Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. júní 2019 07:15 Jón Þór Ólafsson er framsögumaður málsins í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Fréttablaðið/Ernir Lögfesta á fimm mánaða hámarks málsmeðferðartíma hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum. Þriðja umræða um frumvarpið er á dagskrá Alþingis í dag. Samkvæmt frumvarpinu er fellt brott skilyrði um að úrskurð skuli kveða upp svo fljótt sem verða má en í stað þess áskilið að úrskurð skuli kveða upp innan 150 daga frá því kæra berst nefndinni. „Okkur yfirsást að frumvarpið geri ráð fyrir því að orðin „svo fljótt sem verða má“ falli brott úr lögunum með því að 150 daga hámarkstíminn komi inn. Það var ekki markmiðið og ég hef óskað eftir því við nefndina að orðin fari aftur inn áður en frumvarpið verður samþykkt,“ segir Jón Þór Ólafsson, framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Langur málsmeðferðartími nefndarinnar hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og hjá stjórnvöldum um árabil og hefur styst nokkuð á síðustu tveimur árum. Meðal afgreiðslutími nefndarinnar á síðasta ári var 212 dagar frá því kæra barst nefndinni. „Eðli máls samkvæmt geta upplýsingar og gögn sem kallað er eftir misst gildi sitt þegar margar vikur líða frá því óskað var eftir þeim. Þá breytir engu hvort liðið hafa 150 dagar eða 200 dagar,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður sem hefur þurft að leita til úrskurðarnefndarinnar við vinnslu frétta. „Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að „æskilegur málsmeðferðartími“ hjá nefndinni séu 90 dagar. Allt yfir það hlýtur þá að teljast óæskilega langur málsmeðferðartími. Þrátt fyrir það vill ríkisstjórnin lögfesta 150 daga sem hámarksmálsmeðferðartíma,“ segir hann. „Ef það væri pólitískur vilji fyrir því að stórefla upplýsingarétt væri auðvitað lögfestur miklu styttri málsmeðferðartími og stöðugildum fjölgað hjá úrskurðarnefndinni til að hún gæti staðið undir því. Hér er ekki verið að gera það heldur í staðinn bara verið að festa í sessi fyrirkomulag þar sem landsmenn þurfa oft að bíða í fleiri mánuði eftir því að fá upplýsingar sem þeir eiga rétt á og varða almannahag.“ Samkvæmt frumvarpinu verður nýju starfi ráðgjafa um upplýsingamál komið á fót. Honum er ætlað að leiðbeina borgurum um framsetningu beiðna um aðgang að gögnum og vera stjórnvöldum og öðrum aðilum til ráðgjafar um meðferð beiðna um aðgang að gögnum og töku ákvörðunar um rétt beiðanda til aðgangs. Hvorki er hins vegar í lögunum né frumvarpinu kveðið sérstaklega á um starfslið fyrir úrskurðarnefndina en hún hefur aldrei haft fastráðinn starfsmann í fullu starfi. Þau svör fengust í forsætisráðuneytinu að auglýst yrði fullt starf ritara fyrir nefndina á næstu misserum. Nokkrir úrskurðir frá 2018 og dagafjöldi frá kæru til úrskurðar Úrskurður um aðgangs blaðamanns að sátt sem Rúv gerði um bætur til einstaklings sem höfðað hafði meiðyrðamál við stofnunina. Í úrskurðinum er vísað til þess að um væri að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinbers fjár sem almenningur ætti ríkan rétt til að kynna sér. 193 dagar. Úrskurður um aðgang blaðamanns að upplýsingum um styrktarsamning Sinfoníuhljómsveit Íslands og Gamma Capital Management hf. 161 dagar. Úrskurður sem staðfesti synjun um aðgang að gögnum hjá Samgöngustofu um hergagnaflutninga á tilteknu tímabili. 217 dagar. Úrskurður um aðgang blaðamanns að fundargerðurm kjararáðs. 104 dagar. Úrskurður um um aðgang blaðamanns að minnisblöðum í velferðarráðuneytinu tengdum samskiptum barnaverndarnefnda við Barnaverndarstofu. 184 dagar. Úrskurður um aðgang erlends blaðamanns að trúnaðarbréfi sendiherra Íslands í Palistínu. 155 dagar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira
Lögfesta á fimm mánaða hámarks málsmeðferðartíma hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum. Þriðja umræða um frumvarpið er á dagskrá Alþingis í dag. Samkvæmt frumvarpinu er fellt brott skilyrði um að úrskurð skuli kveða upp svo fljótt sem verða má en í stað þess áskilið að úrskurð skuli kveða upp innan 150 daga frá því kæra berst nefndinni. „Okkur yfirsást að frumvarpið geri ráð fyrir því að orðin „svo fljótt sem verða má“ falli brott úr lögunum með því að 150 daga hámarkstíminn komi inn. Það var ekki markmiðið og ég hef óskað eftir því við nefndina að orðin fari aftur inn áður en frumvarpið verður samþykkt,“ segir Jón Þór Ólafsson, framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Langur málsmeðferðartími nefndarinnar hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og hjá stjórnvöldum um árabil og hefur styst nokkuð á síðustu tveimur árum. Meðal afgreiðslutími nefndarinnar á síðasta ári var 212 dagar frá því kæra barst nefndinni. „Eðli máls samkvæmt geta upplýsingar og gögn sem kallað er eftir misst gildi sitt þegar margar vikur líða frá því óskað var eftir þeim. Þá breytir engu hvort liðið hafa 150 dagar eða 200 dagar,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður sem hefur þurft að leita til úrskurðarnefndarinnar við vinnslu frétta. „Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að „æskilegur málsmeðferðartími“ hjá nefndinni séu 90 dagar. Allt yfir það hlýtur þá að teljast óæskilega langur málsmeðferðartími. Þrátt fyrir það vill ríkisstjórnin lögfesta 150 daga sem hámarksmálsmeðferðartíma,“ segir hann. „Ef það væri pólitískur vilji fyrir því að stórefla upplýsingarétt væri auðvitað lögfestur miklu styttri málsmeðferðartími og stöðugildum fjölgað hjá úrskurðarnefndinni til að hún gæti staðið undir því. Hér er ekki verið að gera það heldur í staðinn bara verið að festa í sessi fyrirkomulag þar sem landsmenn þurfa oft að bíða í fleiri mánuði eftir því að fá upplýsingar sem þeir eiga rétt á og varða almannahag.“ Samkvæmt frumvarpinu verður nýju starfi ráðgjafa um upplýsingamál komið á fót. Honum er ætlað að leiðbeina borgurum um framsetningu beiðna um aðgang að gögnum og vera stjórnvöldum og öðrum aðilum til ráðgjafar um meðferð beiðna um aðgang að gögnum og töku ákvörðunar um rétt beiðanda til aðgangs. Hvorki er hins vegar í lögunum né frumvarpinu kveðið sérstaklega á um starfslið fyrir úrskurðarnefndina en hún hefur aldrei haft fastráðinn starfsmann í fullu starfi. Þau svör fengust í forsætisráðuneytinu að auglýst yrði fullt starf ritara fyrir nefndina á næstu misserum. Nokkrir úrskurðir frá 2018 og dagafjöldi frá kæru til úrskurðar Úrskurður um aðgangs blaðamanns að sátt sem Rúv gerði um bætur til einstaklings sem höfðað hafði meiðyrðamál við stofnunina. Í úrskurðinum er vísað til þess að um væri að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinbers fjár sem almenningur ætti ríkan rétt til að kynna sér. 193 dagar. Úrskurður um aðgang blaðamanns að upplýsingum um styrktarsamning Sinfoníuhljómsveit Íslands og Gamma Capital Management hf. 161 dagar. Úrskurður sem staðfesti synjun um aðgang að gögnum hjá Samgöngustofu um hergagnaflutninga á tilteknu tímabili. 217 dagar. Úrskurður um aðgang blaðamanns að fundargerðurm kjararáðs. 104 dagar. Úrskurður um um aðgang blaðamanns að minnisblöðum í velferðarráðuneytinu tengdum samskiptum barnaverndarnefnda við Barnaverndarstofu. 184 dagar. Úrskurður um aðgang erlends blaðamanns að trúnaðarbréfi sendiherra Íslands í Palistínu. 155 dagar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira