Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Sighvatur Jónsson skrifar 15. júní 2019 14:30 Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir æfinguna hafa gengið vel. Nægur mannskapur hafi verið til að nýta allan tækjabúnað liðsins. Mynd/Ágúst Ágústsson Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. 50 manna slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út í gærkvöldi vegna æfingar. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að um helmingur slökkviliðsins hafi skilað sér og æfingin hafi gengið vel. „Æfingin var sett upp þannig að það hafi komið upp eldur af mannavöldum þannig að vegurinn lokaðist. Fyrsta verkefnið var að slökkva þann ímyndaða eld. Svo voru tvö önnur verkefni innar í dalnum æfð, húsbruni og eldur í ruslagámi.“ Þórður segir að mannskapurinn hafi ráðið við verkefnið og allur búnaður slökkviliðsins hafi nýst.Bakvakt verður hjá slökkviliði Borgarbyggðar um helgina vegna þurrka á Vesturlandi.Mynd/Ágúst ÁgútssonÓbreyttir borgarar flækjast fyrir Greint var frá því á Vísi í gær að eigendur sumarhúsa í Skorradal hafi óskað eftir því að taka þátt í æfingunni. Fram kom að sumarbústaðaeigendur hafi rætt sín á milli um að þeir fengju þjálfun í fyrstu viðbrögðum ef upp kæmi eldur á svæðinu. Þórður segist hafa séð frétt um áhuga sumarbústaðaeigenda á því að koma að æfingunni. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína? „Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ segir Þórður. Bakvakt verður áfram um helgina hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Þórður vonar að rigning sem spáð er á þjóðhátíðardaginn 17. júní bleyti í gróðri. Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. 50 manna slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út í gærkvöldi vegna æfingar. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að um helmingur slökkviliðsins hafi skilað sér og æfingin hafi gengið vel. „Æfingin var sett upp þannig að það hafi komið upp eldur af mannavöldum þannig að vegurinn lokaðist. Fyrsta verkefnið var að slökkva þann ímyndaða eld. Svo voru tvö önnur verkefni innar í dalnum æfð, húsbruni og eldur í ruslagámi.“ Þórður segir að mannskapurinn hafi ráðið við verkefnið og allur búnaður slökkviliðsins hafi nýst.Bakvakt verður hjá slökkviliði Borgarbyggðar um helgina vegna þurrka á Vesturlandi.Mynd/Ágúst ÁgútssonÓbreyttir borgarar flækjast fyrir Greint var frá því á Vísi í gær að eigendur sumarhúsa í Skorradal hafi óskað eftir því að taka þátt í æfingunni. Fram kom að sumarbústaðaeigendur hafi rætt sín á milli um að þeir fengju þjálfun í fyrstu viðbrögðum ef upp kæmi eldur á svæðinu. Þórður segist hafa séð frétt um áhuga sumarbústaðaeigenda á því að koma að æfingunni. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína? „Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ segir Þórður. Bakvakt verður áfram um helgina hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Þórður vonar að rigning sem spáð er á þjóðhátíðardaginn 17. júní bleyti í gróðri.
Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira