Costco sýknað í innkaupakerrumáli Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2019 21:44 Costco var sýknað fyrir héraðsdómi í dag. Vísir/Ernir Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Stefnandi sendi stefnanda, Costco, kröfubréf í ágúst síðastliðnum þar sem tilkynnt var um bótakröfu vegna tjónsins. Sóttist stefnandi eftir greiðslu 227 þúsund króna vegna skemmda. Málsatvik voru þau að í maí 2018 átti stefnandi leið fram hjá inngangi verslunarinnar þegar innkaupakerra, mögulega tvær saman, runnu á bíl stefnanda og olli skemmdum á bifreiðinni. Benti stefnandi á að kerrurnar sem notaðar séu í Costco séu stærri og þyngri en aðrar innkaupakerrur, auk þess að engin fyrirstaða sé við hús verslunarinnar til þess að koma í veg fyrir að kerrur renni af stað. Þegar atvikið hafi átt sér stað hafi starfsmaður verið að safna saman kerrum og hann hafi líklega misst kerrurnar tvær sem runnu á bílinn. Þá væru kröfum, gerðum til verslunarhúsnæðis samkvæmt mannvirkjalögum ekki fullnægt. Costco sagði þetta af og frá og taldi húsnæðið standast allar kröfur sem gerðar væru. Þá væri ótækt að leggja þær kröfur á verslunareigendur að þeir fylgist á öllum tímum með öllum svæðum verslunarrýmisins og nágrennis komi til þess að lausamunir renni af stað. Þá beri verslunareigendur ekki ábyrgð á því að viðskiptavinir skili kerrum á þar til gerða staði. Dómari féllst á málflutning rekstarfélags Costco, Costco Wholesale Iceland og var fyrirtækið sýknað af kröfum stefnda.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Costco Dómsmál Garðabær Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Stefnandi sendi stefnanda, Costco, kröfubréf í ágúst síðastliðnum þar sem tilkynnt var um bótakröfu vegna tjónsins. Sóttist stefnandi eftir greiðslu 227 þúsund króna vegna skemmda. Málsatvik voru þau að í maí 2018 átti stefnandi leið fram hjá inngangi verslunarinnar þegar innkaupakerra, mögulega tvær saman, runnu á bíl stefnanda og olli skemmdum á bifreiðinni. Benti stefnandi á að kerrurnar sem notaðar séu í Costco séu stærri og þyngri en aðrar innkaupakerrur, auk þess að engin fyrirstaða sé við hús verslunarinnar til þess að koma í veg fyrir að kerrur renni af stað. Þegar atvikið hafi átt sér stað hafi starfsmaður verið að safna saman kerrum og hann hafi líklega misst kerrurnar tvær sem runnu á bílinn. Þá væru kröfum, gerðum til verslunarhúsnæðis samkvæmt mannvirkjalögum ekki fullnægt. Costco sagði þetta af og frá og taldi húsnæðið standast allar kröfur sem gerðar væru. Þá væri ótækt að leggja þær kröfur á verslunareigendur að þeir fylgist á öllum tímum með öllum svæðum verslunarrýmisins og nágrennis komi til þess að lausamunir renni af stað. Þá beri verslunareigendur ekki ábyrgð á því að viðskiptavinir skili kerrum á þar til gerða staði. Dómari féllst á málflutning rekstarfélags Costco, Costco Wholesale Iceland og var fyrirtækið sýknað af kröfum stefnda.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Costco Dómsmál Garðabær Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira