Sumarfríið stytt vegna lúsmýs Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2019 16:28 Bústaðurinn sem fjölskyldan gisti í var í nágrenni Laugarvatns. Samsett/Erling/AME Sumarfrí Guðrúnar Ögðu Aðalheiðardóttur og fjölskyldu fékk heldur skjótan endi en sumarbústaðarferð, sem átti að standa yfir í viku, lauk mun fyrr en áætlað var vegna ágangs lúsmýs. Guðrún og fjölskylda áttu bókaða viku í sumarbústaði stéttarfélags í Brekkuskógi í Bláskógabyggð, skammt frá Laugarvatni. Flugurnar herjuðu þó á fjölskylduna og á mánudegi, þremur dögum eftir komuna var ákveðið að halda aftur heim á leið. „Það var ólíft þarna, við erum öll útétin,“ segir Guðrún sem bætir við að fjölskyldan hafi ekki vitað af ástandinu áður en haldið var af stað. Við heimkomuna hafi þeim hins vegar beðið viðvörun í tölvupósti sem barst sama dag og lagt var í ferðalagið, tölvupóstur sem ekki hafði sést.Mikill kláði og óþægindi fylgi bitunum og venjuleg ólyfsseðilsskyld lyf dugi skammt í baráttunni „Við erum búin að bryðja öll heimsins sýklalyf og ofnæmislyf en við erum að fara að fá sterkari sterakrem í dag, lyfsseðilsskyld,“ segir Guðrún. Fjölskyldan reyndi heimilisráð sem mælt hefur verið með í tengslum við lúsmýið, lavenderolíu og fleira, en það hafi haft lítið að segja. „Börnin mín eru öll útbitin og ég er öll út í þessu á höndunum og í andlitinu. Hreint út sagt er þetta viðbjóður,“ segir Guðrún Agða sem bætir við að meira að segja hundur fjölskyldunnar, sem dýrki útiveruna og sveitaloftið hafi flúið ástandið og haldið inn í bíl. Bitvargurinn lúsmý hefur herjað á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015. Pestin leggst einkum á fólk á nóttinni og er sagt sjá sóknarfæri í berum útlimum sem skaga undan ábreiðum.Í pistli Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar, skordýrafræðinga, sem birtist á vef Náttúrufræðastofnunar kemur meðal annars fram að lífshættir tegundarinnar, sem hlotið hefur heitið Culicoides reconditus, séu nánast óþekktir hér á landi. Kvendýrin þurfi blóð til að þroska eggin sín en uppeldisstöðvar mýsins hafi ekki verið staðsettar.Skjáskot af færslu Guðrúnar ÖgðuFacebook Bláskógabyggð Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Sumarfrí Guðrúnar Ögðu Aðalheiðardóttur og fjölskyldu fékk heldur skjótan endi en sumarbústaðarferð, sem átti að standa yfir í viku, lauk mun fyrr en áætlað var vegna ágangs lúsmýs. Guðrún og fjölskylda áttu bókaða viku í sumarbústaði stéttarfélags í Brekkuskógi í Bláskógabyggð, skammt frá Laugarvatni. Flugurnar herjuðu þó á fjölskylduna og á mánudegi, þremur dögum eftir komuna var ákveðið að halda aftur heim á leið. „Það var ólíft þarna, við erum öll útétin,“ segir Guðrún sem bætir við að fjölskyldan hafi ekki vitað af ástandinu áður en haldið var af stað. Við heimkomuna hafi þeim hins vegar beðið viðvörun í tölvupósti sem barst sama dag og lagt var í ferðalagið, tölvupóstur sem ekki hafði sést.Mikill kláði og óþægindi fylgi bitunum og venjuleg ólyfsseðilsskyld lyf dugi skammt í baráttunni „Við erum búin að bryðja öll heimsins sýklalyf og ofnæmislyf en við erum að fara að fá sterkari sterakrem í dag, lyfsseðilsskyld,“ segir Guðrún. Fjölskyldan reyndi heimilisráð sem mælt hefur verið með í tengslum við lúsmýið, lavenderolíu og fleira, en það hafi haft lítið að segja. „Börnin mín eru öll útbitin og ég er öll út í þessu á höndunum og í andlitinu. Hreint út sagt er þetta viðbjóður,“ segir Guðrún Agða sem bætir við að meira að segja hundur fjölskyldunnar, sem dýrki útiveruna og sveitaloftið hafi flúið ástandið og haldið inn í bíl. Bitvargurinn lúsmý hefur herjað á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015. Pestin leggst einkum á fólk á nóttinni og er sagt sjá sóknarfæri í berum útlimum sem skaga undan ábreiðum.Í pistli Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar, skordýrafræðinga, sem birtist á vef Náttúrufræðastofnunar kemur meðal annars fram að lífshættir tegundarinnar, sem hlotið hefur heitið Culicoides reconditus, séu nánast óþekktir hér á landi. Kvendýrin þurfi blóð til að þroska eggin sín en uppeldisstöðvar mýsins hafi ekki verið staðsettar.Skjáskot af færslu Guðrúnar ÖgðuFacebook
Bláskógabyggð Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53