Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Ari Brynjólfsson skrifar 15. júlí 2019 07:30 Ólafur Haukur og Elín Arna settu Draumasetið á laggirnar árið 2013. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Ég er ekki viss um að þetta sé besta staðsetningin. Reyndar gæti þetta verið sú versta af öllum,“ segir Ólafur Haukur Ólafsson, stofnandi Draumasetursins. Draumasetrið er áfangaheimili sem ætlað er fyrrverandi fíklum sem eiga engan annan samastað. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda, og munu smáhýsin rísa á Höfðabakka og á stað þar sem nú eru bílastæði fyrir utan Draumasetrið. Ólafur Haukur óttast að í smáhýsin flytji einstaklingar í virkri neyslu sem ættu ekki að umgangast þá sem eru í bata. „Ég veit alveg hvernig þetta er þegar einstaklingur í neyslu kemur inn til okkar, það titrar allt og skelfur. Þetta er ótrúlega erfitt fyrir fólk sem er að stíga fyrstu skref í edrúmennsku,“ segir Ólafur Haukur. „Fyrir utan að það er eitthvað að samfélagi sem ætlast til að fólk búi í gámum á bílastæði.“Ragna Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar.Ragna Sigurðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og samgönguráði, segir að ekki sé gefið að í smáhýsunum við Héðinsgötu verði einstaklingar í virkri neyslu, enda sé um fjölbreyttan hóp að ræða sem glímir við húsnæðisleysi af ýmsum ástæðum. „Þeim einstaklingum sem þurfa þjónustu verður fundið viðeigandi úrræði sem byggir á faglegu mati í hverju tilviki fyrir sig. En sú hugmyndafræði er ríkjandi almennt hjá Reykjavíkurborg að það sé til húsnæði fyrir fólk í virkri neyslu, í anda „Housing First“ stefnunnar“, segir Ragna. Mikilvægt sé að umræða um úrræði einkennist ekki af fordómum gagnvart þessum hópi. „Það á enginn að vera á götunni og það skiptir máli að þessir einstaklingar hafi öruggt skjól.“ Ragna bendir á að það séu dæmi þess að áfangaheimili séu rekin við hlið búsetuúrræða. „Það getur verið jákvætt fyrir þá sem eru að sækja þjónustu áfangaheimilisins að hafa húsnæði sem er nálægt því.“ Ólafur Haukur setti Draumasetrið á laggirnar ásamt eiginkonu sinni, Elínu Örnu Arnardóttur, vegna húsnæðisvanda fíkla í bata. Hann segir önnur dæmi ekki sambærileg. „Það er stór munur á þessu. Þar er fólk sem vinnur við að passa að það sé enginn samgangur á milli á nóttunni, hér eru engir næturverðir. Það verður að finna einhverja betri lausn.“ Telur hann einnig að það megi draga í efa árangur þeirra úrræða sem eru of nálægt Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri húsnæðismála velferðarsviðs, segir að gert sé ráð fyrir 25 smáhýsum víðs vegar um borgina. Nú séu komnar lóðir við Höfðabakka og Héðinsgötu og verið sé að skoða fleiri lóðir á öðrum stöðum. Tekið verði fullt tillit til umhverfisins þegar húsnæði er úthlutað. Leyfi er fyrir fimm smáhýsum á Héðinsgötu, Berglind gerir ráð fyrir þremur til fjórum smáhýsum. Ragna segir að starfsfólk velferðarsviðs verði með sérhæft eftirlit í kringum smáhýsi, svokallað VOR-teymi mun líta inn og bjóða þjónustu þar sem við á. „Það getur skipt sköpum ef fólk vill ná bata að hafa eigið heimili.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
„Ég er ekki viss um að þetta sé besta staðsetningin. Reyndar gæti þetta verið sú versta af öllum,“ segir Ólafur Haukur Ólafsson, stofnandi Draumasetursins. Draumasetrið er áfangaheimili sem ætlað er fyrrverandi fíklum sem eiga engan annan samastað. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda, og munu smáhýsin rísa á Höfðabakka og á stað þar sem nú eru bílastæði fyrir utan Draumasetrið. Ólafur Haukur óttast að í smáhýsin flytji einstaklingar í virkri neyslu sem ættu ekki að umgangast þá sem eru í bata. „Ég veit alveg hvernig þetta er þegar einstaklingur í neyslu kemur inn til okkar, það titrar allt og skelfur. Þetta er ótrúlega erfitt fyrir fólk sem er að stíga fyrstu skref í edrúmennsku,“ segir Ólafur Haukur. „Fyrir utan að það er eitthvað að samfélagi sem ætlast til að fólk búi í gámum á bílastæði.“Ragna Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar.Ragna Sigurðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og samgönguráði, segir að ekki sé gefið að í smáhýsunum við Héðinsgötu verði einstaklingar í virkri neyslu, enda sé um fjölbreyttan hóp að ræða sem glímir við húsnæðisleysi af ýmsum ástæðum. „Þeim einstaklingum sem þurfa þjónustu verður fundið viðeigandi úrræði sem byggir á faglegu mati í hverju tilviki fyrir sig. En sú hugmyndafræði er ríkjandi almennt hjá Reykjavíkurborg að það sé til húsnæði fyrir fólk í virkri neyslu, í anda „Housing First“ stefnunnar“, segir Ragna. Mikilvægt sé að umræða um úrræði einkennist ekki af fordómum gagnvart þessum hópi. „Það á enginn að vera á götunni og það skiptir máli að þessir einstaklingar hafi öruggt skjól.“ Ragna bendir á að það séu dæmi þess að áfangaheimili séu rekin við hlið búsetuúrræða. „Það getur verið jákvætt fyrir þá sem eru að sækja þjónustu áfangaheimilisins að hafa húsnæði sem er nálægt því.“ Ólafur Haukur setti Draumasetrið á laggirnar ásamt eiginkonu sinni, Elínu Örnu Arnardóttur, vegna húsnæðisvanda fíkla í bata. Hann segir önnur dæmi ekki sambærileg. „Það er stór munur á þessu. Þar er fólk sem vinnur við að passa að það sé enginn samgangur á milli á nóttunni, hér eru engir næturverðir. Það verður að finna einhverja betri lausn.“ Telur hann einnig að það megi draga í efa árangur þeirra úrræða sem eru of nálægt Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri húsnæðismála velferðarsviðs, segir að gert sé ráð fyrir 25 smáhýsum víðs vegar um borgina. Nú séu komnar lóðir við Höfðabakka og Héðinsgötu og verið sé að skoða fleiri lóðir á öðrum stöðum. Tekið verði fullt tillit til umhverfisins þegar húsnæði er úthlutað. Leyfi er fyrir fimm smáhýsum á Héðinsgötu, Berglind gerir ráð fyrir þremur til fjórum smáhýsum. Ragna segir að starfsfólk velferðarsviðs verði með sérhæft eftirlit í kringum smáhýsi, svokallað VOR-teymi mun líta inn og bjóða þjónustu þar sem við á. „Það getur skipt sköpum ef fólk vill ná bata að hafa eigið heimili.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00