Miðflokkurinn kominn á mikið flug Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. júní 2019 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins. visir/vilhelm Endaskipti hafa orðið á fylgi Framsóknarflokksins og Miðflokksins samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið nú í vikunni. Miðflokkurinn bætir rúmum þremur prósentum við sig milli kannana og er nú með 9,8 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum tveimur prósentum og er dottinn niður í 7,1 prósent. Vinstri græn eru eini stjórnarflokkurinn sem bætir við sig fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent en var með 10,2 prósent í síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar fylgi og fer úr 24,2 prósentum niður í 22,6. Fylgi við ríkisstjórnina hreyfist hins vegar lítið milli kannana en þó segjast nú mun fleiri ekki vita hvort þeir styðja stjórnina. Fylgið er líka á hreyfingu meðal flokka í stjórnarandstöðu. Auk breytinga á fylgi Miðflokksins er mest hreyfing á fylgi Pírata og Samfylkingarinnar. Píratar bæta við sig rúmum tveimur prósentum frá síðustu könnun og fara úr 13 prósentum upp í 15,2 prósent og er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu og með næstmest fylgi flokka á eftir Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin, sem var með 17,4 prósent í síðustu könnun, tapar hins vegar þremur prósentum og fer niður í 14,1 prósent. Fylgi Viðreisnar er hins vegar stöðugt milli kannana, Var 9,9 prósent í síðustu könnun og er nú 9,7 prósent. Flokkur fólksins tapar einu prósenti milli kannana og fer úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki eltast við skoðanakannanir, þegar blaðið leitaði viðbragða hans við könnuninni. Kannanir geti ruglað menn og segi ekki mikið um niðurstöður kosninga. „Það sem skiptir máli eru kosningar. Ég hef trú á því að ef flokkar sýna staðfestu og að þeim sé alvara með að standa við stefnumálin verði það metið í kosningum,“ segir Sigmundur en bætir við: „Samt verð ég að viðurkenna að mér þykir skemmtilegra að fara upp en niður í könnunum þannig að svo ég sé alveg hreinskilinn finnst mér mjög gaman að heyra þessi tíðindi.“ Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.Miðflokkurinn að ná sér eftir fylgishrun í kjölfar Klausturshneykslisins Frá því síðasta könnun Zenter var gerð um mánaðamótin febrúar/mars hafa hugðarefni Miðflokksins verið mjög í brennidepli. Þar í fararbroddi er þriðji orkupakkinn en fyrri umræða um málið fór fram í þinginu snemma í apríl og var það svo í meðförum utanríkismálanefndar fram í maí þegar síðari umræða hófst í þingsal með málþófi Miðflokksins. Frumvarpi sem heimila á innflutning á ófrosnu kjöti hefur einnig verið mjög mótmælt af Miðflokknum á þeim tíma sem leið milli kannana. Bæði þessi mál eru umdeild innan grasrótar Framsóknarflokksins og verður að ætla að drjúgur hluti grasrótarflokksins sé að refsa forystunni nú og færa sig yfir til Miðflokksins. Miðflokkurinn var stofnaður 15. október 2017 og sópaði til sín miklu fylgi strax í fyrstu kosningum sem fóru fram tveimur vikum síðar og fékk tæp 11 prósent. Fylgi flokksins hrundi í kjölfar Klausturshneykslisins síðastliðið haust og fór niður í rúm fjögur prósent. Á vormánuðum var flokkurinn byrjaður að ná vopnum sínum og mældist með 6,6 prósenta fylgi í mars og er nú aðeins einu prósenti frá því að ná kjörfylgi sínu. Fylgi við ríkisstjórnina Fylgi við ríkisstjórnina hreyfist lítið milli kannana en þó segjast nú mun fleiri ekki vita hvort þeir styðji stjórnina. Vinstri græn bæta ein stjórnarflokka við sig fylgi, um tæp 3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tapa hins vegar fylgi; samtals 4,5 prósentum. „Mér finnst mikilvæg vísbending fyrir ríkisstjórnina að fylgi hennar sé að haldast tiltölulega stöðugt. Það er jákvæð breyting frá því sem verið hefur um fylgi ríkisstjórna á síðasta áratug,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Endaskipti hafa orðið á fylgi Framsóknarflokksins og Miðflokksins samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið nú í vikunni. Miðflokkurinn bætir rúmum þremur prósentum við sig milli kannana og er nú með 9,8 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum tveimur prósentum og er dottinn niður í 7,1 prósent. Vinstri græn eru eini stjórnarflokkurinn sem bætir við sig fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent en var með 10,2 prósent í síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar fylgi og fer úr 24,2 prósentum niður í 22,6. Fylgi við ríkisstjórnina hreyfist hins vegar lítið milli kannana en þó segjast nú mun fleiri ekki vita hvort þeir styðja stjórnina. Fylgið er líka á hreyfingu meðal flokka í stjórnarandstöðu. Auk breytinga á fylgi Miðflokksins er mest hreyfing á fylgi Pírata og Samfylkingarinnar. Píratar bæta við sig rúmum tveimur prósentum frá síðustu könnun og fara úr 13 prósentum upp í 15,2 prósent og er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu og með næstmest fylgi flokka á eftir Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin, sem var með 17,4 prósent í síðustu könnun, tapar hins vegar þremur prósentum og fer niður í 14,1 prósent. Fylgi Viðreisnar er hins vegar stöðugt milli kannana, Var 9,9 prósent í síðustu könnun og er nú 9,7 prósent. Flokkur fólksins tapar einu prósenti milli kannana og fer úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki eltast við skoðanakannanir, þegar blaðið leitaði viðbragða hans við könnuninni. Kannanir geti ruglað menn og segi ekki mikið um niðurstöður kosninga. „Það sem skiptir máli eru kosningar. Ég hef trú á því að ef flokkar sýna staðfestu og að þeim sé alvara með að standa við stefnumálin verði það metið í kosningum,“ segir Sigmundur en bætir við: „Samt verð ég að viðurkenna að mér þykir skemmtilegra að fara upp en niður í könnunum þannig að svo ég sé alveg hreinskilinn finnst mér mjög gaman að heyra þessi tíðindi.“ Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.Miðflokkurinn að ná sér eftir fylgishrun í kjölfar Klausturshneykslisins Frá því síðasta könnun Zenter var gerð um mánaðamótin febrúar/mars hafa hugðarefni Miðflokksins verið mjög í brennidepli. Þar í fararbroddi er þriðji orkupakkinn en fyrri umræða um málið fór fram í þinginu snemma í apríl og var það svo í meðförum utanríkismálanefndar fram í maí þegar síðari umræða hófst í þingsal með málþófi Miðflokksins. Frumvarpi sem heimila á innflutning á ófrosnu kjöti hefur einnig verið mjög mótmælt af Miðflokknum á þeim tíma sem leið milli kannana. Bæði þessi mál eru umdeild innan grasrótar Framsóknarflokksins og verður að ætla að drjúgur hluti grasrótarflokksins sé að refsa forystunni nú og færa sig yfir til Miðflokksins. Miðflokkurinn var stofnaður 15. október 2017 og sópaði til sín miklu fylgi strax í fyrstu kosningum sem fóru fram tveimur vikum síðar og fékk tæp 11 prósent. Fylgi flokksins hrundi í kjölfar Klausturshneykslisins síðastliðið haust og fór niður í rúm fjögur prósent. Á vormánuðum var flokkurinn byrjaður að ná vopnum sínum og mældist með 6,6 prósenta fylgi í mars og er nú aðeins einu prósenti frá því að ná kjörfylgi sínu. Fylgi við ríkisstjórnina Fylgi við ríkisstjórnina hreyfist lítið milli kannana en þó segjast nú mun fleiri ekki vita hvort þeir styðji stjórnina. Vinstri græn bæta ein stjórnarflokka við sig fylgi, um tæp 3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tapa hins vegar fylgi; samtals 4,5 prósentum. „Mér finnst mikilvæg vísbending fyrir ríkisstjórnina að fylgi hennar sé að haldast tiltölulega stöðugt. Það er jákvæð breyting frá því sem verið hefur um fylgi ríkisstjórna á síðasta áratug,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent