Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti borgarlínusamning: „Frjálslyndari öfl Sjálfstæðisflokksins“ með þrjú sæti í bæjarstjórn Sylvía Hall skrifar 12. júní 2019 19:39 Karl Pétur fagnar niðurstöðu fundarins. Vísir Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í kvöld var samningur um borgarlínu samþykktur með sex atkvæðum. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, kaus gegn samningnum. Magnús Örn lagðist gegn undirritun samningsins líkt og Vísir greindi frá í gær. Sjálfstæðisfélag Seltirninga tók undir þau sjónarmið en Magnús sagði hugmyndir um borgarlínu vera óraunhæfar eins og staðan væri núna og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki.Sjá einnig: Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, fagnar því að samningurinn hafi verið samþykktur og segir Magnús Örn vera með takmarkaða sýn á þróun borgarinnar. Hann segir bæjarfulltrúa hafa tekist á á fundinum en fundurinn hafi þó bæði verið skemmtilegur og gagnlegur. „Það voru harðar umræður um málið og fjórar bókanir. Þetta endaði með því að þrír sjálfstæðismenn kusu með borgarlínunni og við þrjú sem eru í minnihlutanum en forseti Bæjarstjórnar, Magnús Örn, kaus á móti,“ segir Karl Pétur í samtali við Vísi. Hann segir ljóst að frjálslyndari öfl innan Sjálfstæðisflokksins eigi þrjú sæti innan bæjarstjórnar á meðan annað viðmót sé hjá forseta bæjarstjórnar og Sjálfstæðisfélagi Seltirninga. „Sjálfstæðisfélagið bókaði gegn borgarlínu þannig að það bendir ýmislegt til þess að Morgunblaðsarmur Sjálfstæðisflokksins hafi náð undirtökum í Sjálfstæðisfélagi Seltirninga á meðan frjálslyndari öfl séu með þarna þrjú sæti,“ segir Karl Pétur.Útilokað að leysa málin til framtíðar með öðrum hætti Karl Pétur segir mikilvægt að samningurinn hafi verið samþykktur til þess að tryggja áframhaldandi traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Það sé mikilvægt að horfa til framtíðar í þessum málum og fagnar því niðurstöðu fundarins. „Þetta var góður fundur og ærleg skoðanaskipti og það er allavega skoðun mín að það sé algjörlega útilokað að leysa málin til framtíðar með öðru heldur en svona stórum framkvæmdum á sviði almenningssamgangna,“ segir Karl Pétur, kátur með niðurstöðu fundarins. „Það ríkir traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að svona stórum innviðaframkvæmdum sem eitt sveitarfélag ræður ekki við. Ef við myndum segja okkur frá því þá myndi það traust rofna og í rauninni græfi það svolítið hressilega undan þeim rökum sem eru fyrir Seltjarnarnesi sem sjálfstæðu sveitarfélagi.“ Borgarlína Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00 Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í kvöld var samningur um borgarlínu samþykktur með sex atkvæðum. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, kaus gegn samningnum. Magnús Örn lagðist gegn undirritun samningsins líkt og Vísir greindi frá í gær. Sjálfstæðisfélag Seltirninga tók undir þau sjónarmið en Magnús sagði hugmyndir um borgarlínu vera óraunhæfar eins og staðan væri núna og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki.Sjá einnig: Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, fagnar því að samningurinn hafi verið samþykktur og segir Magnús Örn vera með takmarkaða sýn á þróun borgarinnar. Hann segir bæjarfulltrúa hafa tekist á á fundinum en fundurinn hafi þó bæði verið skemmtilegur og gagnlegur. „Það voru harðar umræður um málið og fjórar bókanir. Þetta endaði með því að þrír sjálfstæðismenn kusu með borgarlínunni og við þrjú sem eru í minnihlutanum en forseti Bæjarstjórnar, Magnús Örn, kaus á móti,“ segir Karl Pétur í samtali við Vísi. Hann segir ljóst að frjálslyndari öfl innan Sjálfstæðisflokksins eigi þrjú sæti innan bæjarstjórnar á meðan annað viðmót sé hjá forseta bæjarstjórnar og Sjálfstæðisfélagi Seltirninga. „Sjálfstæðisfélagið bókaði gegn borgarlínu þannig að það bendir ýmislegt til þess að Morgunblaðsarmur Sjálfstæðisflokksins hafi náð undirtökum í Sjálfstæðisfélagi Seltirninga á meðan frjálslyndari öfl séu með þarna þrjú sæti,“ segir Karl Pétur.Útilokað að leysa málin til framtíðar með öðrum hætti Karl Pétur segir mikilvægt að samningurinn hafi verið samþykktur til þess að tryggja áframhaldandi traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Það sé mikilvægt að horfa til framtíðar í þessum málum og fagnar því niðurstöðu fundarins. „Þetta var góður fundur og ærleg skoðanaskipti og það er allavega skoðun mín að það sé algjörlega útilokað að leysa málin til framtíðar með öðru heldur en svona stórum framkvæmdum á sviði almenningssamgangna,“ segir Karl Pétur, kátur með niðurstöðu fundarins. „Það ríkir traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að svona stórum innviðaframkvæmdum sem eitt sveitarfélag ræður ekki við. Ef við myndum segja okkur frá því þá myndi það traust rofna og í rauninni græfi það svolítið hressilega undan þeim rökum sem eru fyrir Seltjarnarnesi sem sjálfstæðu sveitarfélagi.“
Borgarlína Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00 Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00
Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06