Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2019 23:00 Eins og sjást má er Aðalheiður sundurbitin. Facebook/Aðalheiður Ámundadóttir Lúsmý hefur undanfarin ár látíð á sér kræla hér á landi en skordýrategundin gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015. Enn bætist í hóp fórnarlamba plágunnar en hundruð manns eru í Facebook hópnum Lúsmý á Íslandi þar sem reynslusögum er deilt og ráð gefin. Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. Þar hafi hún auk fjölskyldumeðlima orðið fyrir barðinu á flugunum en þegar heim til Reykjavíkur kom hafi enn verið að bætast í bitin.Upplýsingar skortir um viðbrögð við biti lúsmýs „Ég byrja að versna og versna eftir að ég kem í bæinn og það er búið að bætast í bitin. Ég veit ekki hvort það sé enn þá verið að bíta mig en ég held það hljóti að vera því þeim hefur fjölgað gríðarlega síðan,ׅ “ segir Aðalheiður sem er búsett í miðbæ Reykjavíkur og bætir við að sonur hennar hafi vaknað með bit hér í bænum. Sterakrem líkt og Mildison og deyfigelið Xylocain hafa í faraldrinum runnið út eins og heitar lummur í apótekum borgarinnar. Þá er einnig hægt að verða sér út um ofnæmistöflur sem draga úr kláða en gera ekkert við bitinu. Aðalheiður segir að líklega þurfi til verksins sterkara sterakrem en Mildison en slík lyf eru lyfseðilsskyld og því þarf að leita til læknis áður en hægt er að útvega sér lyfið með tilheyrandi biðtíma. Hún veltir því fyrir sér hvort ekki sé tilefni til að aflétta, tímabundið, lyfseðilskyldu á ofnæmislyfjum og stera- og deyfikremum. „Ég velti því fyrir mér hvort það þurfi að láta borgarana, sem verða í hundraða tali fyrir svona plágu, ganga í gegnum alla bjúrókrasíuna. Hvort það sé ekki auðveldari leið til þess að hjálpa fólki með þetta,“ segir Aðalheiður sem segist í raun ekki vita hvert hún eigi að leita vegna þessa kvilla. Við erum ekki með nógu skýra ferla í heilbrigðisþjónustunni, margir eru ekki með heimilislækni og það er að kristallast fyrir mér núna að við eigum svo flókið heilbrigðiskerfi, farvegirnir eru svo flóknir, segir Aðalheiður og bætir við að almenningur viti í mörgum tilfellum ekki hvernig það eigi að leita til læknis. Einkenni bitana komu fram síðasta sunnudag segir Aðalheiður sem býst við því að þurfa að glíma við óþægindin í allt að tvær vikur. Fjöldi bita á líkama Aðalheiðar er slíkur að hún segist ekki hafa tölu á þeim, líklega skipti þau mörg hundruðum. Heilbrigðismál Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Lúsmý hefur undanfarin ár látíð á sér kræla hér á landi en skordýrategundin gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015. Enn bætist í hóp fórnarlamba plágunnar en hundruð manns eru í Facebook hópnum Lúsmý á Íslandi þar sem reynslusögum er deilt og ráð gefin. Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. Þar hafi hún auk fjölskyldumeðlima orðið fyrir barðinu á flugunum en þegar heim til Reykjavíkur kom hafi enn verið að bætast í bitin.Upplýsingar skortir um viðbrögð við biti lúsmýs „Ég byrja að versna og versna eftir að ég kem í bæinn og það er búið að bætast í bitin. Ég veit ekki hvort það sé enn þá verið að bíta mig en ég held það hljóti að vera því þeim hefur fjölgað gríðarlega síðan,ׅ “ segir Aðalheiður sem er búsett í miðbæ Reykjavíkur og bætir við að sonur hennar hafi vaknað með bit hér í bænum. Sterakrem líkt og Mildison og deyfigelið Xylocain hafa í faraldrinum runnið út eins og heitar lummur í apótekum borgarinnar. Þá er einnig hægt að verða sér út um ofnæmistöflur sem draga úr kláða en gera ekkert við bitinu. Aðalheiður segir að líklega þurfi til verksins sterkara sterakrem en Mildison en slík lyf eru lyfseðilsskyld og því þarf að leita til læknis áður en hægt er að útvega sér lyfið með tilheyrandi biðtíma. Hún veltir því fyrir sér hvort ekki sé tilefni til að aflétta, tímabundið, lyfseðilskyldu á ofnæmislyfjum og stera- og deyfikremum. „Ég velti því fyrir mér hvort það þurfi að láta borgarana, sem verða í hundraða tali fyrir svona plágu, ganga í gegnum alla bjúrókrasíuna. Hvort það sé ekki auðveldari leið til þess að hjálpa fólki með þetta,“ segir Aðalheiður sem segist í raun ekki vita hvert hún eigi að leita vegna þessa kvilla. Við erum ekki með nógu skýra ferla í heilbrigðisþjónustunni, margir eru ekki með heimilislækni og það er að kristallast fyrir mér núna að við eigum svo flókið heilbrigðiskerfi, farvegirnir eru svo flóknir, segir Aðalheiður og bætir við að almenningur viti í mörgum tilfellum ekki hvernig það eigi að leita til læknis. Einkenni bitana komu fram síðasta sunnudag segir Aðalheiður sem býst við því að þurfa að glíma við óþægindin í allt að tvær vikur. Fjöldi bita á líkama Aðalheiðar er slíkur að hún segist ekki hafa tölu á þeim, líklega skipti þau mörg hundruðum.
Heilbrigðismál Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10
Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53