Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2019 20:00 Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli. Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna segir að afstaða forsætisráðherra til hernaðaruppbyggingar þurfi að birtast í verki en honum þykir óafsakanlegt að Alþingi hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar verði færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna öryggis- og varnarmál frá 2016. Felst það í uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu, en það er uppfærsla ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald. Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG, gagnrýnir áformin harðlega í pistli sem hann birti á vef sínum í fyrradag. Þar segir hann það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG. „Þetta er í beinni andstöðu við allt sem sá flokkur hefur boðað fráþví hann var stofnaður árið 1999 þannig þetta væri algjör U-beygja,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG. Varaformaður Utanríkismálanefndar tók undir meðÖgmundi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði það bagalegt að slíkt færi fram á vakt VG í ríkisstjórn. Þá segir Ögmundur að afstaða forsætisráðherra til Atlantshafsbandalagsins og hernaðaruppbggingar þurfi að sjást í verki. „Afstaðan verður að birtast í verki og verkin hljóta að vera áþann veg að vinda ofan af þeirri þróun sem nú virðist vera boðuð, verður að vinda ofan af þessum ákvörðunum,“ sagði Ögmundur. Þá kveðst Ögmundur óhress með að þingið hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. „Afleitt og óafsakanlegt,“ sagði Ögmundur. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli. Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna segir að afstaða forsætisráðherra til hernaðaruppbyggingar þurfi að birtast í verki en honum þykir óafsakanlegt að Alþingi hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar verði færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna öryggis- og varnarmál frá 2016. Felst það í uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu, en það er uppfærsla ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald. Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG, gagnrýnir áformin harðlega í pistli sem hann birti á vef sínum í fyrradag. Þar segir hann það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG. „Þetta er í beinni andstöðu við allt sem sá flokkur hefur boðað fráþví hann var stofnaður árið 1999 þannig þetta væri algjör U-beygja,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG. Varaformaður Utanríkismálanefndar tók undir meðÖgmundi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði það bagalegt að slíkt færi fram á vakt VG í ríkisstjórn. Þá segir Ögmundur að afstaða forsætisráðherra til Atlantshafsbandalagsins og hernaðaruppbggingar þurfi að sjást í verki. „Afstaðan verður að birtast í verki og verkin hljóta að vera áþann veg að vinda ofan af þeirri þróun sem nú virðist vera boðuð, verður að vinda ofan af þessum ákvörðunum,“ sagði Ögmundur. Þá kveðst Ögmundur óhress með að þingið hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. „Afleitt og óafsakanlegt,“ sagði Ögmundur. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári.
Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29
„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03