Þriðjungur dómara á Íslandi er konur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júní 2019 06:15 Aðeins ein kona á sæti í Hæstarétti, Gréta Baldursdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Rúmur þriðjungur dómara við íslenska dómstóla er konur. Í dómarastétt er 41 karl og 24 konur. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómstólasýslunnar fyrir 2018 sem birt var í gær. Átta karlar og sjö konur eru í Landsrétti en hjá héraðsdómstólunum dæma 16 konur og 26 karlar. Mestur er kynjahallinn í Hæstarétti þar sem aðeins einn af átta dómurum er kona. Konum hefur fjölgað smám saman í dómarastétt á undanförnum árum og ætla má að fjölgun útskrifaðra kvenna úr lagadeildum hafi áfram áhrif á þá þróun. Dómarar við Hæstarétt mega fara á eftirlaun við 65 ára aldur en geta setið í embætti til sjötugs. Gréta Baldursdóttir er orðin 65 ára og Þorgeir Örlygsson er 67 ára. Hann er hins vegar forseti réttarins til ársloka 2021. Þá liggur ekki fyrir hvort Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson hyggjast gegna dómarastörfum áfram þegar þeir ná 65 ára aldri í haust. Vegna breytinga á hlutverki Hæstaréttar og fækkunar hæstaréttardómara niður í sjö verður ekki skipað í embætti þess dómara sem næst lætur af störfum. Dómskerfið gekk í gegnum miklar breytingar á síðasta ári með tilkomu Landsréttar og nýrrar stofnunar um stjórnsýslu dómstólanna; dómstólasýslunnar. Þá breyttist hlutverk Hæstaréttar og er málum nú aðeins áfrýjað til Hæstaréttar að fengnu leyfi dómsins. Málskotsbeiðnir til Hæstaréttar voru 69 árið 2018. Af þeim voru 15 beiðnir samþykktar. Hjá hinum nýja áfrýjunardómstól, Landsrétti, voru kveðnir upp 258 dómar í fyrra. Dómar í sakamálum voru 98. Í tæplega helmingi þeirra var niðurstaða héraðsdóms staðfest, breytt að einhverju leyti í 41 máli en breytt verulega eða snúið við í 16 málum. Af málatölum héraðsdómstólanna er dregin sú ályktun í ársskýrslunni að réttarkerfið hafi náð jafnvægi eftir mikinn málafjölda hjá dómstólunum í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Rúmlega 33.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólum landsins árið 2009 en þeim hefur fækkað um meira en helming, en um 15.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólunum í fyrra sem er nálægt meðaltali síðustu fimm ára. Uppkveðnir rannsóknarúrskurðir voru 906 á árinu, fleiri en nokkru sinni á síðustu tíu árum. Bæði gæsluvarðhaldsúrskurðum og heimildum til húsleitar fjölgaði á árinu samanborið við árin á undan. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Rúmur þriðjungur dómara við íslenska dómstóla er konur. Í dómarastétt er 41 karl og 24 konur. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómstólasýslunnar fyrir 2018 sem birt var í gær. Átta karlar og sjö konur eru í Landsrétti en hjá héraðsdómstólunum dæma 16 konur og 26 karlar. Mestur er kynjahallinn í Hæstarétti þar sem aðeins einn af átta dómurum er kona. Konum hefur fjölgað smám saman í dómarastétt á undanförnum árum og ætla má að fjölgun útskrifaðra kvenna úr lagadeildum hafi áfram áhrif á þá þróun. Dómarar við Hæstarétt mega fara á eftirlaun við 65 ára aldur en geta setið í embætti til sjötugs. Gréta Baldursdóttir er orðin 65 ára og Þorgeir Örlygsson er 67 ára. Hann er hins vegar forseti réttarins til ársloka 2021. Þá liggur ekki fyrir hvort Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson hyggjast gegna dómarastörfum áfram þegar þeir ná 65 ára aldri í haust. Vegna breytinga á hlutverki Hæstaréttar og fækkunar hæstaréttardómara niður í sjö verður ekki skipað í embætti þess dómara sem næst lætur af störfum. Dómskerfið gekk í gegnum miklar breytingar á síðasta ári með tilkomu Landsréttar og nýrrar stofnunar um stjórnsýslu dómstólanna; dómstólasýslunnar. Þá breyttist hlutverk Hæstaréttar og er málum nú aðeins áfrýjað til Hæstaréttar að fengnu leyfi dómsins. Málskotsbeiðnir til Hæstaréttar voru 69 árið 2018. Af þeim voru 15 beiðnir samþykktar. Hjá hinum nýja áfrýjunardómstól, Landsrétti, voru kveðnir upp 258 dómar í fyrra. Dómar í sakamálum voru 98. Í tæplega helmingi þeirra var niðurstaða héraðsdóms staðfest, breytt að einhverju leyti í 41 máli en breytt verulega eða snúið við í 16 málum. Af málatölum héraðsdómstólanna er dregin sú ályktun í ársskýrslunni að réttarkerfið hafi náð jafnvægi eftir mikinn málafjölda hjá dómstólunum í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Rúmlega 33.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólum landsins árið 2009 en þeim hefur fækkað um meira en helming, en um 15.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólunum í fyrra sem er nálægt meðaltali síðustu fimm ára. Uppkveðnir rannsóknarúrskurðir voru 906 á árinu, fleiri en nokkru sinni á síðustu tíu árum. Bæði gæsluvarðhaldsúrskurðum og heimildum til húsleitar fjölgaði á árinu samanborið við árin á undan.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent