Það verður rigning í dag Guðmundur Steingrímsson skrifar 17. júní 2019 08:15 Ekki veit ég hvort hún rætist, veðurspáin fyrir daginn, en það yrði vissulega dæmigert. Þegar þetta er skrifað er spáð rigningu á höfuðborgarsvæðinu og viðeigandi tilfinningar í því sambandi láta ekki bíða eftir sér. Auðvitað, hugsar maður. Vitaskuld er alltaf rigning á 17. júní. Leiðindaveður á þjóðhátíðardaginn er fastur liður. Ástæðan er þessi: Þótt gott veður ríki stundum á Íslandi, eins og undanfarið, verður alltaf mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að sjálfstæðið var ekki fengið með einhverju rápi í stuttbuxum í miðbænum eða með því að grilla á sólpalli. Jón Sigurðsson í upphæðum, Jónas Hallgrímsson og þessir menn hafa með áhrifamætti sínum við fótskör almættisins komið því í kring að hin hefðbundna rigning á þjóðhátíðardaginn skuli þjóna þeim tilgangi að minna okkur sem eftir lifum á það, að sjálfstæðið var fengið með veðurbarinni þrjósku og steyttum hnefa upp í lárétta rigningu og norðangadd. Það var ekkert pláss fyrir síðdegi á svölum með Pinot grigio í því basli, gott fólk. Þess vegna verður rigning í dag.Hæ hó jibbí jæ Skítaveður er eins og Miðflokkurinn. Eyðileggur stemninguna. Minnir okkur á að lífið er ekki eintóm sæla. Á eftir skemmtun koma leiðindi. Þegar hlutir ganga vel og flest er á þokkalegu róli og þjóðfélagið ætti að geta einbeitt sér að ýmsum uppbyggilegum störfum mun alltaf verða til eitthvað svona afl í tilverunni, uppi í Hádegismóum, á þingi eða annars staðar, sem stendur leiðindavaktina og passar að sátt skapist ekki né heldur friður eða góður andi. Er þetta ekki hlutskiptið? Gott veður í langan tíma er ekki í boði. Það kemur alltaf rigning og rok. Það verður alltaf Sigmundur. Alltaf Davíð. Ótal minningar um napran þjóðhátíðardag, vot börn með kandíflos, litríka regnjakkamergð á blautu túni með hoppkastölum í roki — allar þessar minningar draga fram nokkuð skýra mynd í kollinum af því hvað það er að vera Íslendingur. Að vera Íslendingur er að norpa við harðræði. Reyna að gera gott úr hlutunum með setningum eins og: „Veðrið skiptir ekki máli! Það skiptir bara máli hvernig maður klæðir sig!“ Og hlæja svo vandræðalega í kjölfarið. Miðaldra menn kampakátir í kvartbuxum úti í matvörubúð að kaupa sér kjöt á grillið í sól, sáttir. Það er ekki íslenskt. Skjannahvítir og æðaberir leggirnir koma upp um eðlið. Á Íslandi er bara sól stundum. Bóndabrúnka er það eina sem er í boði. Sorrí Stína.Það kemur hrun Fullyrða mætti að gott veður um langa hríð boði aldrei gott. Að ætíð fylgi böl blíðviðri. Í stríðum straumum berast þau um þessar mundir tíðindin, grunsamlega jákvæð, af stöðu efnahagsmála. Skuldir hafa lækkað. Vextir í sögulegu lágmarki. Kjarasamningar mælast nokkuð vel fyrir. Engin kollsteypa er í nánd segja fræðingar. Vextir eiga jafnvel eftir að lækka ennþá meira. Það er aldeilis. Spyrja má, í framhaldi af hugleiðingum mínum um eðli íslenskrar tilvistar — ríkulegt tilefni til slíkrar greiningar hefur jú skapast á enn einum rigningarblauta þjóðhátíðardeginum — hvort þetta jafnvægi í þjóðarbúskapnum rími vel við þjóðarsálina og hvernig hún er gerð? Er ekki full ástæða til að setja alla fyrirvara við þessa jákvæðu þróun og benda á að vitaskuld muni hið óhjákvæmilega gerast í kjölfarið, að Íslendingar verði sjálfumglaðir — rápi hvítleggjaðir í stuttbuxum úti í búð — fari að haga sér heimskulega og á endanum húrri allt á höfuðið í þjóðargjaldþroti?Tilgangur leiðinda Ég skal ekki segja. Sumir halda því fram að það sé erfiðara að stjórna þegar vel gengur en þegar illa gengur. Að góðæri sé skeinuhættara en kreppa. Að stjórna væntingum er kúnst sem oft misheppnast á björtum dögum. Af þessum sjónarhóli má hæglega halda því fram að reglubundnir rigningar- og suddadagar þjóni vissum tilgangi. Að ná þjóðinni niður á jörðina. Að minna hana á hlutskiptið. Að segja okkur að lífið sé ekki, og verði aldrei, dans á rósum. Lífið sé saltfiskur. Puð. Okkur sé öllum hollt að mygla við lestur Reykjavíkurbréfa og leiðindin á þingi. Eða hvað? Annað einkennir líka Ísland. Ófyrirsjáanleikinn. Að vera Íslendingur er að lifa við ótæmandi möguleika. Það getur allt gerst. Núna þegar ég hef skrifað þessa grein algjörlega á þeim forsendum að það sé spáð rigningu — og ég hef efnt til alls konar skáldlegra hugleiðinga af því tilefni— þurfti ég auðvitað að skoða veðurspána aftur. Og hvað kemur þá ekki á daginn? Jú, það er ekki lengur spáð rigningu. Það er spáð glaðasólskini, sautján stiga hita og logni. Óneitanlega er veröldin betri þannig. Allt í einu blasir við spurningin, tær og fögur: Þarf lífið að vera leiðinlegt? Svarið: Auðvitað ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ekki veit ég hvort hún rætist, veðurspáin fyrir daginn, en það yrði vissulega dæmigert. Þegar þetta er skrifað er spáð rigningu á höfuðborgarsvæðinu og viðeigandi tilfinningar í því sambandi láta ekki bíða eftir sér. Auðvitað, hugsar maður. Vitaskuld er alltaf rigning á 17. júní. Leiðindaveður á þjóðhátíðardaginn er fastur liður. Ástæðan er þessi: Þótt gott veður ríki stundum á Íslandi, eins og undanfarið, verður alltaf mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að sjálfstæðið var ekki fengið með einhverju rápi í stuttbuxum í miðbænum eða með því að grilla á sólpalli. Jón Sigurðsson í upphæðum, Jónas Hallgrímsson og þessir menn hafa með áhrifamætti sínum við fótskör almættisins komið því í kring að hin hefðbundna rigning á þjóðhátíðardaginn skuli þjóna þeim tilgangi að minna okkur sem eftir lifum á það, að sjálfstæðið var fengið með veðurbarinni þrjósku og steyttum hnefa upp í lárétta rigningu og norðangadd. Það var ekkert pláss fyrir síðdegi á svölum með Pinot grigio í því basli, gott fólk. Þess vegna verður rigning í dag.Hæ hó jibbí jæ Skítaveður er eins og Miðflokkurinn. Eyðileggur stemninguna. Minnir okkur á að lífið er ekki eintóm sæla. Á eftir skemmtun koma leiðindi. Þegar hlutir ganga vel og flest er á þokkalegu róli og þjóðfélagið ætti að geta einbeitt sér að ýmsum uppbyggilegum störfum mun alltaf verða til eitthvað svona afl í tilverunni, uppi í Hádegismóum, á þingi eða annars staðar, sem stendur leiðindavaktina og passar að sátt skapist ekki né heldur friður eða góður andi. Er þetta ekki hlutskiptið? Gott veður í langan tíma er ekki í boði. Það kemur alltaf rigning og rok. Það verður alltaf Sigmundur. Alltaf Davíð. Ótal minningar um napran þjóðhátíðardag, vot börn með kandíflos, litríka regnjakkamergð á blautu túni með hoppkastölum í roki — allar þessar minningar draga fram nokkuð skýra mynd í kollinum af því hvað það er að vera Íslendingur. Að vera Íslendingur er að norpa við harðræði. Reyna að gera gott úr hlutunum með setningum eins og: „Veðrið skiptir ekki máli! Það skiptir bara máli hvernig maður klæðir sig!“ Og hlæja svo vandræðalega í kjölfarið. Miðaldra menn kampakátir í kvartbuxum úti í matvörubúð að kaupa sér kjöt á grillið í sól, sáttir. Það er ekki íslenskt. Skjannahvítir og æðaberir leggirnir koma upp um eðlið. Á Íslandi er bara sól stundum. Bóndabrúnka er það eina sem er í boði. Sorrí Stína.Það kemur hrun Fullyrða mætti að gott veður um langa hríð boði aldrei gott. Að ætíð fylgi böl blíðviðri. Í stríðum straumum berast þau um þessar mundir tíðindin, grunsamlega jákvæð, af stöðu efnahagsmála. Skuldir hafa lækkað. Vextir í sögulegu lágmarki. Kjarasamningar mælast nokkuð vel fyrir. Engin kollsteypa er í nánd segja fræðingar. Vextir eiga jafnvel eftir að lækka ennþá meira. Það er aldeilis. Spyrja má, í framhaldi af hugleiðingum mínum um eðli íslenskrar tilvistar — ríkulegt tilefni til slíkrar greiningar hefur jú skapast á enn einum rigningarblauta þjóðhátíðardeginum — hvort þetta jafnvægi í þjóðarbúskapnum rími vel við þjóðarsálina og hvernig hún er gerð? Er ekki full ástæða til að setja alla fyrirvara við þessa jákvæðu þróun og benda á að vitaskuld muni hið óhjákvæmilega gerast í kjölfarið, að Íslendingar verði sjálfumglaðir — rápi hvítleggjaðir í stuttbuxum úti í búð — fari að haga sér heimskulega og á endanum húrri allt á höfuðið í þjóðargjaldþroti?Tilgangur leiðinda Ég skal ekki segja. Sumir halda því fram að það sé erfiðara að stjórna þegar vel gengur en þegar illa gengur. Að góðæri sé skeinuhættara en kreppa. Að stjórna væntingum er kúnst sem oft misheppnast á björtum dögum. Af þessum sjónarhóli má hæglega halda því fram að reglubundnir rigningar- og suddadagar þjóni vissum tilgangi. Að ná þjóðinni niður á jörðina. Að minna hana á hlutskiptið. Að segja okkur að lífið sé ekki, og verði aldrei, dans á rósum. Lífið sé saltfiskur. Puð. Okkur sé öllum hollt að mygla við lestur Reykjavíkurbréfa og leiðindin á þingi. Eða hvað? Annað einkennir líka Ísland. Ófyrirsjáanleikinn. Að vera Íslendingur er að lifa við ótæmandi möguleika. Það getur allt gerst. Núna þegar ég hef skrifað þessa grein algjörlega á þeim forsendum að það sé spáð rigningu — og ég hef efnt til alls konar skáldlegra hugleiðinga af því tilefni— þurfti ég auðvitað að skoða veðurspána aftur. Og hvað kemur þá ekki á daginn? Jú, það er ekki lengur spáð rigningu. Það er spáð glaðasólskini, sautján stiga hita og logni. Óneitanlega er veröldin betri þannig. Allt í einu blasir við spurningin, tær og fögur: Þarf lífið að vera leiðinlegt? Svarið: Auðvitað ekki.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar