Svínabú angrar kúabónda Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. júlí 2019 07:30 Framkvæmdaaðili búsins segir lyktmengun fylgja því að búa í sveitinni. FBL/GVA „Við gerðum athugasemd við deiliskipulagið. Þeim athugasemdum var svo hafnað af sveitarfélaginu og þetta var eini sénsinn hjá okkur til að halda áfram með málið,“ segir Guðjón Þórir Sigfússon, kúabóndi og eigandi Grundar I í Eyjafjarðarsveit. Guðjón, ásamt ábúendum og eigendum á Grund I og Finnastöðum, lögðu fram kæru á ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um samþykkt deiliskipulags svínabús sem áætlað er að hefji störf á bænum Torfum. Einnig var lögð fram kæra á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir vegna búsins skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. „Þetta mun skapa bæði lyktarmengun og ónæði, þessu er þannig farið. Mér finnst þetta bara ekki eiga heima akkúrat þarna, innan um svona þétta byggð eins og þarna er. Þetta er mjög nálægt, rétt um hundrað metra frá jarðarmörkum okkar,“ segir Guðjón. Samkvæmt reglum um eldishús svína er lágmarksfjarlægð frá byggingu svínabús að mannabústöðum 600 metrar. „Það eru á milli 900 og 1.000 metrar í þessa aðila sem eru að kæra þetta, “ segir Ingvi Stefánsson, bóndi og framkvæmdaaðili svínabúsins. „Það eru auðvitað vonbrigði þegar svona aðstæður koma upp. Ég væri að sjálfsögðu aldrei að fara út í þetta verkefni ef ég teldi það hafa neikvæð áhrif á svæðið þarna í kring,“ bætir Ingvi við. Hann segir að öllum búskap fylgi lyktarmengun af einhverju tagi og svínabú séu þar engin undantekning. „Það fylgir þessu alltaf lyktarmengun það er bara þannig þegar þú býrð í sveitinni. Ég á voðalega erfitt með að segja til um hvort svínalykt sé betri eða verri en eitthvað annað.“ Miklar framkvæmdir fylgja tilkomu svínabúsins en byggja þarf tvö hús undir svínin sjálf, eitt gesta- og starfsmannahús ásamt tveimur haugtönkum. „Þetta snýst líka um framtíðina því þetta eru töluverð inngrip í umhverfið og hefur áhrif á næstu bæi og jarðir. Bæði á búskap og þetta þrengir að notkunarmöguleikum,“ segir Guðjón. Ingvi segir ástæðu þess hversu stór húsin eru vera nýjar reglur varðandi velferð dýra. „Þær þýða meira rými fyrir hvert dýr og þar af leiðandi verður húsakosturinn stærri. Ég er að fara dálítið umfram það því hugmyndafræðin á bak við þetta var að ganga mjög langt í allri dýravelferð,“ segir hann. „Einnig er lítil svínakjötsframleiðsla á Norðurlandi miðað við eftirspurn. Með því að framleiða kjötið hér þarf að flytja kjötið styttri leið og þar með minnkar kolefnissporið,“ útskýrir Ingvi. Birtist í Fréttablaðinu Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
„Við gerðum athugasemd við deiliskipulagið. Þeim athugasemdum var svo hafnað af sveitarfélaginu og þetta var eini sénsinn hjá okkur til að halda áfram með málið,“ segir Guðjón Þórir Sigfússon, kúabóndi og eigandi Grundar I í Eyjafjarðarsveit. Guðjón, ásamt ábúendum og eigendum á Grund I og Finnastöðum, lögðu fram kæru á ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um samþykkt deiliskipulags svínabús sem áætlað er að hefji störf á bænum Torfum. Einnig var lögð fram kæra á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir vegna búsins skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. „Þetta mun skapa bæði lyktarmengun og ónæði, þessu er þannig farið. Mér finnst þetta bara ekki eiga heima akkúrat þarna, innan um svona þétta byggð eins og þarna er. Þetta er mjög nálægt, rétt um hundrað metra frá jarðarmörkum okkar,“ segir Guðjón. Samkvæmt reglum um eldishús svína er lágmarksfjarlægð frá byggingu svínabús að mannabústöðum 600 metrar. „Það eru á milli 900 og 1.000 metrar í þessa aðila sem eru að kæra þetta, “ segir Ingvi Stefánsson, bóndi og framkvæmdaaðili svínabúsins. „Það eru auðvitað vonbrigði þegar svona aðstæður koma upp. Ég væri að sjálfsögðu aldrei að fara út í þetta verkefni ef ég teldi það hafa neikvæð áhrif á svæðið þarna í kring,“ bætir Ingvi við. Hann segir að öllum búskap fylgi lyktarmengun af einhverju tagi og svínabú séu þar engin undantekning. „Það fylgir þessu alltaf lyktarmengun það er bara þannig þegar þú býrð í sveitinni. Ég á voðalega erfitt með að segja til um hvort svínalykt sé betri eða verri en eitthvað annað.“ Miklar framkvæmdir fylgja tilkomu svínabúsins en byggja þarf tvö hús undir svínin sjálf, eitt gesta- og starfsmannahús ásamt tveimur haugtönkum. „Þetta snýst líka um framtíðina því þetta eru töluverð inngrip í umhverfið og hefur áhrif á næstu bæi og jarðir. Bæði á búskap og þetta þrengir að notkunarmöguleikum,“ segir Guðjón. Ingvi segir ástæðu þess hversu stór húsin eru vera nýjar reglur varðandi velferð dýra. „Þær þýða meira rými fyrir hvert dýr og þar af leiðandi verður húsakosturinn stærri. Ég er að fara dálítið umfram það því hugmyndafræðin á bak við þetta var að ganga mjög langt í allri dýravelferð,“ segir hann. „Einnig er lítil svínakjötsframleiðsla á Norðurlandi miðað við eftirspurn. Með því að framleiða kjötið hér þarf að flytja kjötið styttri leið og þar með minnkar kolefnissporið,“ útskýrir Ingvi.
Birtist í Fréttablaðinu Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira