Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Sighvatur Jónsson skrifar 15. júní 2019 14:30 Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir æfinguna hafa gengið vel. Nægur mannskapur hafi verið til að nýta allan tækjabúnað liðsins. Mynd/Ágúst Ágústsson Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. 50 manna slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út í gærkvöldi vegna æfingar. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að um helmingur slökkviliðsins hafi skilað sér og æfingin hafi gengið vel. „Æfingin var sett upp þannig að það hafi komið upp eldur af mannavöldum þannig að vegurinn lokaðist. Fyrsta verkefnið var að slökkva þann ímyndaða eld. Svo voru tvö önnur verkefni innar í dalnum æfð, húsbruni og eldur í ruslagámi.“ Þórður segir að mannskapurinn hafi ráðið við verkefnið og allur búnaður slökkviliðsins hafi nýst.Bakvakt verður hjá slökkviliði Borgarbyggðar um helgina vegna þurrka á Vesturlandi.Mynd/Ágúst ÁgútssonÓbreyttir borgarar flækjast fyrir Greint var frá því á Vísi í gær að eigendur sumarhúsa í Skorradal hafi óskað eftir því að taka þátt í æfingunni. Fram kom að sumarbústaðaeigendur hafi rætt sín á milli um að þeir fengju þjálfun í fyrstu viðbrögðum ef upp kæmi eldur á svæðinu. Þórður segist hafa séð frétt um áhuga sumarbústaðaeigenda á því að koma að æfingunni. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína? „Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ segir Þórður. Bakvakt verður áfram um helgina hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Þórður vonar að rigning sem spáð er á þjóðhátíðardaginn 17. júní bleyti í gróðri. Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. 50 manna slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út í gærkvöldi vegna æfingar. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að um helmingur slökkviliðsins hafi skilað sér og æfingin hafi gengið vel. „Æfingin var sett upp þannig að það hafi komið upp eldur af mannavöldum þannig að vegurinn lokaðist. Fyrsta verkefnið var að slökkva þann ímyndaða eld. Svo voru tvö önnur verkefni innar í dalnum æfð, húsbruni og eldur í ruslagámi.“ Þórður segir að mannskapurinn hafi ráðið við verkefnið og allur búnaður slökkviliðsins hafi nýst.Bakvakt verður hjá slökkviliði Borgarbyggðar um helgina vegna þurrka á Vesturlandi.Mynd/Ágúst ÁgútssonÓbreyttir borgarar flækjast fyrir Greint var frá því á Vísi í gær að eigendur sumarhúsa í Skorradal hafi óskað eftir því að taka þátt í æfingunni. Fram kom að sumarbústaðaeigendur hafi rætt sín á milli um að þeir fengju þjálfun í fyrstu viðbrögðum ef upp kæmi eldur á svæðinu. Þórður segist hafa séð frétt um áhuga sumarbústaðaeigenda á því að koma að æfingunni. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína? „Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ segir Þórður. Bakvakt verður áfram um helgina hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Þórður vonar að rigning sem spáð er á þjóðhátíðardaginn 17. júní bleyti í gróðri.
Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent