Segir Þjóðverja geta lært af Íslendingum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júní 2019 19:15 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands og eiginkona hans Elke Büdenbender komu í dag, ásamt fylgdarliði, í opinbera heimsókn hingað til lands. Forsetinn segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Flugvél Þýskalandsforseta lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan níu í morgun og þaðan héldu forsetahjónin fylktu liði beint til Bessastaða þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Elísa Reid, forsetafrú og ráðamenn þjóðarinnar tóku á móti þeim með mikilli viðhöfn. Opinber heimsókn forseta Þýskalands hófst með móttöku á Bessastöðum klukkan korter yfir tíu í morgun. Fyrst funduðu forsetarnir tveir saman en svo ræddu þeir við ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þar báru á góma meðal annars efnahagsmál ríkjanna, stjórnmál og varnarmál og framtíðar áskoranir. Að því loknu ræddu svo forsetarnir við blaðamenn þar sem þeir sögðu samband og samskipti landanna heilbrigt sem og að samlegðar áhrif væru á mörgum sviðum eins og áhyggjum á hnattrænni hlýnun jarðar.Foseti Þýskalands fundaði með ráðamönnum á Bessastöðum í dagVísir/Jóhann KÍsland áreiðanlegur félagi "Ísland hefur verið og er enn áreiðanlegur félagi Þýskalands á alþjóðavettvangi. Það hefur komið fram að bæði ríkin deila mati sínu á nauðsyn þess að viðhalda skipan heimsmálanna og að marghliða samvinna sé mikilvæg,“ sagði Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands á blaðamannafundinum. Forsetinn sagði Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Í Þýskalandi sé verið að leitast við að gera þetta en það gengur hægar. Forseti Þýskalands var spurður um hvernig honum á strendur hugnaðist uppgangur þjóðernispopúlískra afla í Evrópu, og hvort hann teldi að slíkt gæti ratað Íslands sagði hann að áríðandi fyrir þjóðir heimsins að hafa sterka demókratíska flokka til að berjast gegn þessari þróun. Í dag opnaði forsetinn formlega sýningu í Árbæjarsafni til minningar um Þjóðverja sem fluttu búferlum til Íslands á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Á morgun munu forsetarnir og fylgdarlið fræðast um jarðhitanýtingu á Hellisheiði auk þess sem þau skoða eldgosasýninguna á Hvolsvelli. Þaðan er farið að rótum Sólheimajökuls þar sem sjá má glöggt dæmi um hversu hratt jöklar landsins hafa hopað síðustu áratugina. Að því loknu verður svo siglt til Vestmannaeyja þar sem forsetahjónin heimsækja nokkra staði. Heimsókninni líkur á föstudag. Forseti Íslands Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands og eiginkona hans Elke Büdenbender komu í dag, ásamt fylgdarliði, í opinbera heimsókn hingað til lands. Forsetinn segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Flugvél Þýskalandsforseta lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan níu í morgun og þaðan héldu forsetahjónin fylktu liði beint til Bessastaða þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Elísa Reid, forsetafrú og ráðamenn þjóðarinnar tóku á móti þeim með mikilli viðhöfn. Opinber heimsókn forseta Þýskalands hófst með móttöku á Bessastöðum klukkan korter yfir tíu í morgun. Fyrst funduðu forsetarnir tveir saman en svo ræddu þeir við ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þar báru á góma meðal annars efnahagsmál ríkjanna, stjórnmál og varnarmál og framtíðar áskoranir. Að því loknu ræddu svo forsetarnir við blaðamenn þar sem þeir sögðu samband og samskipti landanna heilbrigt sem og að samlegðar áhrif væru á mörgum sviðum eins og áhyggjum á hnattrænni hlýnun jarðar.Foseti Þýskalands fundaði með ráðamönnum á Bessastöðum í dagVísir/Jóhann KÍsland áreiðanlegur félagi "Ísland hefur verið og er enn áreiðanlegur félagi Þýskalands á alþjóðavettvangi. Það hefur komið fram að bæði ríkin deila mati sínu á nauðsyn þess að viðhalda skipan heimsmálanna og að marghliða samvinna sé mikilvæg,“ sagði Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands á blaðamannafundinum. Forsetinn sagði Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Í Þýskalandi sé verið að leitast við að gera þetta en það gengur hægar. Forseti Þýskalands var spurður um hvernig honum á strendur hugnaðist uppgangur þjóðernispopúlískra afla í Evrópu, og hvort hann teldi að slíkt gæti ratað Íslands sagði hann að áríðandi fyrir þjóðir heimsins að hafa sterka demókratíska flokka til að berjast gegn þessari þróun. Í dag opnaði forsetinn formlega sýningu í Árbæjarsafni til minningar um Þjóðverja sem fluttu búferlum til Íslands á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Á morgun munu forsetarnir og fylgdarlið fræðast um jarðhitanýtingu á Hellisheiði auk þess sem þau skoða eldgosasýninguna á Hvolsvelli. Þaðan er farið að rótum Sólheimajökuls þar sem sjá má glöggt dæmi um hversu hratt jöklar landsins hafa hopað síðustu áratugina. Að því loknu verður svo siglt til Vestmannaeyja þar sem forsetahjónin heimsækja nokkra staði. Heimsókninni líkur á föstudag.
Forseti Íslands Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29