Viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 26. júní 2019 12:02 Utanríkisráðuneytið lét nýverið gera könnun á viðhorfi Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Niðurstöðurnar voru að mörgu leyti mjög jákvæðar. Þar má nefna það viðhorf stórs meirihluta svarenda að hagsæld Íslands byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu (73,6%) og alþjóðaviðskiptum (78,3%). Sama má segja um jákvætt viðhorf gagnvart norrænu samstarfi (92%) og þátttöku Íslands í Sameinuðu þjóðunum (77,9%) og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (80,8%). Loks var gott að sjá hversu hátt hlufall svarenda telur mikilvægt að Ísland veiti þróunarríkjum aðstoð (79,1%) og veiti mannúðaraðstoð (84%). Viðhorf svarenda gagnvart þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi Evrópuríkja lofar hins vegar ekki jafn góðu. Það getur varla talist fullnægjandi að 55% svarenda séu jákvæðir gagnvart EES-samningnum, umfangsmesta og mikilvægasta milliríkjasamningi sem Ísland á aðild að. Þarna vantar greinilega eitthvað upp á. Sömuleiðis er það afar langt frá því að vera fullnægjandi að einungis 50,8% svarenda séu jákvæðir gagnvart virkri þátttöku Íslands í Evrópuráðinu í Strassborg, mikilvægustu mannréttindastofnun Evrópu. Þar spilar stefna íslenskra stjórnvalda vafalaust inn í en starfi ráðsins er ekki sinnt af meiri festu en svo að Ísland er eina aðildarríki ráðsins sem ekki starfrækir fastanefnd í Strassborg. Áætlað var að enduropna fastanefndina árið 2016 en þess í stað var fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu fært hingað heim á síðasta ári. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021 og því ekki seinna vænna að spýta verulega í lófana, bæði hvað varðar virka þátttöku í starfi Evrópuráðsins en ekki síður þegar kemur að því að auka þekkingu og skilning almennings á starfi og mikilvægi ráðsins. Í þessu samhengi er þó rétt að nefna að alþingismenn hafa í gegnum tíðina látið vel til sín taka innan Evrópuráðsþingsins, einnar helstu stofnunar Evrópuráðsins, og það ekki síst núverandi formaður og varaformaður Íslandsdeildar. Loks verður að teljast áhugavert, í ljósi aukinnar viðveru Bandaríkjahers á Íslandi og áforma um milljarðafjárfestingar hersins á Keflavíkurflugvelli á næstu árum, að einungis 37,1% svarenda séu jákvæðir í garð varnarsamstarfsins við Bandaríkin og 49% gagnvart aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Kannanir sem þessar varpa að mörgu leyti ljósi á þau tengsl sem geta verið á milli þekkingar fólks á viðfangsefni og viðhorfi þess gagnvart því. Þörf er á aukinni umræðu um utanríkismál á Íslandi, bæði meðal almennings og ekki síður meðal kjörinna fulltrúa. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt. Nauðsynlegt er að lögð sé tilhlýðileg áhersla á og unnið gagngert að því að auka þekkingu, umræðu og skilning á málaflokknum. Það mun ótvírætt skila sér í bæði upplýstari og lýðræðislegri ákvarðanatöku um utanríkismál. Það er af nægu að taka í niðurstöðum umræddrar könnunnar sem verður vonandi uppspretta frekari umræðna um utanríkismál á komandi misserum. Þá væri í sjálfu sér vissum tilgangi náð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Utanríkisráðuneytið lét nýverið gera könnun á viðhorfi Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Niðurstöðurnar voru að mörgu leyti mjög jákvæðar. Þar má nefna það viðhorf stórs meirihluta svarenda að hagsæld Íslands byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu (73,6%) og alþjóðaviðskiptum (78,3%). Sama má segja um jákvætt viðhorf gagnvart norrænu samstarfi (92%) og þátttöku Íslands í Sameinuðu þjóðunum (77,9%) og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (80,8%). Loks var gott að sjá hversu hátt hlufall svarenda telur mikilvægt að Ísland veiti þróunarríkjum aðstoð (79,1%) og veiti mannúðaraðstoð (84%). Viðhorf svarenda gagnvart þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi Evrópuríkja lofar hins vegar ekki jafn góðu. Það getur varla talist fullnægjandi að 55% svarenda séu jákvæðir gagnvart EES-samningnum, umfangsmesta og mikilvægasta milliríkjasamningi sem Ísland á aðild að. Þarna vantar greinilega eitthvað upp á. Sömuleiðis er það afar langt frá því að vera fullnægjandi að einungis 50,8% svarenda séu jákvæðir gagnvart virkri þátttöku Íslands í Evrópuráðinu í Strassborg, mikilvægustu mannréttindastofnun Evrópu. Þar spilar stefna íslenskra stjórnvalda vafalaust inn í en starfi ráðsins er ekki sinnt af meiri festu en svo að Ísland er eina aðildarríki ráðsins sem ekki starfrækir fastanefnd í Strassborg. Áætlað var að enduropna fastanefndina árið 2016 en þess í stað var fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu fært hingað heim á síðasta ári. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021 og því ekki seinna vænna að spýta verulega í lófana, bæði hvað varðar virka þátttöku í starfi Evrópuráðsins en ekki síður þegar kemur að því að auka þekkingu og skilning almennings á starfi og mikilvægi ráðsins. Í þessu samhengi er þó rétt að nefna að alþingismenn hafa í gegnum tíðina látið vel til sín taka innan Evrópuráðsþingsins, einnar helstu stofnunar Evrópuráðsins, og það ekki síst núverandi formaður og varaformaður Íslandsdeildar. Loks verður að teljast áhugavert, í ljósi aukinnar viðveru Bandaríkjahers á Íslandi og áforma um milljarðafjárfestingar hersins á Keflavíkurflugvelli á næstu árum, að einungis 37,1% svarenda séu jákvæðir í garð varnarsamstarfsins við Bandaríkin og 49% gagnvart aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Kannanir sem þessar varpa að mörgu leyti ljósi á þau tengsl sem geta verið á milli þekkingar fólks á viðfangsefni og viðhorfi þess gagnvart því. Þörf er á aukinni umræðu um utanríkismál á Íslandi, bæði meðal almennings og ekki síður meðal kjörinna fulltrúa. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt. Nauðsynlegt er að lögð sé tilhlýðileg áhersla á og unnið gagngert að því að auka þekkingu, umræðu og skilning á málaflokknum. Það mun ótvírætt skila sér í bæði upplýstari og lýðræðislegri ákvarðanatöku um utanríkismál. Það er af nægu að taka í niðurstöðum umræddrar könnunnar sem verður vonandi uppspretta frekari umræðna um utanríkismál á komandi misserum. Þá væri í sjálfu sér vissum tilgangi náð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun