RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. júní 2019 06:30 Jón Ársæll Þórðarson. Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður konunnar, staðfestir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að málið tengist sjónvarpsþættinum. Hins vegar ríkir leynd yfir því um hvað málið snýst og hvaða kröfu konan gerir í málinu. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið og vísuðu á lögmann konunnar. Ólafur Valur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Í umræddum þætti Paradísarheimtar ræddi Jón Ársæll við konuna sem þá var þrítug og afplánaði dóm á Sogni. Gerði hún upp erfið uppvaxtarár sín og baráttu við fíkn. Um þáttinn var fjallað í netmiðlum eftir að hann var sýndur og vakti hann nokkra athygli líkt og fleiri þættir í þáttaröð Jóns Ársæls. Það var engin lognmolla í kringum sýningu þáttanna síðastliðinn vetur enda efnistökin oft viðkvæm og vandmeðfarin. Hafa meðal annars einstaklingar sem birtust í þáttunum í misjöfnu ástandi kvartað opinberlega undan því. Þá komust þættirnir einnig í fréttir í janúar síðastliðnum þegar greint var frá því að RÚV hefði ákveðið að fresta sýningu eins þáttar, þar sem rætt var við yfirlýstan íslenskan nasista. Ástæðan var að sýningardagur þáttarins lenti fyrir tilviljun á alþjóðlegum minningardegi um helförina. Mál konunnar gegn Jóni Ársæli og Ríkisútvarpinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður konunnar, staðfestir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að málið tengist sjónvarpsþættinum. Hins vegar ríkir leynd yfir því um hvað málið snýst og hvaða kröfu konan gerir í málinu. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið og vísuðu á lögmann konunnar. Ólafur Valur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Í umræddum þætti Paradísarheimtar ræddi Jón Ársæll við konuna sem þá var þrítug og afplánaði dóm á Sogni. Gerði hún upp erfið uppvaxtarár sín og baráttu við fíkn. Um þáttinn var fjallað í netmiðlum eftir að hann var sýndur og vakti hann nokkra athygli líkt og fleiri þættir í þáttaröð Jóns Ársæls. Það var engin lognmolla í kringum sýningu þáttanna síðastliðinn vetur enda efnistökin oft viðkvæm og vandmeðfarin. Hafa meðal annars einstaklingar sem birtust í þáttunum í misjöfnu ástandi kvartað opinberlega undan því. Þá komust þættirnir einnig í fréttir í janúar síðastliðnum þegar greint var frá því að RÚV hefði ákveðið að fresta sýningu eins þáttar, þar sem rætt var við yfirlýstan íslenskan nasista. Ástæðan var að sýningardagur þáttarins lenti fyrir tilviljun á alþjóðlegum minningardegi um helförina. Mál konunnar gegn Jóni Ársæli og Ríkisútvarpinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57
Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00