Með hundrað bit eftir lúsmý á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júlí 2019 16:04 Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum og íþróttakennari, sem er illa bitin eftir lúsmý. Hann hefur haft í nógu að snúast um helgina því hann stýrði körfuboltabúðum Hrunamanna þar sem um 140 krakkar voru skráðir til leiks. Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum lætur lúsmýið á staðnum ekki trufla sig þrátt fyrir að hann hafi verið bitinn hundrað sinnum. Mest var um mýið í júní, svo bar ekkert á mýinu fyrstu dagana í júlí en nú virðist það vera komið á fullt aftur. Lúsmý hefur verið áberandi í uppsveitum Árnessýslu í sumar, ekki síst á sumarbústaðasvæðum í Biskupstungum og í sveitunum þar í kring. Íbúar í Hrunamannahreppi hafa líka fengið að kenna á lúsmýinu, ekki síst á Flúðum þar sem töluvert hefur verið um fluguna. Mýið lætur suma alveg vera en aðrir fá vel að kenna á því, það þekkir Árni Þór Hilmarsson á Flúðum, sem er mjög skrautlegur á líkamanum eftir öll bitin. „Ég var bitinn hér í byrjun júní þar sem ég fékk fjörutíu bit. Ég er búin að smyrja mig allan af þessum skordýrafælum og hitt og þetta og taldi mig vera góðan, tók B-vítamín og alla þessa galdra, sem átti að taka en svo kom flugan bara aftur og réðst á mig þar sem maður sefur upp í rúmi algjörlega grunlaus og saklaus og étur mann upp til agna“, segir Árni. Árni segir töluverðan kláða fylgja bitunum og aðal óþægindin séu fyrstu tvo dagana eftir bit en hann lætur ástandið ekki trufla sig og segir íbúa á Flúðum og næsta nágrenni ótrúlega rólega og yfirvegaða yfir ástandinu enda þýði ekki að fara á taugum yfir ástandinu. En eru margir bitnir á svæðinu? „Já, maður er alltaf að heyra af einhverjum og maður sér það þegar fólk fer á stuttbuxurnar, það er alltaf gott veður á Flúðum, þá sér maður þetta á handleggjum og fótunum á fólki“. Árni sem fór til Finnlands í vor hafði heyrt af mikilli flugu þar og passaði að vera vel á varðbergi þar og loka gluggum og smyrja sig vel en þar fékk hann bara tvö bit en á Flúðum eru þau orðin hátt í hundrað. Hrunamannahreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53 Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. 18. júní 2019 12:15 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum lætur lúsmýið á staðnum ekki trufla sig þrátt fyrir að hann hafi verið bitinn hundrað sinnum. Mest var um mýið í júní, svo bar ekkert á mýinu fyrstu dagana í júlí en nú virðist það vera komið á fullt aftur. Lúsmý hefur verið áberandi í uppsveitum Árnessýslu í sumar, ekki síst á sumarbústaðasvæðum í Biskupstungum og í sveitunum þar í kring. Íbúar í Hrunamannahreppi hafa líka fengið að kenna á lúsmýinu, ekki síst á Flúðum þar sem töluvert hefur verið um fluguna. Mýið lætur suma alveg vera en aðrir fá vel að kenna á því, það þekkir Árni Þór Hilmarsson á Flúðum, sem er mjög skrautlegur á líkamanum eftir öll bitin. „Ég var bitinn hér í byrjun júní þar sem ég fékk fjörutíu bit. Ég er búin að smyrja mig allan af þessum skordýrafælum og hitt og þetta og taldi mig vera góðan, tók B-vítamín og alla þessa galdra, sem átti að taka en svo kom flugan bara aftur og réðst á mig þar sem maður sefur upp í rúmi algjörlega grunlaus og saklaus og étur mann upp til agna“, segir Árni. Árni segir töluverðan kláða fylgja bitunum og aðal óþægindin séu fyrstu tvo dagana eftir bit en hann lætur ástandið ekki trufla sig og segir íbúa á Flúðum og næsta nágrenni ótrúlega rólega og yfirvegaða yfir ástandinu enda þýði ekki að fara á taugum yfir ástandinu. En eru margir bitnir á svæðinu? „Já, maður er alltaf að heyra af einhverjum og maður sér það þegar fólk fer á stuttbuxurnar, það er alltaf gott veður á Flúðum, þá sér maður þetta á handleggjum og fótunum á fólki“. Árni sem fór til Finnlands í vor hafði heyrt af mikilli flugu þar og passaði að vera vel á varðbergi þar og loka gluggum og smyrja sig vel en þar fékk hann bara tvö bit en á Flúðum eru þau orðin hátt í hundrað.
Hrunamannahreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53 Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. 18. júní 2019 12:15 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53
Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. 18. júní 2019 12:15