Lagði áherslu á vináttuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 10:00 Vilhjálmur Egilsson, rektor háskólans á Bifröst, og Thelma Rós. Mynd/James Becker Hátíðarbragur var á útskriftarathöfn Háskólans á Bifröst í Borgarfirði sem fram fór síðasta laugardag og bjart yfir öllu. Karlakórinn Söngbræður setti svip á athöfnina, með undirleik Birgis Þórissonar. Vilhjálmur Egilsson rektor sagði í ræðu sinni meðal annars að skólinn væri nemendadrifinn og persónulegur. „Við lítum á nemendur okkar sem einstaklinga en ekki kennitölur,“ sagði hann og bætti við að á hverju ári væri boðið upp á nýjungar í námsframboði, sumar féllu í kramið, aðrar ekki. Ýmsar tilfinningar hafa ugglaust bærst meðal nemendanna sem lifað hafa saman súrt og sætt um hríð og héldu svo hver í sína áttina. Það lagði Thelma Rós Kristinsdóttir úr Hveragerði að minnsta kosti áherslu á í ræðu sem hún hélt fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust úr háskólagáttinni, brú milli framhalds-og háskólanáms. „Ég lagði áherslu á vináttuna sem skapaðist milli fólks í skólanum, hún er eitthvað sem maður tekur með sér út í lífið en ekki bara stærðfræðiformúlur eða annar fróðleikur,“ segir hún þegar slegið er á þráðinn til hennar. Thelma Rós kveðst hafa farið á námskynningu á Bifröst í fyrrasumar til að kynna sér háskólagáttina og algerlega heillast af staðnum. „Það var svo vel tekið á móti manni að það var ekki hægt annað en skrá sig,“ segir hún og heldur áfram. „Það er óhætt að mæla með þessu námi þó maður telji sig ekki hafa mikið í það, á staðnum er allt til alls, allir tilbúnir að hjálpa, hvort sem það eru kennarar eða samnemendur, ef nemandinn sýnir vilja til að komast í gegn. Ég þekki það sjálf, ég átti við mikla námsörðugleika að stríða sem barn, er illa lesblind og kann enn minna í stærðfræði en þarna fékk ég utanumhaldið sem mig vantaði til að ná mínum markmiðum.“ Eins og vænta má er Thelma Rós þegar búin að skrá sig í nám næsta vetur á Bifröst, nú í opinberum stjórnsýslufræðum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Hátíðarbragur var á útskriftarathöfn Háskólans á Bifröst í Borgarfirði sem fram fór síðasta laugardag og bjart yfir öllu. Karlakórinn Söngbræður setti svip á athöfnina, með undirleik Birgis Þórissonar. Vilhjálmur Egilsson rektor sagði í ræðu sinni meðal annars að skólinn væri nemendadrifinn og persónulegur. „Við lítum á nemendur okkar sem einstaklinga en ekki kennitölur,“ sagði hann og bætti við að á hverju ári væri boðið upp á nýjungar í námsframboði, sumar féllu í kramið, aðrar ekki. Ýmsar tilfinningar hafa ugglaust bærst meðal nemendanna sem lifað hafa saman súrt og sætt um hríð og héldu svo hver í sína áttina. Það lagði Thelma Rós Kristinsdóttir úr Hveragerði að minnsta kosti áherslu á í ræðu sem hún hélt fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust úr háskólagáttinni, brú milli framhalds-og háskólanáms. „Ég lagði áherslu á vináttuna sem skapaðist milli fólks í skólanum, hún er eitthvað sem maður tekur með sér út í lífið en ekki bara stærðfræðiformúlur eða annar fróðleikur,“ segir hún þegar slegið er á þráðinn til hennar. Thelma Rós kveðst hafa farið á námskynningu á Bifröst í fyrrasumar til að kynna sér háskólagáttina og algerlega heillast af staðnum. „Það var svo vel tekið á móti manni að það var ekki hægt annað en skrá sig,“ segir hún og heldur áfram. „Það er óhætt að mæla með þessu námi þó maður telji sig ekki hafa mikið í það, á staðnum er allt til alls, allir tilbúnir að hjálpa, hvort sem það eru kennarar eða samnemendur, ef nemandinn sýnir vilja til að komast í gegn. Ég þekki það sjálf, ég átti við mikla námsörðugleika að stríða sem barn, er illa lesblind og kann enn minna í stærðfræði en þarna fékk ég utanumhaldið sem mig vantaði til að ná mínum markmiðum.“ Eins og vænta má er Thelma Rós þegar búin að skrá sig í nám næsta vetur á Bifröst, nú í opinberum stjórnsýslufræðum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira