Sumarfríið stytt vegna lúsmýs Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2019 16:28 Bústaðurinn sem fjölskyldan gisti í var í nágrenni Laugarvatns. Samsett/Erling/AME Sumarfrí Guðrúnar Ögðu Aðalheiðardóttur og fjölskyldu fékk heldur skjótan endi en sumarbústaðarferð, sem átti að standa yfir í viku, lauk mun fyrr en áætlað var vegna ágangs lúsmýs. Guðrún og fjölskylda áttu bókaða viku í sumarbústaði stéttarfélags í Brekkuskógi í Bláskógabyggð, skammt frá Laugarvatni. Flugurnar herjuðu þó á fjölskylduna og á mánudegi, þremur dögum eftir komuna var ákveðið að halda aftur heim á leið. „Það var ólíft þarna, við erum öll útétin,“ segir Guðrún sem bætir við að fjölskyldan hafi ekki vitað af ástandinu áður en haldið var af stað. Við heimkomuna hafi þeim hins vegar beðið viðvörun í tölvupósti sem barst sama dag og lagt var í ferðalagið, tölvupóstur sem ekki hafði sést.Mikill kláði og óþægindi fylgi bitunum og venjuleg ólyfsseðilsskyld lyf dugi skammt í baráttunni „Við erum búin að bryðja öll heimsins sýklalyf og ofnæmislyf en við erum að fara að fá sterkari sterakrem í dag, lyfsseðilsskyld,“ segir Guðrún. Fjölskyldan reyndi heimilisráð sem mælt hefur verið með í tengslum við lúsmýið, lavenderolíu og fleira, en það hafi haft lítið að segja. „Börnin mín eru öll útbitin og ég er öll út í þessu á höndunum og í andlitinu. Hreint út sagt er þetta viðbjóður,“ segir Guðrún Agða sem bætir við að meira að segja hundur fjölskyldunnar, sem dýrki útiveruna og sveitaloftið hafi flúið ástandið og haldið inn í bíl. Bitvargurinn lúsmý hefur herjað á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015. Pestin leggst einkum á fólk á nóttinni og er sagt sjá sóknarfæri í berum útlimum sem skaga undan ábreiðum.Í pistli Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar, skordýrafræðinga, sem birtist á vef Náttúrufræðastofnunar kemur meðal annars fram að lífshættir tegundarinnar, sem hlotið hefur heitið Culicoides reconditus, séu nánast óþekktir hér á landi. Kvendýrin þurfi blóð til að þroska eggin sín en uppeldisstöðvar mýsins hafi ekki verið staðsettar.Skjáskot af færslu Guðrúnar ÖgðuFacebook Bláskógabyggð Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Sumarfrí Guðrúnar Ögðu Aðalheiðardóttur og fjölskyldu fékk heldur skjótan endi en sumarbústaðarferð, sem átti að standa yfir í viku, lauk mun fyrr en áætlað var vegna ágangs lúsmýs. Guðrún og fjölskylda áttu bókaða viku í sumarbústaði stéttarfélags í Brekkuskógi í Bláskógabyggð, skammt frá Laugarvatni. Flugurnar herjuðu þó á fjölskylduna og á mánudegi, þremur dögum eftir komuna var ákveðið að halda aftur heim á leið. „Það var ólíft þarna, við erum öll útétin,“ segir Guðrún sem bætir við að fjölskyldan hafi ekki vitað af ástandinu áður en haldið var af stað. Við heimkomuna hafi þeim hins vegar beðið viðvörun í tölvupósti sem barst sama dag og lagt var í ferðalagið, tölvupóstur sem ekki hafði sést.Mikill kláði og óþægindi fylgi bitunum og venjuleg ólyfsseðilsskyld lyf dugi skammt í baráttunni „Við erum búin að bryðja öll heimsins sýklalyf og ofnæmislyf en við erum að fara að fá sterkari sterakrem í dag, lyfsseðilsskyld,“ segir Guðrún. Fjölskyldan reyndi heimilisráð sem mælt hefur verið með í tengslum við lúsmýið, lavenderolíu og fleira, en það hafi haft lítið að segja. „Börnin mín eru öll útbitin og ég er öll út í þessu á höndunum og í andlitinu. Hreint út sagt er þetta viðbjóður,“ segir Guðrún Agða sem bætir við að meira að segja hundur fjölskyldunnar, sem dýrki útiveruna og sveitaloftið hafi flúið ástandið og haldið inn í bíl. Bitvargurinn lúsmý hefur herjað á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015. Pestin leggst einkum á fólk á nóttinni og er sagt sjá sóknarfæri í berum útlimum sem skaga undan ábreiðum.Í pistli Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar, skordýrafræðinga, sem birtist á vef Náttúrufræðastofnunar kemur meðal annars fram að lífshættir tegundarinnar, sem hlotið hefur heitið Culicoides reconditus, séu nánast óþekktir hér á landi. Kvendýrin þurfi blóð til að þroska eggin sín en uppeldisstöðvar mýsins hafi ekki verið staðsettar.Skjáskot af færslu Guðrúnar ÖgðuFacebook
Bláskógabyggð Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53