinu. Þingmennirnir þrír eru allir sammála um að Miðflokksmenn hafi ekki af þeim sumarfríið og Helga Vala segir þá munu fyrst finna til tevatnsins ef svo skyldi verða. Aðspurð hvernig betur mætti koma í veg fyrir að þinglokum sé frestað nánast hver einustu jól og hvert einasta sumar segir Inga að málum þurfi að koma fljótt og skilmerkilega inn í nefndir. „Það hefur hins vegar borið við að stjórnarfrumvörp eru að berast inn í þinglega meðferð á lokametrum þingsins. Þannig lendum við oft í þessu tímahraki og um leið verður umræðan og meðferð málanna ekki eins vönduð og ella.“ Helga Vala segir mega koma í veg fyrir seinkanirnar með agaðri vinnubrögðum og er að því er virðist sammála Ingu Sæland og segir suma ráðherra demba iðulega inn þingmálum allt of seint, þrátt fyrir skýran tímafrest. „Þetta er ósiður sem mætti vel leggja niður.“ Kolbeinn vill meina að hlutirnir hafi reyndar gengið ágætlega upp að undanförnu en bætir við að aðrir verði að finna út úr því. „Ég mæti bara þegar mér er sagt að mæta.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29