Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2019 15:14 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. Tillagan felur í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Haraldur setti hugmyndina fram í grein sem hann skrifaði og birtist í Morgunblaðinu á mánudag. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans sem afgreiða á frá Alþingi í ágúst. „Sú hugmynd er hér sett fram að áskilja það í innleiðingu orkupakka 3 að setja lagaákvæði um að slík tenging verði aðeins með samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu. Sæstrengur og bygging grunntengivirkja fyrir slíka tengingu verði því aðeins að meirihluti landsmanna samþykki það í atkvæðagreiðslu,“ skrifar Haraldur í grein sinni, Það sem gerir okkur að þjóð. Óli Björn leggur áherslu á að hugmyndin feli í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun. „Tillagan gengur út á það að hinn lagalegi fyrirvari sem settur er inn varðandi innleiðingu þriðja orkupakkans svokallaða um það að sæstrengur verður ekki lagður nema meirihluti Alþingis samþykki slíka lagningu. Þá bætist við að meirihlutavilji Alþingis öðlist ekki gildi fyrr en í þjóðaratkvæðagreiðslu, þannig að meirihluti þjóðarinnar samþykki ákvörðun meirihluta Alþingis.“Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmÓli Björn segir um að ræða nýja hugmynd. Hún hafi verið rædd innan flokksins og þar hafi verið tekið ágætlega í hana. Sjálfur segist Óli Björn afar jákvæður í garð hugmyndarinnar. „Ágætlega. Ég er stuðningsmaður þessarar hugmyndar og held að hún sé hluti af því að ná meiri sátt um skipulag raforkumarkaðar og þeirrar samvinnu sem við eigum innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Óli Björn. „Þetta er skynsamleg tillaga og öll grein Haraldar Benediktssonar ber þess merki að hafa verið skrifuð af mikilli þekkingu og eins og oftast áður, og nær alltaf, þá styð ég Harald Benediktsson í þessum hugmyndum.“ Flokkur fólksins lagði áður fram breytingartillögu við þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagði fram. Breytingartillagan varðaði þann hluta þingsályktunarinnar er sneri að tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng. Flokkur fólksins lagði til að í ekki yrði ráðist í slíka tengingu nema með þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e. í stað „samþykki Alþingis“ komi „samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Sú tillaga gerir þannig ekki ráð fyrir samþykki Alþingis, líkt og hugmynd Haraldar Benediktssonar gerir. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir 16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. 24. júní 2019 16:59 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. Tillagan felur í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Haraldur setti hugmyndina fram í grein sem hann skrifaði og birtist í Morgunblaðinu á mánudag. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans sem afgreiða á frá Alþingi í ágúst. „Sú hugmynd er hér sett fram að áskilja það í innleiðingu orkupakka 3 að setja lagaákvæði um að slík tenging verði aðeins með samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu. Sæstrengur og bygging grunntengivirkja fyrir slíka tengingu verði því aðeins að meirihluti landsmanna samþykki það í atkvæðagreiðslu,“ skrifar Haraldur í grein sinni, Það sem gerir okkur að þjóð. Óli Björn leggur áherslu á að hugmyndin feli í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun. „Tillagan gengur út á það að hinn lagalegi fyrirvari sem settur er inn varðandi innleiðingu þriðja orkupakkans svokallaða um það að sæstrengur verður ekki lagður nema meirihluti Alþingis samþykki slíka lagningu. Þá bætist við að meirihlutavilji Alþingis öðlist ekki gildi fyrr en í þjóðaratkvæðagreiðslu, þannig að meirihluti þjóðarinnar samþykki ákvörðun meirihluta Alþingis.“Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmÓli Björn segir um að ræða nýja hugmynd. Hún hafi verið rædd innan flokksins og þar hafi verið tekið ágætlega í hana. Sjálfur segist Óli Björn afar jákvæður í garð hugmyndarinnar. „Ágætlega. Ég er stuðningsmaður þessarar hugmyndar og held að hún sé hluti af því að ná meiri sátt um skipulag raforkumarkaðar og þeirrar samvinnu sem við eigum innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Óli Björn. „Þetta er skynsamleg tillaga og öll grein Haraldar Benediktssonar ber þess merki að hafa verið skrifuð af mikilli þekkingu og eins og oftast áður, og nær alltaf, þá styð ég Harald Benediktsson í þessum hugmyndum.“ Flokkur fólksins lagði áður fram breytingartillögu við þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagði fram. Breytingartillagan varðaði þann hluta þingsályktunarinnar er sneri að tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng. Flokkur fólksins lagði til að í ekki yrði ráðist í slíka tengingu nema með þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e. í stað „samþykki Alþingis“ komi „samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Sú tillaga gerir þannig ekki ráð fyrir samþykki Alþingis, líkt og hugmynd Haraldar Benediktssonar gerir.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir 16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. 24. júní 2019 16:59 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. 24. júní 2019 16:59
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58